Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 6
kannski var þaö of sterkt, svo aö
hún þurfti að bæta svolitlum sykri
i bollann. Með kaffinu átti hún
ekki annað en þurrt kex, sem hún
þurfti að bleyta upp i bollanum.
Kannski les hún atvinnuauglýs-
ingarnar i blaðinu um leið og hún
drekkurkaffið. Og allt þetta verð-
ur hún að einbeita sér við á svið-
inu og láta ekkert trufla sig,
hvorki stunu né hósta, þvi að ein-
beitingin er eitt hið mikilvægasta
á leiksviðinu”.
Þetta dæmi sýnir, að Strasberg
notar sömu aðferðir við leik-
kennsluna og hinn þekkti rúss-
neski leikari Stanislavski.
Það geta farið margir timar I
það eitt að kenna, hvernig bregð-
ast á við skoti i magann. Þá verð-
ur að taka tillit til hvar kúlan
hæfði likamann og hvaða liffæri
hún skaddaði, og allt þetta þarf að
tjá með hreyfingum likamans og
svipbrigðum andlitsins. Það er
alls ekki nóg að detta eins og
mjölpoki og reka upp skaðræðis-
vein. Einnig tekur sinn tima að
kenna að tjá hræðslu, sem er oft
það erfiðasta i leik, og mjög mis-
jafnt er, hvernig hræðsla sézt á
fólki. Sumum bregður hastar-
lega, en aðrir magna hræðsluna
jafnt og þétt með sér. Engir
bregðast við á nákvæmlega sama
hátt. 1 fyrra var Strasberg boðið
til Stanislavskihátiðarinnar i
Moskvu, þar sem hann tók þátt i
umræðum fjölmargra leikhús-
manna frá mörgum löndum eftir
hverja sýningu. Það kostar 60
dollara á mánuði að nema hjá
Strasberg.
Auðvitað eru allmargir frjálsir
leikhópar, sem ungt fólk hefur
stofnað, starfandi i Hollywood.
Þar eru einstök leikverk og hiut-
verk krufin til mergjar, sett á
svið og gagnrýnd miskunnar-
laust. En þangaö leita fæstir
þeirra, sem ætla sér frægð og
frama.
Hvernig á að fara að þvi að fá
vinnu i kvikmyndaiðnaðinum? 1
flest meðalstór og minni hlutverk
er valiö með opinni samkeppni,
sem gerir það aö verkum, að litií
hætta er á þvi, að leikari lendi i
röngu hlutverki. Þessar sam-
keppnir hafa einnig þann kost, að
þar fá ungir leikarar tækifæri til
þess að koma sjálfum sér á fram-
færi og fá vinnu, sem er auðvitað
mjög mikilvægt vegna fjárhags-
ins.
En nú er málið þannig vaxiö, að
ef eitthvert kvikmyndafélaganna
ætlaði að prófa alla, sem eru I leit
að hlutverki, yrði enginn timi af-
lögu til þess aö gera kvikmynd-
irnar sjálfar. Þess vegna hafa
flest kvikmyndafélögin samband
við þekktustu skólana og biðja
forsvarsmenn þeirra að benda á
þá nemendur; sem þeir áliti hæf-
asta til að leika tiltekin hlutverk.
Skólarnir koma siðan nemendum
sinum á framfæri I prófið. Þetta
hefur það i för með sér, að mikil-
vægt er að vera við nám i réttum
skóla.
Velji leikstjórinn einhvern um-
sækjandanna úr leikskólunum, þá
hefur hann samband við stéttar-
félagið Screen Actors Guild og til-
kynnir, hve langan tima upptaka
myndarinnar muni taka, hve laun
in séu há, og þá fær leikaraefnið
inngöngu i félagið og greiðir 300
dollara i inntökugjald auk 20 doll-
ara á hálfsárs fresti, en sú upp-
hæð hækkar, ef hann fær betur
greitt fyrir híutverk sin i framtið-
inni. Þegar svona langt er náð, er
timabært fyrir leikaraefnið að
verða sér úti um umboðsmann,
sem tekur 10% af launum skjól-
stæðings sins. Um 167 aðila er að
ræða, þegar umboðsmanns er
leitað. 1 þeim hópi eru til dæmis
MCA, William Morris og Paul
Kohner, sem ekki taka að sér um-
boðsstörf fyrir aðra en þá, sem
þegar teljast stjörnur. En auk
þeirra er um marga aðra að
velja, sem ekki eru eins stórtæk-
ir, en hafi umboðsmanni ekki tek-
izt að útvega leikara hlutverk
-innan 90 daga fra samningi, er
samningurinn uppsegjanlegur og
leyfilegt að reyna fyrir sér hjá
öðrum umboðsmanni. Mörgum
tekst að ná sér i duglega umboðs-
menn, sem eru röskir við að
verða leikurunum úti um hlut-
verk, en aðrir eru óheppnari og
ná aldrei i almennilegan umboðs-
mann.
— 0 —
Til þess að lækka húsaleigu-
kostnaðinn er algengt, að tveir til
þrir leiknemar leigi saman
tveggja herbergja ibúð og fyrir
slika ibúð greiða þeir yfirleitt i
kringum 130 doliara á mánuði.
Flestir leiknemar verða að vinna
með skólunum til þess að standa
straum af námskostnaðinum, og
þess vegna er yfirleitt kennt I
leikskólunum bæði á daginn og á
kvöldin. Margir leiknemar eru
vökumenn og vökukonur á
sjúkrahúsum, aðrir aka bifreið-
um, sumir eru plötusnuðar, enn
aðrir aka kjúklingabiium og selja
steikta kjúklinga. Slikt gefur oft
vel I aðra hönd.
Margar stúlkur i leiknámi hitta
fyrr eða seinna klámmyndafram-
leiðanda, sem býður þeim svim-
andi fjárhæðir fyrir að leika i
kvikmyndum hjá sér. Þessir
klámmyndaframleiðendur reka
e'ngin kvikmyndafélög og séu þeir
ekki með skrifstofuna i vasanum,
þá er ekkert bókhald til i fyrir-
tækinu. Undanfarin ár hafa dóm-
stólar i Bandarikjunum hvað eftir
annað fjallað um, hve langt megi
ganga i þvi að sýna kynlif I kvik-
mynd — afbrigðilegt og eðlilegt —
og mörgum lögmönnum hefur
tekizt að fá heimild til þess að
gera ýmislegt i dag, sem var ó-
mögulegt að fá að gera i gær.
Þetta hefur verið stefnan undan-
farið, og hún er enn að sækja á.
Nú er i lagi að sýna lesbisk beð-
mál á tjaldinu, en enn er verið að
strita við að fá leyfi til þess að
karlmenn megi láta vel hver að
öðrum frammi fyrir myndavél-
inni. öhætt er að segja,
að Bandarikjamenn séu
langt á undan Svium og Dönum i
þessum efnum, en þeir eiga við
þversögn að striða, sem ekki
þekkist i Sviþjóð og Danmörk.
Þversögnin er sú, að lagaheim-
6 VIKAN 46. TBL.