Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 30
um, sagði hann seinna, hefði hann vel getað orðiö Werther og séð fyrir sér. í október, stuttu eftir brottför Goethes, fremur maður nokkur sjálfsmorö af ást. Það er hinn ein- mana Jerusalem, maðurinn I Werther-búningnum. Hin tilbeðna haföi rekið hann frá sér i eitt skipti fyrir öll. Hann fór til Kestn- ers og fékk lánaöa byssuna hans á þeirri forsendu, að hann þyrti að ferðast hættulega leið. Kestner var kallaður til hins deyjandi manns og sagði Goethe frá at- burðinum I bréfi. Þessi atburöur veröur Goethe meira en sorgaratburður. Reynsla hans I Wetzlar verður að ,'sögu og Jerusalem gaf honum ’hugmyndina að sögulokunum. læmur endir eins og skáldið hafði reyndar þegar látið sér detta i hug. Þvi aö hann hafi sjálfur oft látið hvarfla að sér aö fremja sjálfsmorð i Wetzl- ar og látið „hárbeittan hnif liggja við rúmstokkinn hjá sér. (Þvi segir hann frá i Skáldskap og sannleika). I febrúar og marz skrifar hann söguna um Werther. Fjórar til fimm vikur — meiri tima þurfti hann ekki. Lauslega samin og stutt saga, sem er mjög litið frá- brugðin raunveruleikanum. Hann breytir næstum hvergi út frá staðreyndum: Werther á frænku i Wetzlar, er að byrja starf þar, venur komur sinar i amtmannshús og elskar stúlku, sem heitir Lotte. f sögunni er lika einn einasti koss, sem sannar, að Goethe er langt frá þvi að vera raupsamur af rithöfundi að vera. Brottför Goethes frá Wetzlar er breytt i burtför Werthers úr þess- um fagra heimi. Til þessa þurfti skáldið aðeins frásögn Kestners af sjálfsmorði Jerusalems. Hann setúr bréf Kestners næstum orð- rétt i söguna. Og hann hlifir les- andanum ekki við liffærafræði- legri hlið sjálfsmoröingjans i smáatriöum, svo og heilaslettun- um, sem leka úr höföi hans. Aö öðru leyti er sagan barn sins tima, sem hneigðist mjög að ýkt- um tilfinningum. Þannig segir unnusti Lotte, sem heitir Albert i sögunni, við Werther vin sinn á trúnaðarstund þeirra: „Elsku vinur”, og Werther veinar, þegar Albert tekur sér i munn nafn skáldsins Klopstock. Reyndar veinar hann hvnær sem tækifæri býöst, þegar Lotte veitir honum ekki sérstaka athygli eitt sinn, heldur ræöir áfram viö vinkonur sinar, eftir deilu, sem kom upp vegna spurningarinnar, hvort slæmt skapferli væri synd eða veikleiki og af öðrum sárasak- lausum orsökum. Og oft hjálpar Lotte honum með þvi „aö leyfa honum að gráta út við hönd slna”. Hjörtu sundurkramin af hvers konar sársauka skipta höfuömáli i bókinni, og öðrum hugsunum er tæpast fyrir að fara hjá persónum hennar. Stúlkan hefur engan á- huga á andliti unga reiða manns- ins, sem kennir heiminum um hve illa er komiö fyrir sér, heldur veitir hún hinu dreymna, „fórn- arlambi viðkvæmra tilfinninga” alla athygli sina. Ekki að undra á þessum tim- um, þegar jafnvel stöndugir fjöl- skyldufeður brynntu músum yfir sólarlaginu. c ilfinningasemi Werthers er einnig timanna tákn. Þó gerir Goethe sér ljóst, að hann hefur ekki samið neina nútimaskáldsögu, heldur hefur honum tekiztað aðlaga skáldskap sinn tiöarandanum. ,,....það væri slæmt”, segir hann seinna, „ef i lifi hvers og eins kæmu ekki fyrir atvik, sem gerðu það að verkum, að þeim þætti sem Werther væri skrifaður fyrir þá eina”. Þegar hann hefur lokið við sög- una, finnst honum eins og hann „hafi gert allsherjar skriftir”: „Kátur og reifur og tilbúinn til að hefja nýtt lif”. En Lotte og Kestn- er, sem gengin eru i hjónaband og búa i Hannover, eru ékki eins kát. Skáldið hefur lýst Lotte allt of nákvæmlega, jafnvel þó að hann hafi skrifaö um Lotte S. i stað Lotte Buff og gert blá augu hennar að svörtum. t Wetzlar sjá systkini Lotte systur sina i sorg- arleiknum Werther, sem sagt er að hafi i raun og veru gerzt. Og Kestner kvartar yfir þvi, að hann og kona sin fái ekki stundlegan frið fyrir bókmenntasinnuðu ferðafólki. <3 oethe svaraði: „Ef þið gætuð gert ykk- ur grein fyrir þús- undasta hluta þess, sem Werther er þúsund hjörtum — mynduð þið ekki kvarta yfir ó- þægindunum, sem þið verðið fyrir!” En Goethe varð lika fyrir óþæg- indum. Einkum þótti lýsing sjálfsmorösins ógeðfelld. Kirkjan leit á sjálfsmorð sem synd, sem ekki varð fyrirgefin. Goeze höfuö- prestur I Hamburg hafði