Vikan - 14.11.1974, Page 30
...Ég veit ekki hvor okkar varð
meira undrandi, hún eða ég, þeg-
ar viö stóöum skyndilega augliti
til auglitis i dyragættinni.
Ég haföi tæplega búist við þvi,
aö hún væri ennþá ráöskona hjá
pabba eftir öll þessi ár, en ég
þekkti hana samt strax, þó að það
væru tiu ár frá þvi aö viö höföum
sést siöast. Þá stóö hún þarna, á
þessum sömu þrepum og grét,
meö beinabera handleggi um
hálsinn á mér, og tárin láku niður
á kápuna mina. Þaö var daginn,
sem ég fór aö heiman. Ég haföi
ekki talaö um þaö við nokkurn
mann, sist af öllum föður minn,
en ungfrú Block dró mig aftur inn
i forstofuna og hvislaöi að mér:
— Faröu ekki á þennan hátt,
Sue. Faöir þinn veröur svo leiður.
Leiöur? Ég hló hæðnishlátri
framan i ungfrú Block, þegar ég
heyröi þetta, og nú langaði mig til
aö gera þaö sama.
Hún var nú tiu árum eldri, en
alveg eins og þegar ég sá hana
siöast. Sami hrossasvipurinn,
sömu litlausu augun, sem voru
svo náin, og sömu stirðlegu hreyf-
ingarnar, en hárið var hvitara.
Hún hrökk við, þegar hún sá,
hver þetta var. Hún hörfaöi aftur
á bak nokkur skref og starði á
mig. Hún þekkti mig strax, þótt
ég heföi veriö hálfgerö krakka-
nóra, þegar ég fór að heiman.
Ég setti töskuna frá mér á gólf-
iö og fann fyrir skammbyssunni,
þegar hún kom viö lærið á mér
um leiö og ég beygöi mig.
— Og pabbi? sagði ég. —
Hvernig liöur pabba?
Hún stóö þarna ennþá, meö
hálfopinn munninn, og góndi á
mig i skininu frá loftljósinu.
— Prófessornum líöur ekki vel,
sagöi hún lágt. — Hann fékk
heilablæðingu og er að nokkru
leyti lamaöur siöan... það eru
handleggirnir, sem eru lamaöir.
En honum er nú samt aö skána.
— Hann er þá ekki I llfshættu?
— Nei, en hann er sofandi
núna.
Hún leit I áttina aö lokuöum
dyrunum, sem lágu aö bókaher-
bergi og svefnherbergi pabba.
Þaö var llklega gamla hjúkrunar-
konan, sem kom upp i henni, er
hún vildi ekki láta trufla svefnró
hans. Ungfrú Block hefur nefni-
lega ekki eingöngu hugsaö um
hússtörfin fyrir hann I öll þessi ár,
frá þvi aö mamma dó, hún hefur
llka veriö hjúkrunarkonan hans.
Nú fór hún aö taka viö sér. Hún
lagöi þessar stóru krumlur slnar
á axlirnar á mér og horföi I augu
mln.
• — Þú ert orðin breytt, Sue... en
samt ekki ýkja mikið, háríö er
jafn sitt og rautt og það var. Já,
pabbi véröur bæöi hissa og glaö-
ur...
'Ég fór úr sumarkápunni og
hengdi hana upp, hlassaði mér
svo niöur I skinnstólinn I forstof-
unni, sem ég var vön aö kalla
gestastólinn, þegar ég var barn..
Mér fannst hann reyndar vera
miklu minni núna. Þegar ég var
barn, haföi ég haft gaman aö þvi
aö leika mér I þessum stól og hafa
hann fyrir skip.
— Ég ætla aö llta inn til hans,
sagöi ungfrú Block. — Biddu
hérna, Sue. Ég verð að búa hann
undir komu þina. Það gæti riðið
honum aö fullu....
Ég hallaði mér aftur á bak i
stólnum og lokaöi augunum. Ung-
frú Block geröi þetta allt miklu
flóknara. Ég fann fyrir óróleika,
ég fann jafnvel fyrir kippum við
augun. Ég kannaöist viö þau við-
brögö, svo ég stóö upp og gerði
nokkrar likamsæfingar. Það lag-
aöi þessa kippi venjulega. Eftir
nokkrar knébeygjur og hliöar-
hopp, hætti ég, stóö kyrr og hlúst-
aði. Þaö heyröist ekki nokkurt
hljóö frá svefnherberginu.
