Vikan - 06.02.1975, Side 9
I NÆSTU lflKU
HVERNIG VERÐUR ARIÐ?
Þótt komiö sé fram I febrúar, er ekki of seint að
kíkja i spá fyrir árið 1975. í töflum, sem birtast i
næsta blaði, geta menn fundiö bæði vonda og góða
daga, sem þeir eiga eftir að lifa á árinu, og með
einföldum talnalestri má finna út heildarspá fyrir
árið. Ein þeirra hljóðar svo: ,,A þessu ári gerist
allt skyndilega og óvænt. Þú skemmtir þér ó-
venjulega mikið. Þú kynnist mörgu nýju fólki, en
fæst af þvi veröa kunningjar þlnir til langframa.
Þú lendir i ótrúlegu ævintýri. Sennilega ferðu i
langt ferðalag meö ástvini þinum”.
BAK VIÐ SJÓNVARPSVÉLARNAR
Sex daga vikunnar situr meirihluti þjóbarinnar
meira og minna framan við sjónvarpstækin, og
þeir, sem oftast birtast á skjánum, eru nánast
orðnir heimilisvinir. Flestir gera sér þó litla grein
fyrir allri vinnunni, sem liggur á bak við eina út-
sendingu, og öllum þeim fjölda starfsmanna, sem
við sögu koma. Sumra er getið I lok þátta, aörir
eru nafnlaustir með öllu i augum áhorfenda. Vik-
an brá sér niöur I sjónvarp einn daginn og tók
nokkrar myndir til þess að gefa lesendum sínum
örlitla hugmynd um, hvað gerist á bak við sjón-
varpsvélarnar. Sjá næstu Viku.
ÉG ER BARA MANNESKJA
Ofter þvi haldið fram, að Joan Baez sé ekki trygg
og trú föðurlandi sinu, Bandarikjunum. ,,Það er
hárrétt”, segir hún. „Ég er ekki dyggur banda-
riskur þegn. Ég er bara manneskja og hef ekki á-
huga á öðru en manneskjum”. Þannig segir m.a. i
grein um visnasöngkonuna frægu Joan Baez, sem
birtist i næsta blaði. En Joan Baez er ekki aöeins
fræg fyrir visnasönginn, heldur einnig og ekki sið-
ur fyrir pólitiskar skoðanir sinar og bardagahug
sinn, sem leynir sér ekki, hvar sem hún kemur
fram.
SIGAUNADROTTNING SEGIR FRÁ
1 Noregi hafast við i kringum tiu þúsund slgaunar,
og fæstir hafa þeir fastan samastað, heldur flakka'
þeir um eins og sigauna er háttur. Meðal þeirra er
sigaunadrottningin Marie Lovinie Oliversen, en i
næsta blaði má lesa frásögn hennar af kjörum si-
gauna og viðburðariku flökkullfi sinu. Hún lýsir
m.a. slagsmálum slnum við jafnöldru slna og vin-
konu, sem enduðu meö hnlfsstungu, en deilan reis
út af pilti, sem báðar vildu dansa viö. Þær viröast
vera blóöheitar, sigaunastúlkurnar.
HANDAN VIÐ VEGGINN
„Ég var á leiöinni fram að dyrum, þegar ég
heyrði fyrsta greiniléga hljóöið. Þaö var eins kon-
ar hvinur handan við frönsku gluggana. Ég stans-
aði og sneri við, og I þvi heyrði ég sama hljóöið
aftur og einnig veikt hálfkæft óp frá glugganum
hinum megin. Ég gekk aftur á bak fram I ganginn,
æddi inn I eldhúsið og kveikti öll ljós. Hjartað
barðist, sem mest það mátti, og eyrun voru
sperrt”. Þessistutta tilvitnup ætti að nægja til aö
sanna, að enginn verður svikinn af smásögunni
Hándan við vegginn eftir Diana Cooper, sem birt-
ist I næsta blaöi.
VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða-
menn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Þórdís Arnadóttir. Útlits-
teikning: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Sigurgeir Sigurjónsson.
Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og
dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu
kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða
2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrir-
fram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst.
Vikan
BLS. GREINAR
3 Demantar.
33 Stjörnuhvelfingar. VI. grein Birg-
is Bjarnasonar um stjörnufræði.
VIÐTOL:
26 Uppá marga fiska. Sagt frá heim-
sókn til Grindavíkur og viðtöl við
Tómas Þorvaldsson útgerðar-
mann, Guðveigu Sigurðardóttur
formann Kvenfélags Grindavík-
ur, Björgvin Gunnarsson- skip-
stjóra og útgerðarmann, Gunnar
Tómasson formann Ungmennafé-
lags Grindavíkur, Fjólu Jóelsdótt-
ur stöðvarstjóra Pósts og síma,
Guðmund Jóhann Kristjánsson
verkstjóra, Ingibjörgu Þórarins-
dóttur starfsstúlku í frystihúsi og
Helgu Þórarinsdóttur, sem séð
hefur Grindavík breytast úr lítilli
verstöð í blómlegan útgerðarbæ.
SoGUR:
16 Gatsby hinn mikli, framhalds-
saga, fjórtándi hluti.
34 Ovænt örlög, f ramhaldssaga, ní-
undi hluti.
YMISLEGT:
10 Póstur.
12 Dauðadans í Iðnó.
14 Á f jórum hjólum. Bílaþáttur í um-
sjá Árna Árnasonar.
20 3m — músík með meiru í umsjá
Edvards Sverrissonar. Úrslit vin-
sældakosningar.
22 Hvað er á spólunum? Flugránið í
Gamla bíói.
24 Svolítið um sjónvarp. Dagskrá og
ef niskynning.
36 Stjörnuspá.
40 Krossgáta.
41 Prins Valiant.
42 Bolluuppskriftir í Eldhúsi Vikunn
ar.
44 Draumakortið.
46 Einfalt föndur.
6. TBL. VIKAN 9