Vikan - 06.02.1975, Síða 36
<nema að skyldustörf kæmu í veg
fyrir það. HUn var farin að hlakka
til heimsókna hans, en aldrei
minntust þau á Bryne eöa hjóna-
band hennar, nema þegar Philip
spurði hæversklega hvort hún
hefði nokkuð heyrt frá honum.
Hún hristi ávallt höfuðið.
Veörið batnaði með hverjum
degi og nú var komið hásumar,
svo þaö var nauðsynlegt að draga
gluggatjöldin fyrir i öllu húsinu,
meðan heitast var á daginn.
Flora var orðin alveg læs, svo að
Sara fór að snúa sér að frekari
menntun hennar.
Scru fannst kennslustundirnar
skemmtilegasti hluti dagsins,
fyrir utan daglegar heimsóknir
Philips, en hún naut lika þeirra
stunda, þegar hún gat setið i
skugganum og horft á börnin aö
leik.
Lucy var ekki mikill félags-
skapur. Slðan hún losnaði viö
skyldustörfin i sjúkraherberginu,
var hún farin að liggja i leti, fór
seint á fætur og flæktist um hús-
iö, án þess aö geta fundið sér
nokkuð til dundurs. Þar sem hún
gerði ekki neitt, til að hafa ofan af
fyrir sér, fann hún allt að öllu og
kom oft leiöindum af stað og á-
sakaöi Bryne stöðugt um það,
þótt hann væri fjarverandi, aö
þeim skyldi aldrei vera boðið
neins staðar, þar sem eitthvað
var um að vera.
Það reyndi oft á þolinmæði
Söru, að hlusta á þetta nöldur
hennar og að umbera framkomu
hennar. Oft á dag varö hún að
minna sjálfa sig á, að Lucy hafði
staðið sig vel, meðan á sjúkdóms-
legu hennar haföi staðið og að hún
væri nú lika afskipt, ætti enga
jafnaldra kunningja og það hlaut
að taka á svo fjörmikla stúlku
sem Lucy var.
Fréttir frá striðinu bárust dag-
lega til borgarinnar. Það höfðu
orðiö talsverð átök við landamær-
in, bæði viö Niagara og Detroit
árnar, en ekkert alvarlegt skeði
þó, fyrr en bresku hersveitirnar
gerðu árás á Detroit-virkiö.
Sara sat I stól I garðinum með
skemil undir fótum, þegar Philip
kom og sagði henni fréttirnar, að
Detroit virkið heföi veriö tekið.
— En það er ekki allt, sagði
hann og settist i grasið viö hliö
hennar. — Bandarisku hersveit-
irnar hörfuöu frá Dearborn-virk-
inu og voru hreinlega þurrkaðar
út af indlánum.
Hún lokaði augunum andartak,
eins og til aö má þessa mynd úr
huga sér: Hundruðir vopnaðra
indiána, sem börðust undir bresk-
um fána, ákveðnir I að halda
þeim veiöilöndum, sem ennþá
voru ekki i höndum óvinanna.
Hvar var Bryne, i öllum þess-
um ósköpum? Hann hvarf aldrei
úr huga hennar.
— Braggarnir við Newark eru
notaðir sem bráðabirgða sjúkra-
hús, hélt Philip áfram, — en þeir,
sem eru minna særðir og i aftur-
bata, eru sendir hingað til her-
stövarinnar til hjúkrunar. Það er
hræðilegur þessi skortur á
sjúkrahúsi i borginni! Ég hef ver-
ið beöinn um aö hjálpa og ég geri
allt til að koma upp einhverjum
hjálparstöðvum til bráöabirgöa.
— Get ég gert eitthvaö? spurði
Sara áköf. — Það er til svo mikið
af léreftslökum I þessu húsi, ég
gæti sem best látið rista þau niður
i sárabindi.
— Það yrði mikil hjálp, þaö
verður ekki lengi að ganga á þær
birgðir sem fyrir eru.
Svo varð þögn um stund. —
Þú ættir að komast i samband viö
konurnar i borginni til að fá þær
til samvinnu viö þig!
Sara sneri sér snögglega við. —
Þú veist aö hingað vill enginn
koma, sagði hún lágt, stóö upp úr
stólnum og gekk nokkur skref á-
fram.
Philip gekk á eftir henni og
greip i hana til að snúa henni að
sér.
— Þá veröur þú aö gera eitt-
hvað til aö það breytist. Þú ert
búin að ná fullri heilsu og þú hefur
ekki gott af þvi, að vera svona
mikið ein. Þú ert ensk, meira aö
segja fædd i Englandi, það getur
enginn efast um föðurlandsást
þina. Ef þú heföir verið annars
hugar, þá heföir þú fariö með
Bryne I burtu. Sendu þeim
einhver boösbréf. Ég hugsa aö þú
verðir ekkert vonsvikin yfir við-
brögðunum.
Það birti yfir ásjónu hennar. —
Þú gerir mér glatt i geöi. Það
væri lika gott fyrir Lucy, aö fá
eitthvað til aö hugsa um. Hún er i
mikilli þörf fyrir einhvern félags-
skap.
— Ég er nú aö hugsa um þig,
ekki hana, svaraöihann. — Þú ert
harðplast.
Ný áferð, nýr blær, sænsk vara í sérflokki,
sterkasta eldhúsharðplastið- og fallegasta.
Harðviðarsalan sf.
Grensásvegi 5, Reykjavík sími 85005 & 85006.
Krahba-
merkift
Hrúts
merkiö
21. marz —
20. aprll
Þú sökkvir þér niður I
vinnu, þegar vanda-
málin heima fyrir
vaxa þér yfir höfuð.
Athugaðu, að það er
engin lausn á vandan-
um, aðeins flótti og
býður einungis heim
fleiri og torleystari
vandamálum.
Nauts-
merkið
21. april —
21. mai
Reyndu að finna svar
viö spurningunum,
sem á þig leita. Þú
finnur svörin á endan-
um, þó að þér reynist
kannski erfitt að átta
þig á þeim. Þau er
nefnilega aö finna, þar
sem þér datt sist i hug.
Tvibura-
merkið
22. mai —
21. júni
Þú kemst ekki upp
með það að slá slöku
við vinnuna og það
veitir þér héldur enga
ánægju. Taktu þig á.
Vertu þakklátur öllum
þeim, sem segja þér
til.
22. júni —
23. júli
Þú hefur svo mikiö að
gera, aö þú sérö á eng-
an hátt fram úr þvi.
Þegar eitt verkefni er
leyst, biöur þin annaö.
Taktu þér fri I eins og
einn dag. Þú þarft svo
sannarlega á þvi að
halda.
Ljóns
merkið
24. júil
24. ágúst
Misstu ekki móðinn,
þó að eitthvað bjáti á á
vinnustað. Þú hefur I
fullu tré viö vandann,
sem þú þarft að kljást
við, og þarft ekki að
bera neinn kviðboga
fyrir framtiðinni.
Meyjar
merkið
24. ágúst —
23. sept.
Þú brýtur allar brýr
að baki þér og hverfur
frá kyrrlátu starfi i
annað, þar sem alltaf
er mikið um aö vera.
Og þú stendur þig
miklu betur en þú
þorðir að gera þér
vonir um.
36 VIKAN 6. TBL.