Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 30
ráðagerð. varð hún heldur upplits- djarfari. Hún hafði gert morgun- verðinum góð skil. og er hún renndi niður síðustu munnfylli af búðingn- um leið henni mun betur. Föt hcnnar voru orðin þurr. Hlýjan og næringin hafði mýkt vöðva hennar, sem höfðu orðið kaldir og stífir eftir margra klukkustunda reið. Þægileg værð færðist yfir hana, og augnalokin tóku að síga. En allt í einu rétti hún úr sér, og hún varð glaðvakandi. Maður gekk inn í stofuna, en hann hafði komið niður stiga, er lá upp á loft, þar sem svefnherbergi gestanna voru. Komumaður var hávaxinn, horað- ur og mjög Ijótur. Andlitið var grá- myglulegt og brjóstkassinn innfall- inn. Hann var um fimmtugt, en leit út fyrir að vera helmingi eldri, enda var heilsu hans greinilega farið að hraka. Tveir þjónar komu fast á hæla honum og snerust í kringum hann rétt eins og þjónalið á finni heimilum, sem var ætlað það hlut- verk að vera stöðugt til reiðu, er húsbóndinn kallaði. Föt hans voru löngu komin úr tísku. Rauðhælaðir skór, stutt hárkolla og þrístrendur hattur bentu til þess, að hann væri útflytjandi, sem hann raunar var. Marianne þekkti hann. Daginn áður hafði hann verið í brúðkaupi hennar ásamt Talleyrand-Perigord. Þetta var hertoginn af Avaray, trúnaðar- maður og vildarvinur Loðvíks 18., eins konar Castor við hlið Pollux, eða atvinnulaus Sully að bíða síns Hinriks 4. Athöfnin í gær hafði verið trufluð oftar en einu sinni vegna hósta- kasta hertogans, og hann var enn hóstandi núna, er hann gekk hægt í gegnum kaffistofu gistihússins. Það var ekkert leyndarmál, að hertoginn af Avaray var að deyja úr berklum. Hann settist þunglamalega niður við borð nálægt Marianne, en hann virtist ekki sjá hana. Við þetta sama borð sat miðaldra maður, sem var greinilega embættismaður. Hann reis á fætur. Orðaskipti þeirra fengu Marianne til þess að leggja við hlustirnar. Hertoginn ýtti frá sér rjúkandi kálfakjötsrétti, sem hafði verið settur fyrir framan hann, og fyrirlitningin leyndi sér ekki. I stað þess sötraði hann te og dæsti. ,Jæja, kæri biskup, hafið þér útvegað mér skip?” ,Já, yðar náð, með miklum harmkvælum tókst mér að hafa upp á einu,” svaraði maðurinn og talaði með sterkum velskum hreim. Skip- stjórinn er raunar réttur og sléttur smyglari, portúgali, en skipið er ágætlega sjófært og hentugt. Hann hefur fallist á að flytja yður til Madeira. Við munum sigla með flóðinu í nótt.” Krahba- merkið Hrúts merkib 21. marz — 20. aprll Árið virðist ætla að verða fremur ánægju- lcgt, cf dæma má eftir ágætri byrjun. Það er að vlsu þitt að ákvcða á hvern hátt þú vilt nýta þau tækifæri, sem bjóðast. Hafðu hcmil á þínu neikvæða hug- arfari gagnvart því óþckkta. Nauts- merkid 21. april — 21. mai Mcðfætt ímyndunarafl’ þitt blómstrar um þcssar mundir. Óvænt- ir atburðir fara þó fram úr þínum djörfustu dagdraumum, nú er bara að grípa gæsina mcðan hún gcfst. Eyddu ckki of löngum tíma í umhugsun. Tvibura- merkilk 22. mai — 21. jiinl Reyndu að byggja upp líf þitt frá alveg nýjum sjónarhóli. Þér hættir um of til að skjóta þér á bak við þá staðreynd, að sannlcikurinn er ekki alltaf það besta, minnstu þess, að ekkert cr fengið við að stinga höfðinu í sand- inn. 22. júnl — 23. jlill Þú hefur lengi þráð einhvern til að hugsa um, einhvern sem þarfnast þin. Þér er cinkar lagið að létta áhyggjum af annarra herðum. Gerðu þér Ijóst, að I mörgum tilfellum gctur enginn utanaðkomandi hjálp- að, þrátt fyrir góðan vilja. Ljóns merkib 24. júll — 24. ágúst Ljón elska að baða sig í aðdáun annarra. Til þess að það geti orðið leggja þau meira á sig en nokkur annar. Hins vegar vill það oft glcymast, að allri frægð fylgir ókostir, til dæmis illt umtal, sem ljón eru mjög viðkvæm fyrir. Meyjar merkiö 24. ágúst — 23. sept. Þú hefur höfuðið fullt af nýjum og ferskum hugmyndum. Hins vegar gengur þér mjög illa að koma þeim á framfæri. Hertu þig upp, það er ræfilslegt að láta undan tíma- bundinni feimni. Ef feimninni er einu sinni vísað á bug, er sigurinn vís. 30 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.