uppi mikiö andóf gegn Þjáningum Werthers unga, og guðfræðideild- in við háskólann 1 Leipzig fór fram á, að bókin yrði bönnuð. „Bókanefnd saxneska kjörfust- ans” fór að bón guöfræöideildar- innar, og var bókaútgefendum hótað refsingu fyrir að gefa bók- ina út. En þrátt fyrir þaö gefur út- gefandi Goethes i Leipzig bókina út i þremur stórum upplögum strax fyrsta árið. Þjónar kirkjunnar reyndu að kaupa upp allar italskar þýðingar bókarinnar, en brátt uröu þeir að gefast upp viö það, þvi að bókin var prentuð I svo mörgum eintök- um. En áhrif Werthers urðu einnig sorgleg. Skáldkonan Elise von Hohenhausen missti einkason sinn eftir að hann haföi lisið bók- ina. Hann skaut kúlu gegnum höf- uö sér. ,,Ó, þið menn, sem guð Hinn ógæfusami Jerusalem. hefur gefið góðar gáfur”, hrópar hún að Goethe, „þið áhrifamenn mannkynsins. Gúð mun refsa ykkur fyrir það hvernig þið notið hæfileika ykkar.” Arásum sem þessari virðist Goethc ýmist hafa tekið með hægð eða óskammfeilni. Til dæmis skrifar hann rithöfundinum Benjamin Constant de Rebecque: ,,Ef til eru þvilikir heimskingjar, að þeim verði illt af bókinni, þá — sama er mér!” Samt fer hann þann 3. desember 1777 á fund eins fórnarlambs sins eftir að tvisvar sinnum haföi verið hrópað á hjálp hans bréflega. Fórnarlambið var 25ára sonur predikara, og Goethe fékk hann ofan af sjálfsmorðs- þenkingum sinum. Goethe fær slæma útreið i bók- menntatimaritum. Maður, sem ekki hefur hemil á tilfinningum sinum og þjáningum, er langt frá þvi að vera hetja, úrskurða i- haldssamir gagnrýnendurnir, sem leita aö „fræðslu” i hverri skáldsögu. Meira að segja snill- ingurinn og heimspekingurinn Lichtenberg, sem var vinur Kestners, segir Werther vera ó- þolandi sambland raggeitar og viðundurs. Hið sama er álit Lessings, og hann hyggst skrifa And-Werther. Og hinn virðulegi óðasmiður Klopstock spyr: „Er Goethe ekki búinn að skjóta sig dauðan?” Nær allir komast gagnrýnend- urnir að þeirri niöurstöðu, aö Werther liggi i hverju taugaveikl- unarkastinu af öðru, en sé þó þess á milli fær um að skrifa sæmileg bréf. Werthersögurnar, sem uröu til á eftir bók Goethes, eru næstum allar sama marki brennd Werther særist litillega við sjálfs- moröstilraunina, nær sér aftur og verður gamall og feitur með Lotte sinni. Nicolai, æðsti prestur bók- menntanna i Berlin, skrifaði sögu i þeim dúr og kallaði hana Gleði Werthers unga. Goethe svarar honum með kvæði, þar sem hann lætur Nicolai ganga örna sinna á gröf Werthers og segja: „Góðan dreng við grátum hér, er gröf sér kjósa vann. Háttur minn — að hægja sér, viö heiminn sættir mann.” En þrátt fyrir allt hafði tiðar- andinn betur en gagnrýnin. Bók- menntaheimurinn og einkum þó æskan fundu I Werther nýja hetju, hetju, sem var haldin sömu til- finningaseminni og hún sjálf. Og brátt fara að koma út sögur, sem eru eftiröpun Werthers, en fæstar njóta þær langvarandi vinsælda. En fleira var apað eftir en sagan ein. Upprunaleg gröf hins ógæfu- sama Jerusalems varð til dæmis með timanum ekki nærri eins vin- sæll viðkomustaður aðdáenda Werthers og gröfin, sem gestgjafi einn i Garbenheim sagði vera raunverulegan legstað þessa fræga sjálfsmorðingja... oethe hagnaðist lika sjálfur á Werthersbomb- unni. Ot á bókina fær hann loks stöðu við sitt hæfi við hiröina i Weimar. Þegar hann kemur þangað, tekur ungi hertog- inn á móti honum I Wertherbún- ingi. En þarna verður Werther einn- ig á vegi Goethes. Ung kona fremur sjálfsmorð, og Werther finnst i fórum hennar. Og Werther fylgir honum enn. Eftir mörg ár kemur Lottchen að heimsækja hann i Weimar — þá virðuleg eldri kona. Hún hefur al- ið tólf börn og er orðin ekkja fyrir sextán árum. Aldurinn er farinn að setja mark sitt á hana, hún tin- ar meö höfðinu. Samt eru allir, sem hitta hana, hrifnir af, hve hún er ern andlega. En Goethe er djúpt snortinn. Þvi eldri sem hann verður, þeim mun erfiöara veítist honum að horfast i augu við forgengileik- ann. Þess vegna sýnir hann Lott- chen aðeins tilhlýðilega kurteisi og er þeirri stundu fegnastur, þegar hún fer frá Weimar. Hann vill verða hundrað ára og ætið ungur. Goethe lézt 22.3 1832 i Weimar — 82 ára að aldri. 30 ViKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.