Herbergi pabba... Það voru nú
tlu ár, frá þvl ég þrammaði út úr
herberginu þvi. Þá fannst mér
hann andstyggilegur, sköllóttur,
þrjóskur og smámunalegur gam-
all durgur. En ég var einkabarn
hans og hafði sennilega ekki upp-
fyllt þær vonir, sem hann haföi
bundiö viö framtiö mlna. Hinn
þekkti prófessor Lunden, geröi
miklar kröfur til einkadótturinn-
ar.
Vegna einhverra afglapa var
ég rekin úr skóla. Pabbi sendi
mig þá til Englands, I von um að
ég gæti lært eitthvað gagnlegt á
stórri tryggingarskrifstofu. Ég
fékk að visú töluveröa lifsreynslu
þar, en ekki þá, sem hann haföi
hugsað sér. Eftir mánaðardvöl
þar hitti ég náunga, sem ég
strauk með til Ameriku. Já, þaö
geröi ég og án þess að spyrja
pabba. Hann heföi aldrei veitt sitt
samþykki til þess. Hann heföi
heldur ekki viðurkennt það starf,
sem ég stundaði, og þvi siöur þá
vini, sem ég eignaðist. Siðan hafði
ég ekki komið heim... ekki fyrr en
nú i dag.
Þaö voru alltaf þessir peningar.
Ef þér finnst lifið blasa við þér, þá
leynist alltaf eitthvaö á næsta
leiti: Ég haföi ekki haft heppnina
meö mér slðustu árin. Ég var ó-
heppin með vinnu, lika I hjóna-
bandi. Svo varö ég slæm á taug-
um og þurfti aö fara á sjúkrahús.
Þar hefði ég eflaust verið ennþá,
ef ég heföi ekki brugöið fyrir mig
betri fætinum og stokkið út um
glugga á vit frelsisins.
Ég hikaöi lengi viö að skrifa
pabba og biöja hann ásjár, biöja
hann um peninga, þótt ég vissi, aö
hann var raunar milljónamær-
ingur. Ég skrifaöi mörg bréf,
reyndi aö oröa þau sem best, en
þau enduöu öll i ruslakörfunni.
Svo frétti ég, aö hann hefði oröiö
alvarlega veikur. Þá myndi ég
kannski bráöum erfa bæöi húsiö
og milljónirnar, ég á viö, ef hann
heföi nú gefist upp á lifinu, já væri
kannski dáinn.
En hann dó ekki. Ungfrú Block
hjúkraöi honum dag og nótt.
Mánuöir liöu. Aö lokum skrifaöi
ég bréfiö, betlibréfiö... „Elsku
pabbi...”
Hann svaraöi, hæversklega aö
vfsu, neitandi. Bréfið var vélrit-
aö. t hans augum var ég ekki
lengur dóttir hans, heldur einhver
manneskja I Ameríku, sem haföi
fariöfram á fjárkröfur, sem hann
haföi ekki hugsaö sér að sinna.
Þess utan lét hann þess getiö,
aö þótt ég kæmi I eigin persónu,
myndi þaö ekki gefa neitt betri
raun. „Faöir þinn”, stóö undir
bréfinu. Skrifað með prentstöf-
um.
Einhvern veginn fann ég ekki
ró i mínum beinum, eftir að ég
fékk þetta bréf. Ég lá andvaka á
nóttunni og hugsaöi út setningar
og orö, sem ég ætlaöi aö nota I
svarbréfi til hans. Ég reyndi að
muna allt um hann, persónu hans
og hugarfar, til ab geta verið nógu
hvassyrt I svari minu, ég vildi
helst særa hann með hverju oröi,
hverri setningu. Ég sagöi aö hann
heföi eyðilagt bæöi mitt lif og
móöur minnar og að ég myndi
ekki einu sinni hafa geð I mér til
aö taka við nokkrum hlut frá hon-
um, hvorki peningum né nokkru
ööru. Ég stakk upp á þvi, að hann
notaöi peninga sina, til að láta
reisa sér minnismerki, stórt
minnismerki úr sama efni og
hjarta hans væri, nefnilega
marmara.
Ég geröi mörg uppköst af þessu
bréfi, en ég sendi aldrei neitt bréf.
Mér varð ekki rótt, fyrr en ég
var búin að taka þá ákvörðun. að
fara heim og sækja mina peninga.
Klunnalegur skrokkur ungfrú
Block birtist i gættinni að bóka-
stofunni.
— Hann er ennþá sofandi... Ég
ætla að sitja hjá honum, þangað
til hann vaknar. Þú biður hér á
meöan. Við verðum að fara var-
lega aö honum.
— Ég bið, ég hefi nógan tima til
aö biöa.
