Vikan

Issue

Vikan - 06.02.1975, Page 10

Vikan - 06.02.1975, Page 10
DQsturinn Fyrsta Vikan Agæti Póstur! Ég hef aldrei skrifaö þér áöur. 1. Hvað er Vikan gömul? Hvaða ár var hún stofnuö og hvaöa mánaöardag? 2. Hvenær átt þú afmæli, hvaöa ár ert þú fæddur; og hvaö heitir þú? 3. Mig iangar i Vikurnar meö Súperstar og Eyjagosinu, þegar húsin keyröu á hvert annað, og lika langar mig i blaöiö meö Birgi Isleifi. 4. Veist þú, hvaö ég heiti og hvaö ég er gamall? 5. Hvaö lestu úr skriftinni minni, og hvernig finnst þér hún? AgústÞ. Höskuldsson 1. 1. tölublaö Vikunnar kom út 17. nóvember 1938. 2. Pósturinn hóf göngu sina I 29. tölublaði Vikunnar, sem út kom 17. júll 1941. 3. I 11. tölublaði 1973 var fjallaö um uppfærslu Leikfélags Reykja- vlkur á Súperstar. Við sögðum frá Eyjagosinu I 5. og 6. tbl. 1973, og viötalið við Birgi isleif Gunnarsson birtist i 15. tbl. Hafðu samband við afgreiðslu Vikunnar i Siðumúla 12 til þess að fá þessi tölublöð. 4. Ég giska á, að þú heitir Agúst Þ. Höskuldsson og sért 12 ára. 5. Þú þarft endilega að reyna aö skrifa betur, og þegar þú hefur æft þig vel, skaltu skrifa mér aftur, og þá skal ég reyna að lesa úr skriftinni þinni. Bókband Kæri Póstur! bað er eins gott aö koma sér beint að efninu. Mig langar að spyrja þig, hvert ég á að snúa mér, ef mig langar að vinna utan landsteinanna. Hvaö þarf maöur að vera gamall til þess aö hafa mesta möguleika á þvi aö fá vinnu úti? Hvað þarf ég aö hafa mikla menntun til aö geta hafið nám i bókbandi i iðnskólanum? Eru miklir möguleikar fyrir kon- ur i þessari iðn? Þakka fyrir allt þaö góöa i Vikunni. Meö fyrir- fram þökk fyrir birtinguna. Ein spurul. Þér er best aö safna þér ögn af árum og reynslu, áður en þú legg- ur I atvinnuleit utan landstein- anna. En þegar þú hefur ákveðið, hvaða land þú vilt helst heim- sækja og hvaða störf koma til greina, skaltu hafa samband viö scndiráð viökomandi lands og leita þar eftir aöstoð. Þú þarft að hafa lokið gagnfræðaprófi, og siðan tekur námið fjögur ár á verkstæði og i iönskóla. Konur eiga að hafa jafn mikla mögu- leika og karlar I þessari iðngrein. Heimavist Sæll Póstur! Viltu vera svo vænn aö svara spurningum, sem mér eru hjart- fólgnar. Mig langar svo að vita allt um þaö, hvernig hægt er aö komast I heimavist. Hvenær og hvernig á aö sækja um? Hringja eöa senda skriflega umsókn? Þarf ég aö hafa sérstaka einkunn upp úr öörum bekk til þess aö komast I landspróf? Mig langar nefnilega út á land I skóla, þvl þegar einu vinirnir minir eru búnir aö reyna, vilja þeir ekki koma aftur. Getur þú ráöiö eitt- hvaö úr skriftinni og undir hvaöa stjörnumerki ég er fædd? Ég læt ekki neinn segul fylgja meö, þvl annars kemst þetta I gylltu rusla- fötuna, ef hún er meö segul. Með bjarta von um birtingu. Ég bið eftir póstinum, sem ber út. Vonlaus Þú verður auövitað fyrst að gera þér grein fyrir þvi, hvaöa skóla þig langar helst til að dvelj- ast i. E.t.v. koma fleiri en cinn staður til greina. Þú skalt skrifa skólastjórum viökomandi skóla og óska eftir upplýsingum um möguleika á inngöngu næsta vet- ur, kostnað og hvað eina, sem þú vilt vita. Ef þér liggur mikið á, geturöu lika hringt. Gerðu þetta sem fyrst, svo að þú sért örugg með að komast að næsta vetur. Skriftin bendir til þess, að þú gefist ekki upp, fyrr en i fuíla hnefana, ef þér dettur eitthvað i hug. Dieselvéi Heill og sæll kæri Póstur! bað er oft gaman að lesa þaö efni og spurningar, sem fyrir þig eru lagðar. Hvillkt efni, sem fólk fjallar um: ,,A ég aö leyfa honum þaö? — A ég aö nota pill- una? — Hvernig fara þessi og þessi merki saman?” og margt enn furöulegra. En þaö, sem mig vanhagar um, er bók um diesel- vél, hvernig hún verkar, þar sem farið er ýtarlega I hvern og einn vélarhlut og hlutverk hans. Æski- legt væri, að hún væri á íslensku. Ég er nefnilega búin að leita mik- iö fyrir mér I verslunum. Og spurningin er, hvar get ég nálgast hana? Og svo aö ég spyrji eins og hinir: Hvernig erskriftin, og séröu nokkuö út úr henni? Ég vona, aö þetta birtist. Meö þakklæti, S.G. Það er ánægjulegt, að þú skulir hafa svona gaman af Póstinum, hann á nú einmitt að vera bæði til gagns og gamans. Vélskólinn er rétti aðilinn að snúa sér til i sam- bandi við fróðleik um hvers konar vélar. Þú fcngir sem sagt bestar ► i 10 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.