Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.02.1975, Qupperneq 13

Vikan - 06.02.1975, Qupperneq 13
DAUÐA DANS IlÐNÓ Þegar á reynir, leitar Allsa trausts hjá eiginmanni sinum. llelga og Gisli. Um jólaleytiö frumsýndi Leik- félag Reykjavikur Dauöadans- inn, sem ýmsir telja mesta sjón- leik sænska skáldjöfursins Augusts Strindberg. Sýningin hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda og leikhúsgesta og gengur væntanlega út þetta leik- ár. August Strindberg fæddist i Stokkhólmi árið 1849. Mörg merkileg ritverk liggja eftir hann, en Dauðadans skrifaði hann um aldamótin, þá nýskilinn við aðra konu sina og skömmu áð- ur en hann kvæntist þeirri þriðju. Hann var þá mikið samvistum við systur sina og mág, sem áttu i hjúskaparörðugleikum eftir 25 ára sambúö og höfðu reyndar lengi verið i skilnaðarhugleiöing- um. Hjónin i Dauðadansi eru ein- mitt farin að hugsa til silfurbrúð- kaupsins. Strindberg varð sjálfur aldrei hamingjusamur i einkalifi. Hann var mjög hrifnæmur, vænti mik- ils af öllum og barðist stöðugt við vonbrigöi, sem hann kenndi um- hverfinu. 011 þrjú hjónabönd hans fóru út um þúfur. Helstu meist- araverk hans eru lýsingar á kvöl- um hjónabandsins, og ekki ber hann konum vel söguna, þvi oft- ast eru það þær, sem kvelja og einskis svifast til að knésetja eig- inmanninn. I Dauðadansi er hins vegar um að ræða botnlaust gagnkvæmt hatur og vélráö beggja. Dauöadans var sýndur i Iðnó árið 1948 sem gestaleikur frá Konunglega leikhúsinu I Kaup- mannahöfn. Hlutverk Alisu og höfuðsmannsins voru þá i höndum Onnu Borg og Pouls Reumert, en Mogens Wieth lék Kúrt. Gisli Halldórsson leikur Eögar höfuösmann i sýningu Leikfélags- ins nú. Helga Bachmann fer með hlutverk Alisu, og Þorsteinn Gunnarsson leikur Kúrt sóttvarn- arstjóra. Þóra Borg leikur gamla konu, og Asdis Skúladóttir leikur Jenný þjónustustúlku. Helgi Hálfdanarson hefur þýtt Dauðadans, leikstjórn annast Helgi Skúlason, leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson, Magnús Ax- elsson sér um lýsingu, og búning- ar eru eftir Steinþór og Björgu ísaksdóttur. Höfuðsmannshjónin stytta sér dauflegar stundir I kastaiaviginu með spilamennsku. Helga og Gisli. Eðgar horfir hreykinn á blómvöndinn frá yfirmanni sinum. Helga, Þorsteinn og Gisli.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.