Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 11
í NÆSTU VIKU ALLT MANNKYNIÐ AÐ „EINU BJÁNAÞORPI” ,,I gamla daga var öll tónlist miðuð við það að taka þátt I henni. Þessi árátta að sitja og hlusta er nýkomin til sögunnar með grammófóninum, útvarpinu og sjónvarpinu. Og ég segi þér satt, að þótt fjandinn sjálfur hefði tekið sig til, hefði hann aldrei fundið upp djöfullegra tæki mannkyninu til eyðileggingar en sjónvarpið. Allir sjá það sama, hugsa það sama — allt mannkynið verður að ,,einu bjánaþorpi”. Já, Ragnar H. Ragnar skólastjóri Tón- listarskólans á Isafirði er ekkert að skafa utan af hlutunum. Og hann segir margt fleira hressilegt í viðtal- inu, sem birtist við hann í næstu Viku. 7.396.156 SENDINGAR. Árið 1974 voru bornar út sjö milljón þrjú hundruð níutíu og sex þúsund sendingar I pósti I Reykja- vík. Samtals vógu sendingarnar á að giska 111 tonn. Allan þennan póst báru 82 manns út, 65 konur og 17 karlmenn. Við vitum öll, hve nauðsynleg þjónusta póstþjón- ustan er, og hún kemur meira og minna við sögu hvers manns á næst- um hverjum degi hins daglega lífs. Ekki er þó bréfburður hátt metinn til fjár — bréfberar fá greidd laun samkvæmt 12. launaflokki opin- berra starfsmanna, og byrjunarlaun eru þvl rúmar 50 þúsund krónur. Nýlega fylgdist Vikan með starfi nokkurra bréfbera I Reykjavík, og frásögn og myndir af því má líta I næsta blaði. LOÐSKINN ÚR TILRAUNA- GLASl. Engum flekkóttum villiköttum verður útrýmt vegna loðskinnanna, sem prýða tlskusíðurnar I næsta blaði, því þau verða nefnilega til I tilraunaglösum. Góðar og gildar ástæður liggja á bak við gerviskinna iðnað. Jafnt veiðimenn sem feld- skerar og pelsakaupmenn hafa við- | urkennt, að sala á villikattaskinnum virðist ekki eiga neina framtlð fyrir sér. Hafa þeir einnig bent á, að hlébarðann, jagúarinn, tlgrisdýr- ið og fleiri villiketti verði hreinlega að friða, annars sé hætta á, að þess- ar dýrategundir deyi út. Þcir kjósa heldur að láta tískuiðnaðinn fram- leiða villikattaskinn, sem unnin eru I vefstólum. 4^ HIÐ FULLKOMNA MORÐ. Flestir höfundar sakamálasagna skrifa einhvern'tlma söguna um hiða skrifa einhvern tlma söguna um hið fullkomna morð. Að vlsu láta þeir venjulega eitthvert smáatriði spilla fyrir hinu fullkomna morði, en I þá gröf fellur ekki Vigdis Stokkelien, höfundur smásögunnar, sem birtist I næsta blaði. Þar segir frá ungri konu, sem kemst að þvl, að maður- inn, sem hún hefur veitt ást slna og sem hefur gert henni barnið, sem hún hefur alltaf þráð, er kom- inn I tygi við aðra konu. Hún und- irbýr hið fullkomna morð.... VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Slðumúla 12. Slmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 I ársáskrift. Áskriftarvcrð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 1. tbl. 38. árg. 1. jan. 1976 Verð kr. 250 GREINAR: 14 Enn ein viðurstyggðin á hvlta tjaldinu. 22 Að tjaldabaki I Þjóðleikhúsinu: Kirsuberjatré úr einangrunar- plasti. Fylgst með gerð leik- myndar I Góðu sálina I Sesúan. VIÐTÖL: 2 „Almáttugur, hún er I stígvél- um”. Rætt við Sonju Backman borgarstjórafrú. 6 Vesturför V: I húsmæðraskól- anum Ósk á ísafirði. * SÖGUR: 16 Tvífari Faustinu Crayle. Fyrsti hluti stuttrar framhaldssögu eftir Helen Mc. Cloy. 28 Marianne. Sjötti hluti fram- haldssögu eftir Juliette Benzoni. 38 Strangt varðhald. Kafli úr bók eftir Vilhelm Moberg. * ÝMISLEGT: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 20 I leiðinni. 30 Stjörnuspá. 34 Babbl. Þáttur I umsjá Smára Valgeirssonar. 36 Á fleygiferð. Þáttur I umsjá Árna Bjarnasonar. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar. 44 Nú skal allt glansa og glitra. l.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.