Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 40
'I FOKHELDU HÚSI.
Kæri draumráðningaþáttur!
Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, er
mig dreymdi ekki alls fyrir löngu, en hann situr óvenju-
lega fast í huga mér.
Það var síðla dags, að ég og bróðir minn, sem er
þremur árum yngri en ég, komum að stóru, ómáluðu
húsi á nokkrum hæóum. Svo leit út sem húsið væri
rétt nýlega fokhelt. Þegar við komum inn á fyrstu
hæðina, blasti við okkur stór, ómálaður salur með súlum
hér og þar, og stigi í horninu hægra megin. Er við
komum upp á aðra hæö, var verið að pynda mann þar.
Eftir því sem við fórum hærra í húsinu, urðu pynding-
arnar ógeðslegri. Mér var farið að líða illa, svo bróðir
minn skaut mig. Ég horfði þarna á sjálfa mig drepna.
Bróðir minn kom ekki meira við sögu.
Ég gekk niður aftur, og þegar ég kom aftur á fyrstu
hæð, var gólfið allt þakið síld, og nokkrar manneskjur
voru að sópa síldinni um gólfið. Þegar ég kem, fær
fólkið sér sæti á trébekk, sem þarna var. Ég fæ mér
sæti við hlið þeirra, og segi við fólkið: Þið eruð bara
að vinna í síld. Já, já, það er mikið að gera, segir það.
Þá segir einn strákurinn við mig: Þú hefur aldrei séó
svona síld, og dregur upp stóra síld á stærð við stór-
eflisþorsk. Nei, segi ég. Hún er líka veidd í Danmörku.
Ég segi nú fólkinu, að bróðir minn hafi drepið
mig áðan, og sagði því, að mér þættu dálítið mikil
læti hér. Þá sagði fólkið, að allir væru brjálaðir
þarna inni. I þeim svifurh kom maður hlaupandi niður
stigann og hljóp hann beint út. Þá vaknaði ég.
Ég vona, kæri draumráðandi, að þú birtir þennan
draum og ráðir hann.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Urta.
Þessi draumur þinn er fyrir langlífi og góðri fjárhags-
legri afkomu, en hitt er annað að vera kann, að þú
verðir svolítið einmana á stundum.
Á GANGI EFTIR VEGI.
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi nýlega tvo drauma, sem mig langar mikið
til að fá ráðna.
Sá fyrri var svona:
Ég og góð vinkona mín héldum báðar á ferðatöskum.
Við vorum á gangi eftir sveitavegi, sem ég kannast
mjög vel við. Allt í einu varó okkur litið til hægri. Þar
er á í raunveruleikanum, en í draumnum var þar komin
einhvers konar drulla. Við drulluna stóð hvítur fólks-
vagn og í honum sátu karl og kona. Þau ætluðu að reyna
að komast yfir ána, en það var auðsýnilega ekki hægt.
Við rukum niður að ánni (drullunni) og hjálpuðum
fólkinu. Það var eitthvað að tala við okkur, en svo
vaknaði ég, án þess að draumurinn yrði lengri.
Síðari draumurinn var á þessa leið:
Síminn hringdi og ég fór í símann. I símanum var vinur
minn, sem ég hef lengi verið að vonast eftir að hringdi.
Við vorum bæði voða kát og glöð. Allt í einu slitnaði
sambandið, og ég reyndi að hringja til hans aftur.
Með innilegri von um ráðningu.
Snúlla.
Fyrri draumurinn er fyrir óvæntu fjárhagslegu happi,
en sá síðari fyrir óvæntum tíðindum ________ gæti raunar
verið fyrir hinu sama og sá fyrri.
BRÚÐKAUP.
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að ráða eftirfarandi draum.
Mér fannst ég vera að gifta mig. Mér fannst ég ganga
inn kirkjugólfið upp að altarinu. Ég var í hvítum, mjög
fallegum brúðarkjól. Kirkjan var troðfull af fólki.
Síðan veit ég ekki af mér' fyrr en ég stend fyrir
utan kirkjuna. Var ég komin með mjög fallegan gullhring
og snúru — hringurinn var með rauðum steinum. Mér
fannst ég vera að athuga, hvort hringurinn færi ekki
vel á fingrinum, og dást að honum í leiðinni. I því
verður mér litið upp og sé þá strákinn, sem ég er með
á föstu, aka framhjá í bíl. Horfði hann mjög dapur á
mig — mér fannst það vera af því að ég var gift
öðrum en honum. Þá fannst mér það renna upp fyrir mér,
að ég elskaði aðeins hann, en ekki manninn, sem
ég var að giftast. Ég tók hringinn af mér og
ákvað að fá skilnað. Þá sá ég, að fingurinn hefur soðnað
undan hringnum. Ég fór að nudda fingurinn, og í því
vaknaði ég. ■
Með fyrirframþökk fyrir ráðninguna.
Dödda.
Að öllum líkindum er þessi draumur þegar komin fram
hefur ræst í einhverri umgangspest, líklega slæmum
uppköstum, sem þú hefur fengið mjög fljótlega eftir að
þig dreymdi þennan draum. Þú hefur verið alllengi að
ná þér eftir krankleikann og ættir að fara varlega næstu
mánuðina.
Forðaðu þér maður, ég var að finna upp eldinn.