Vikan - 14.11.1974, Qupperneq 17
Látin á sjúkrahúsinu.
Gabriele Kruger með vinum sinum.
t*
Anni Stauber hjúkrunarkona
mætti á næturvaktína á deild C-4
á sjúkrahúsinu i Bietigheim i
Þýskalandi klukkan 19.20. Sjö
klukkustundum ábur haföi hún
farið heim af morgunvaktinni,
sem hún hafði verið á frá klukkan
6.30 til 12.00. Hún hafði ekkert sof-
ið milli vaktanna: „Þegar maður
kemur heim af morgunvakt, er
maður i allt of miklu uppnámi
til þess að geta fariö aðhvíla sig."
Þegar hún kom á næturvaktina,
sagði Alma, hjúkrunarkonan,
sem hafði verið á vakt á undan
henni, að sjúklingar væru i 32
rúmum af 41 á deildinni. Einn nýr
sjúklingur hafði veriö lagður inn
um daginn. Það var Gabriele
Kruger, 16 ára. Hún hafði verið
flutt á sjúkrahúsið eftir að hún
féll af hjóli. Dr. Peter Wust hafði
saumað saman fimm sentimetra
langan skurð á hnakka stúlkunn-
ar, sagt, að hún hefði fengið snert
af heilahristingi og tilkynnt for-
eldrum hennar, að hún yrði að
vera i einn sólarhring til rann-
sóknar á sjúkrahúsinu.
Anni hjúkrunarkona: „Mér var
sagt, að allt væri með felldu um
liðan Gabriele Kruger.” Henni
var ekki einu sinni sagt að taka
púls stúlkunnar. Stuttu eftir að
Löng næturvakt
Þegar Anni Stauber mætti á næturvaktina á deild C-4, voru engir sjúklingar ^
„þungt haldnir” þar. Um morguninn var einn sjúklinganna látinn. f
46. TBL. VIKAN 17