Það yrðu ekki nein vandræði
meö pabba. Húsið stendur af-
skekkt, nokkuð langt frá veginum
og billinn til reiðu rétt við dyrnar.
En svo var það ungfrú Block. Ég
hugsaöi með viðbjóði til hrossa-
tannanna og beinabera skrokks-
ins. Hennar herbergi sneri út i
garðinn, svo það var um að gera
aö loka öllum gluggum og hurð-
um.
Þaö var grafarþögn I húsinu.
Ekkert heyröist nema tifið i
klukkunni i bókaherberginu. Ó,
hve vel ég kannaðist viö þetta
hljóö, frá margra klukkutima
lexiulestri þarna inni. Þetta var
svo svæfandi hljóð, og oftar en
einu sinni haföi ég dottað þarna
yfir bókunum. En svo haföi ung-
frú Block alltaf vakið mig, með
þvl aö reka þurra og beinabera
hönd I kinnina á mér til aö segja,
aö þaö væri kominn háttatimi.
Ég var komin I miklu léttara
skap.
Þetta hlaut að fara allt eftir
áætlun. Glataöa dóttirin var svo
sniöug, aö hún myndi ekki láta
finnast nein fingraför. Heimilis-
fang mitt myndi ábyggilega finn-
ast I plöggum fööur mlns, og svo
yröi mér tilkynnt um þennan
sorglega atburö.
Ég varö bara aö reyna að finna
„betlibréfið” og koma þvl fyrir
kattarnef. Ég varö aö gæta þess
vel aö breiða yfir öll spor og allt,
sem gæti vakiö grun.
Vinnustofa pabba var viö hlið-
ina á bókaherberginu. Huröin var
I hálfa gátt, og ég læddist þangaö
inn. Þaö var ekkert skritiö viö
þaö, aö mann langaöi til aö llta 1
kringum sig á æskuheimili slnu,
eftir svona margra ára fjarveru.
Ég kveikti. A skrifborði pabba
var stór mynd af móöur minni,
meö lltinn ljóshærðan engil i
kjöltunni, engil, sem var framtlð-
arvon foreldra minna,
Bréfamöppur pabba lágu lika á
borðinu, snyrtilega merktar með
rithönd ungfrú Block. Alls staðar
varö maöur var viö anda ungfrú
Block. Hún var ráöskona, hjúkr-
unarkona og einkaritari. Perla
meðal kvenna.
1 möppunni, sem var merkt
einkamál, fann ég bréfiö. Ég varð
eiginlega hreykin, þegar ég las
þaö. Þaö var áhrifamikið bréf,
örvæntingin skein úr þvi, en samt
töluvert stolt. Undir þessu átak-
anlega bréfi lá annaö bréf. Þaö
var vélritað á hvitan pappir og
undirritaö af mér.
t þvl bréfi var sagt I stuttum og
hrokafullum setningum, að ég
væri oröin þreytt á að biðja hann
ásjár,en að ég þyrfti þess heldur
ekki lengur. Ég hefði verið heppin
i viöskiptum undanfarið, þótt það
væri nú reyndar með slikum
brögöum, að hann, gamli fýlu-
púkinn, myndi sennilega ekki
vera hrifin af þeim aðferöum. Ég
tilkynnti honum líka hátiðlega, að
ég myndi hvorki nú eða siðar
kæra mig um neitt af peningum
hans og ætlaði að leggja á það
mikla áherslu að gleyma þvi,
hver væri faðir minn, ég ætlaði
sannarlega að láta samband okk-
ar fara I glatkistuna.
Undir þetta furðulega bréf var
ekki skrifað „dóttir þin, Sue”,
eins og ég var alltaf vön að skrifa,
heldur einfaldlega „Sue”, en það
var sannarlega likt rithönd
minni. Svo var lika dregið feitt
strik undir nafnið, eins og til að á-
rétta, að þetta væri endanlegt og
mitt siöasta orð i okkar samskipt-
um.
Sem sagt, þetta var bréf, sem
án efa hefur komið gömlum föður
til að titra af bræði.
Ég setti bæði bréfin á sama stað
aftur, og nú sá ég, aö það heföi
ekki mátt seinna vera, að ég leit-
aöi heimahaganna.
Ég gekk aftur fram I anddyrið
og tók byssuna upp. Það gljáði á
hana frá skini ljóssins. Ég var
ekkert hrifin af þessum grip,
þessvegna stakk ég byssu-
skömminni aftur niður i töskuna.
Ég hélt niðri i mér andanum og
hlustaöi. Það heyröist hvorki
stuna né hósti I húsinu.
30 VIKAN 46. TBL.