Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.02.1975, Side 38

Vikan - 06.02.1975, Side 38
— Þti veröur I vándræðum meö hjúkrunarkonur, þegar þar aö kemur, sagöi Sara, sem hallaöi sér upp að tré og spennti greipar. — Ég skal hjálpa til, ef þörf kref- ur. — Ég er þakklátur fyrir það, en þú þarft nú aö fara varlega fyrsta kastiö, meðan brotiö er að jafna sig. Þú mátt að minnsta kosti ekki lyfta neinu þungu. Hann ýtti aftur viö rólunni, svo hún fór á fleygi- ferö og pilsin sveifluðust um fæt- ur Lucy. — Það eru sjúkraliðar i herstööinni, en þeir geta ekki annað miklu, þegar við fáum heil- an skipsfarm af særöum mönn- um. En sem betur fer, hafa marg- ar konur I York, látiö skrá sig sem sjálfboöaliöa. — Settu nafn mitt á þann lista, sagöi Lucy og spyrnti viö, til.aö stööva róluna. Sara opnaði munn- inn til að mótmæla, en snöggt augnatillit Philips þaggaöi niöur i henni. Hann greip um rólukaðl- ana, til aö stöðva alveg róluna og horföi beint framan i Lucy. ■ — Hvað helduröu aö þú getir gert? spuröi hann. — Sett blóm viö sjúkrabeð þeirra særöu? Haldiö i hendur þeirra til huggun- ar? Heldurðu að þaö verði ekki erfiöara en aö hjúkra Söru? — Ég veit hvað ég er aö segja, sagöi Lucy, og baröi hnefunum á hné sér. — Ég veit aö það veröur blóölykt og alls konar óþefur! Ég hef heyrt gamalt fólk tala um vig- velli. Ég er enginn asni! Ég get þvegiö sjúklingum, skipt um sára- umbúöir, ég get llka hjálpað þeim til aö skrifa ættingjunum. Já, og haldið i hendur þeirra, meðan þeir eru að deyja! Philip var alvarlegur á svip og horföi fast á hana. — Ég veit að þú getur þetta allt og meira til. Lucy stökk upp úr rólunni og greip um jakkalöf Philips. — Er þér alvara? Ef þú vissir hve hundleið ég er orðin á þessu letilifi! Ég hafði svolítið um að hugsa, meðan ég hjúkraði Söru, en siöan hún er komin á kreik, eru dagarnir óendanlegir. Ég hélt að ég kynni þessu letilifi vel, þegar ég losnaði úr skólanum, en sú hefur sannarlega ekki oröið raun- in. Ég hata þetta líf! — Það er ósköp skiljanlegt, sagði Philip fullur samúðar. — Ef þú vilt koma með mér heim núna, þá get ég lánað þér nokkrar bæk- ur. svo þú getir lesið þér eitthvaö til um starfiö. Hún hikaöi ekki. — Við skulum þá koma strax! Ég hleyp inn og næ mér i hatt! Sara horfði á eftir henni, þegar hún þaut i gegnum garöinn. — Ertu viss um að þetta sé hyggilegt? spurði hún. — Ef þessari stúlku verður ekki fljótlega fengið eitthvert verkefni, þáendarþað með þvi, að hún hleypur i fangið á fyrsta manni, sem verður á leið hennar, eða gerir eitthvað álika bjána- legt, Hún er alveg komin að þvi að springa! Sara kinkaði kolli, hún skildi hvað hann var að fara. En hvernjg myndi Lucy snúast við þessu. Hafði hún þrek til að horf- ast i augu við þann hrylling, sem i vændum var? Það var eins og Philip læsi hugsanir hennar. — Lucy þarf að komast i snertingu við lifið, það er einfalt mál. Ég hef þá trú, að hún reynist vel, þegar á hólminn kemur. Þau gengu út að hliðinu, en þá tók hann aftur til við aö tala um hjóúaband hennar. Athugaðu vandlega hvað þú ert að gera, Sara, sagði hann hljóölátlega. — Ég hef svo oft séð illa fara fyrir fólki, sem er bundiö slikum böndum og þú ert. Ég vil þér eingöngu það besta, þvf verð- urðu að trúa. Aður en Sara gat svarað, kom Lucy þjótandi til þeirra og kall- aði: — Ég er reiðubúin, Manning læknir! Klukkustundu sfðar kom Lucy heim, meö fangið fullt af bókum og settist við lestur, það sem eftir var dags. Við kvöldverðarboðið var hún hljóðlát og hugsandi og borðaöi litið sem ekkert. athöfnum fylgir áhætta ÚTGERÐARMENN! Við bjóðum ykkur allar vátryggingar, sem þið þarfnist fyrir útgerðina, svo sem: Kaskótryggingar Brunatryggingar Interessutryggingar Nótatryggingar Ábyrgðartryggingar Farangurstryggingar skipverja Slysatryggingar Afla- og veiðafæratryggingar. Aratuga reynsla tryggir betri þjónustu. SJÓVÁ INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK SlMI 11700 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT m 38 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.