Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 06.02.1975, Blaðsíða 17
trjálaufiö, fundið til skjálfta við tilhugsunina um hve einskis nýtt hjóm hver rós er og hve hörkulegt skin sólarinnar var á nýgræöirigi haustsins. Nýr heimur mun hafa birzt honum, efniskenndur, en svo óraunverulegur eigi að siður, heimur fullur af vesælum vofum, sem áttu drauma eina fyrir lifs- anda og læddust ruglaðar um i blekkingu sinni... ekki ólikt þeirri öskugráu furðuveru, sem á þess- ari stundu læddist að honum sjálfum I skjóli af laufvana trjám. Bilstjórinn, — hann var einn af skjólstæöingum Wolfshiem, — heyröi skothvellina. Seinna gat hann ekki gefið aðra skýringu en þá að hann hefði ekki gefið þeim mikinn gaum. Ég ók beina leið heim til Gatsby frá brgutarstöð- inni og komst að raun um að eng- inn hafði talið neitt athugavert á seyði, fyrr en ég hljóp upp þrepin. En ég er fullviss um að á samri stundu varð þeim það ljóst. Næst- um án þess að orð væri sagt hlup- um við fjórir af stað, bflstjórinn, þjónninn, garðyrkjumaðurinn og ég og flýttum okkur i átt að sund- lauginni. örlitil hreyfing varð greind á yfirboröi hennar, vegna streymis vatnsins, sém rann út viö annan endann, en endurnýjaðist við hinn. Flotsængin hreyfðist ögn til á þessum gárum, svo smáum að vart mátti kalla þær visi að öldu- hreyfingu og bar hana hægt nið- ur laugina með byrði sina. Litill vindsveipur, sem ekki náöi að hrófla við vatnsborðinu hið minnsta, reyndist þó þess um- kominn að breyta tilviljunar- kenndri stefnu hennar og hins til- viljunarkennda farms hennar. Hún rakst á litinn flota af sölnuðu laufi, sem hún greiddi sundur viö hliö sér og dró út i rauðan grann- an hring, llkan þeim, sem þeir merkja tollskyldu vöruna með. Viö vorum lagðir af stað með Gatsby i átt til hússins, þegar garðyrkjumaðurinn rakst á lik Wilsons i grasinu skammt frá og mælir óskapanna var fylltur. Framhaldssaga „Guð veit hvað þú hefur hafzt^að, allt sem þú hefur tekiö þér fyrir hendur. Þú getur leikið á mig, en þú getur ekki leikið á Guð!” Michaelis stóð aö baki honum og brá i brún, þegar hann varð þess var að Wilson horföi I augu Dr. T.J. Eckleburgs, sem nú voru rétt komin I ljós út úr nóttinni, dauðaföl og ógnandi. — Guð sér allt, áréttaöi Wilson. — En þetta er bara auglýsing, fullvissaði Michaelis hann um. Af einhverjum orsökum sneri hann sér þó frá glugganum og leit aftur fyrir sig. En Wilson stóö þarna langa stund, meö andlitið þétt upp við gluggarúöuna og kinkaði kolli i morgunsklmunni. — 0 — Klukkan sex um morguninn var Michaelis yfirkominn, og hann var forsjóninni þakklátur, þegar hann heyrði bil stanza fyrir utan. Það var einn vökumannanna frá kvöldinu áður, sem lofaö hafði að koma aftur, svo hann tilreiddi morgunverö handa þremur, sem hann og sá nýkomni neyttu sam- an. Wilson var nú rórri og Micha- elis fór heim til sin að sofa. Þegar hann vaknaði fjórum stundum seinna og hraðaði sér á ný út i bilaskýliö var Wilson horfinn. Feröir hans, — hann var gang- andi allan timann — voru siðan raktar til Port Roosevelt og það- an til Gad’s Hill, en þar keypti hann sér samloku, sem hann ekki át, og kaffibolla. Hann hlýtur að hafa verið þreyttur og þvi farið sér hægt, þvi ekki kom hann til Gad’s Hill, fyrr en um hádegi. Fram til þess tima var þannig engum vandkvæöum bundiö aö geta sér til um athafnir hans, — einhverjir drengir höföu séð mann sem virtist „hálf-vitlaus” stara á óvenjulegan hátt á bila þá, sem fram hjá óku. En þá tóku viö þrjár klukkustundir, sem eng- ar spurnir var af honum að hafa. Með að visa til þess, sem hann hafði sagt Michaelis, að hann „þekkti ráð til að komast að þvi”, gerði lögreglan ráð fyrir að hann hefði gengið frá einni benzinstöð til annarar og spurzt fyrir um gulan bil. Hins vegar hafðist ekki uppi á neinum benzinafgreiðslu- manni, sem haföi séö hann, svo telja varð mögulegt að honum heföu veriö auðveldari og greið- ari leiðir kunnar að marki sinu. Klukkan hálf þrjú var hann að Vestra Eggi, þar sem hann spurði einhvern til vegar að heimili Gatsby. Þvi var augljóst að hann þekkti Gatsby með nafni, þegar þar var komið sögu. — 0 — Klukkan tvö klæddist Gatsby baöfötum og gaf þjóninum fyrir- mæli um að ef einhver hringdi, skyldi sér gert aðvart. Hann fór inn I bilskúrinn og sótti þangaö vindsæng, sem gestir hans höfðu leikiö sér að um sumarið, og bfl- stjórinn aðstoðaði hann við að blása hana út. Þá skipaöi hann að bflinn mætti ekki hreyfa úr bil- skúrnum undir neinum kringum- stæðum, — þetta þótti undarlega fyrir lagt, þvi hægri hjólhlifin þarfnaðist viðgerðar. Gatsby tók vindsængina á herð- ar sér og lagði af staö til sund- laugarinnar. Hann stanzaöi einu sinni á leiðinni, til að fá hentugra tak . á sænginni og bflstjórinn spuröi hvort hann þarfnaöist hjálpar. En hann hristi aðeins höfuöiö og hvarf andartaki seinna á milli trjáa. Engin simboö bárust, en þjónn- inn neitaði sér um miðdegislúr- inn, til að taka við þeim. Hann beið til klukkan fjögur, — eða þar til löngu eftir að enginn var til aö sinna þeim, þótt svo þau hefðu borizt. Ég er þeirrar skoðunar að i hjarta sinu hafi Gatsby ekki átt von á aö þau kæmu, og ef til vill stóð honum nú á sama. Hafi sú verið raunin, hlýtur hann aö hafa fundiö að hinn gamli ylriki heim- ur hans var honum nú horfinn og að of lengi haföi hann goldið dýru verði fyrir draumsýn eina. Senni- lega hefur hann séð rifa i fram- andlegan himin gegn um sölnandi Málningarvörur (VVCaCcXwuc Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i nýjum húsakynnum aö Grensásvegi 11 — simi 83500. Erum einnig á gamla staönum Bankastræti 7 simi 11496. 6. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.