Vikan


Vikan - 14.11.1974, Qupperneq 4

Vikan - 14.11.1974, Qupperneq 4
1 í siðasta blaði birtist fyrri hluti greinar eftir sænska blaðamanninn Ake Egnell um kvikmyndaborgina frægu, Holly- wood. Hér heldur hann áfram að segja frá þvi, sem hann veitti athygli, þegar hann dvaldist i borginni nýlega. Og við lestur þessarar greinar komast menn að raun um, að viðar er hægt að sjá ýmislegt klámfengið og þiggja atlot greiðasamra stúlkna en i henni Istedgade I Kaup- mannahöfn. Leiöin til stjarnanna, frægðar- innar og framans, hefst venjulega i leikskólunum. Þeir eru 40 i Hollywood. Margir eru þeir litils virtir, en sumir eru mjög góðir og virtir sem sllkir. Margir láta heillast af auglýsingum eins og þessari: ,,Ný andlit vantar I aug- lýsingamyndir. Reynsla ekki nauðsynleg. Vel borgað. Hafiö samband við stjörnuumboös- manninn Apex”. Þangað hópast leikáhugafólkið, teknar eru af þvi myndir, sem nauðsynlegar eru til að sýna framleiðendunum. Það fær 75 til 100 dollara og heyrir aldrei framar frá „umboðsmann- inuip”. Leiknemar streyma til Holly- wood alls staðar að úr heiminum, og samt er um að gera að tala meö sem allra minnstum hreim, helzt engum. Leikarinn Ralp Faulkner stofn- aði leikskóla sinn Falcon Studios þegar árið 1929, og hann er enn talinn vera meðal þeirra beztu. Meðal stjarnanna, sem þar hafa hafið feril sinn, eru Lana Turner, Rock Hudson, Jane Russell, Tony Curtis og Errol Flynn. Og meðal þeirra allra fyrstu var Douglas Fairbanks, sem var mjög fær afl- rauna- og fimleikamaður, og reyndar lék Fairbanks ekki svo i neinni mynd, að Faulkner berðist ekki við hann. Mér var sagt, að Fairbanks hefði þótt mjög gaman að hafa gesti um helgar i stóra húsinu slnu, og hann hefði notiö þess að ganga i augun á þeim. Hann átti vel hirta og stóra gras- flöt, og stundum, þegar hann var þar á gangi, átti hann það til að stökkva hátt I loft upp, fara nokk- ur heljarstökk og haída svo ró- lega áfram göngu sinni, eins og ekkerthefði gerzt. Gestirnir stóðu stjarfir af undrun, störðu á hann og spurðu, hvort þetta væri I raun og veru hægt. Douglas Fairbanks bandaði frá sér með hendinni og sagði, að þetta væri langt frá þvi að vera merkilegt. Hann hefði bara óvenjulega sterka fætur. Og svo stökk hann aftur hátt I loft upp og lék listir sinar áhorfendum til óblandinnar ánægju. Aðeins örfáir útvaldir vissu, aö hér og þar á grasflötinni var komið fyrir fjaðraútbúnaði, og Fairbanks einn vissi, hvar þá staði var að finna. Faulkner segir, að þvi fjölhæf- ari sem leikari sé, þeim mun auð- veldara eigi hann með að fá vinnu. Sá timi, þegar kvikmynda- leikarar fengu langtimasamn- inga við kvikmyndafélögin, er lið- inn og með honum hvarf atvinnu- trygging leikaranna. Nú verður hver leikari að verða sér úti um starf upp á eigin spýtur, þvi að umboðsmenn þeirra hafa sjaldn- ast mikið fyrir þvi, heldur láta leikarana sjálfa um það. En hafi leikarinn verið svo heppinn að vera uppgötvaður, þarf hann ekki að hafa áhyggjur lengur. Faulkner kennir einkum fjórar námsgreinar, dans, leik, fram- sögn og skylmingar, en auðvitað leyfist hverjum og einum að sleppa þeim fögum, sem hann kærir sig ekki um að stunda. Und- ir dans flokkast alls konar dans, klassiskur ballett, spánskir dans- ar, jassballett, stepp o.s.frv. og auk þ.ess er kóreógrafía kennd. Undir leik flokkast ekki einungis hlutverkaskýrgreiningar, heldur einnig öll leiktækni og allt annað, sem viðkemur leiktúlkun. Auk skylminga er kenndur hnefaleik- ur og vitaskuld fimleikar. Hverja grein kenna sérfræðingar á sinu sviði, og námið tekur I allt f jögur ár. Kennslustundir eru 25 á viku, og kennt er sex daga vikunnar. Námið kostar 80 dollara á mán- uði, og það kemur oft fyrir, að nemendur hætta námi um tima, en hefja það siðan aftur. Það er mikilvægt að vinna að á- kveðnu marki, og þvi eru sett upp leikrit og atriði úr.leikritum, sem allir nemendur leika i, með jöfnu millibili, og þá fá stjörnuveiðarar og starfsmannastjórar sjón- varpsstöðvanna tækifæri til þess að sjá, hvað nemendurnir geta. Ýmist fara sýningarnar fram I litlum sal, sem tekur 70 manns I sæti, eöa öörum stærri, þar sem rúmast 300 áhorfendur. Það er reyndar I honum, sem Nurejev æfir sig. Harrison Lewis heldur þvi aftur á móti fram, að þýðingarlaust sé að reyna aö kenna leiklist I hóp- um og jafnvonlaust sé að segja til um, hve langan tima taki að læra þetta og hitt. Þess vegna kennir hann eingöngu I einkatimum og segir, að á þann hátt sé auðveld- ara að þroska persónulega hæfi- leika sem blundi I leikaraefnun- um, og fullskapa þá á þann hátt. Hann leikur sjálfur mikið I gam- anmyndaflokkum fyrir sjónvarp og er frægur fyrir frábæran gam- anleik. Meðal leikara, sem hafa lært hjá honum, eru Red Skelton, Margaret Lindsay, Robert Cummings og Claire Trevor, og Lewis hefur myndað leikhóp með nokkrum ungum leikkonum, þar sem hann leikur sjálfur pabbann og þær dætur hans. Þau leggja einkum áherzlu á að leika gam- anleikrit, sem byggjast á spaugi- legum atvikum, en það er eitt hið erfiðasta i gamanleik. Þessi leik- hópur heldur sýningar öðru hvoru. Lewis hefur sjálfur skrifað þennan gamanleikjaflokk, og brátt á að taka hann upp fyrir sjónvarp. Lewis hóf leiklistarkennslu jafnframt leikarastörfum sinum þegar árið 1932 og þá i New York, og hann varð fyrstur bandariskra leikara til að byggja upp leik- flokk, sem kom fram I kirkjum. Þar lék hann og leikflokkur hans gamanleiki framan við altarið. Hann segir, að til þess að vænta megi árangurs af.leiknámi, þurfi hæfileikar og atorka að fara sam- an. Hann hefur verið spurður, hvað leiknám hjá honum taki langan tima og hann hefur gizkað á eitt og hálft ár. Það kostar tutt- ugu doHara á timann að nema hjá honum. Lee Strasberg, leikhúsmaður- inn kunni og stúdióeigandi i New York, á éinnig stórt stúdió hér i Hollywood, og á hverjum mánu- degi safnar. hann öllum leiknem- um i kringum sig, og heldur ó- formlegan fyrirlestur, þar sem hann segir frá sjálfum sér og reynslu sinni. 1 Hollywood eru haldin á hans vegum námskeið fyrir verðandi leikara, leikstjóra, leikritahöfunda og leikhústækni- 4 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.