Vikan - 14.11.1974, Síða 28
Kvennagullið Michael Caine hefur sagt skilið við lif
glaumgosans og helgar sig nú eiginkonu og barni og
ræktar grænmeti á bökkum Thames.
HINN
NÝI
kveikti I sigarettu, reyndi að
brosa. Þa er það búið, hugsaði
hún.
Búið!
— Brostu, Eva, brostu, sagði
amma hennar alltaf, láttu
heiminn aldrei sjá annað en bros
á andliti þinu.
Hún sat þarna og brosti sjálf-
krafa eins og eftir pöntun. Og allt
i einu kom i hana galsi. Hún þaut
inn í svefnherbergið, klæddi sig
og fór I regnkápu.
tJti var kolniðamyrkur. Hvergi
sá i ljós, nema á bryggjunni og i
stöku húsi, en flest stóðu húsin
tóm.
Það þaut i vindinum á götunni,
sem lá upp frá bryggjunni.
Hann stóð þarna undir ljósa-
peru, sem sveiflaðist til og frá i
vindinum. Hann hélt á einhverju.
Glerkúlu. Venjulegri grænni
netakúlu.
Þetta kom undarlega við
hana. Hún stóð á bak við hann og
blés mæðinni.
„Stúlkan i glerkúlunni”,
hugsaði hún.
,,Ég hef verið innilokuð eins og i
glerkúlu og ekki þorað að brjóta
hana utan af mér. Ég hef ekki
einu sinni þorað að eignast barn.
Það var ég, alltaf ég. Ég brosti,
þegar mig langaði að gráta. Ég
kólnaði upp, þegar ég heyrði
hvislað að mér gamaldags
orðum”.
Hana langaði að rétta út
hendurnar og snerta hann og
hrópa, — þú mátt ekki fara frá
mér!
Þá sneri hann sér við. Hann
missti glerkúluna, og hún
skoppaði eftir bryggjunni.
Sjávarlöðrið rauk yfir þau.
Eitt andartak reyndi hún að
brosa, fann hverníg munnvikin
drógust sjálfkrafa upp á við. Hún
stóð þarna og glotti framan i
hann. Og svo hrópaði hún: — Jon,
Jon — ó þú —.
Hann greip hana i faðminn og
þrýsti henni að sér, eins og hann
væri að hugga litla stúlku.
Svo lyfti hann regnhattinum frá
enninu á henni og sneri andliti
hennar að . ljósinu. Hún þráði
hann, þráði hann heitt og af
sársauka. Þetta var henni ný þrá
og blandin ofsa.
Þaö er þá satt, hugsaði hún. Allt
þetta, sem viðhöfum hlegið að, er
þá satt. Rómeó og Júlía, Tristan
og tsól. Það er allt satt. Það getur
gerst, og það gerist.
. Hann sveipaði regnfrakkanum
sihum um þau bæði. Á leiðinni
heim var hún að hugsa um,
hvernig glerkúlan skoppaði eftir
bryggjunni og skall i sjóinn.
Það hætti að rigna. Uppi á
himninum rofaði fyrir mánanum.
Hún fann, að hjarta Jons barðist.
Þau námu staðar. Varir þeirra
snertust. Og hún stóð þarna og
grét og fann hann þurrka tárin af
kinnum sinum.
Allt I einu sagði hún það, sem
hún hafði aldrei þorað að segja.
Hann hélt þétt utan um hana og
sagði aðeins eitt orð:
— Já.
Og nú var það hann, sem brosti.
Hún fann það fremur en sá.
— Aö finna sjálfan sig, sagði
Jon.
Þegar Michael Caine lék
kvennabósann Alfie i samnefndri
kvikmynd sögðu vinir hans, að
erfitt væri að sjá, hvar Caine end-
aði og Alfie tæki við, þvi svo
margt ættu þeir sameiginlegt.
Alfie kunhi vart kvenna sinna tal
— og Caine sjálfur virtist geta
vafið hvaða kvenmanni sem var
um fingur sér og gerði það óspart,
þegar honum sýndist svo.
En nú er öldin önnur. Caine sem
er 41 árs, er kominn í hnappheld-
una og unir sér þar svo vel, að
hann getur vart hugsað sér betra
líf. Sú, sem að lokum fangaði
hann, heitir Shakira Baksh, er 26
ára gömul, hörundsdökk og ættuð
frá Guyana. Shakira kom til
London fyrir 6 árum tii að keppa
um titilinn „Ungfrú Alheimur”,
og að keppninni lokinni fékk hún
vinnu sem ljósmyndafyrirsæta i
London. Michael og Shakira voru
búin að þekkjast i tvö ár, þegar
þau gengu i hjónaband i janúar
1973. Þau giftu sig i Las Vega^
þvi undir niðri voru siðgæðis-
skoðanir glaumgosans ihalds-
samar — og sex mánuðum siðar
fæddist dóttirin Natasha.
Michael, Shakira og Natasha
búa I gömíu mylluhúsi i Windsor,
á bökkum Thames-ár. Landar-
eignin er allstór og liggur niður að
ánni, en þar hafa hjónin bát,
sem þau sigla á eftir ánni á góð-
viðrisdögum.
Michael keypti húsið i Windsor
upphaflega sem sumarhús, en
eftir að hann kvæntist ákvaö hann
aö setjast þar alveg að. Framan
af fékk hann garöyrkjumann til
að annast garöinn, en brátt fann
hann það út, að ekkert væri eins
gott og garðyrkja til að slappa af
og hvfla sig eftir erfiða vinnutörn.
Hann er ákaflega stoltur af garð-
inum og vinnunni, sem hann legg-
ur i hann: „Ég þekki leikara i
Ameriku, sem eru fúsir til að
greiða sálfræðingum milljónir
króna fyrir að hjálpa þeim að
losna við streituna, sem starfinu
fylgir. En meðan ég hef garðinn
minn þarf ég ekki að leggjast upp
á bekk hjá sálfræðingum eöa geö-
læknum, en get i staðinn eytt pen-
ingunum i að fegra umhverfið.
Þar að auki bragðast ekkert
grænmeti eins vel og það, sem
maður ræktar sjálfur. ,Það er
meira að segja eins gott og það
var hjá mömmu I gamla daga”.
Michael Caine, sem heitir réttu
nafni Maurice Joseph. Mickle-
white, olst upp i London við frem-
ur kröpp kjör. Faðir hans var
verkamaður á Billingsgate fisk-
markaðnum, og þegar Michael
sjálfur hafði lokið . menntaskóla-
námi fór hann að vinna fyrir sér
28 VIKAN 46. TBL.