Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 37
Það er öruggt mál, að ef yfirvöld
leyfðu bílaíþróttir, sem stundaðar
væru samkvxmt fullnægjandi
öryggisreglum, og komið yrði upp
aðstöðu til að keppa, til dæmis í
rally-cross eða einhverri álíka grcin,
mundu þeir, sem áhuga hafa á þess-
um málum, fá sína útrás á vissum
afmörkuðum svseðum, þar sem
öryggisreglur væru mjög strangar,
bæði varðandi bíla, braut og áhorf-
endur.
Þó að mörgum þyki þetta glanna-
skapur og telji, að þetta hvetji
fólk til hraðakstrus, þá er þetta
miklu betri lausn heldur en að fólk
keyri eins og villimenn og stundi
kappakstur í almennri umferð, þar
sem vegfarendur geta orðið illilega
fyrir barðinu á þeim.
En nú hugsar þú eflaust, les-
andi góður: Af hverju þurfa menn
endilega að keyra hratt? Áhugi
á bílum og bílaíþróttum, er oftast
kallaður bíladella, og þeir sem
eru með þessa dellu, fá enga útrás,
ef aldrei má fara upp fyrir 70 km.
hraða.
Bílaíþróttin er viðurkennd i flest-
um löndum heims nema á íslandi.
Við skulum þvi vona, að bót verði
á þessu sem fyrst, svo áhugamenn
um þessi mál geti með góðri
samvisku stundað sína íþrótt.
Þessi 125 hestafla V. W. er bor-
aður í 1700 cc og með 2 tvöfalda
48 mm Weber blöndunga. Felg-
urnar eru afPorsche.
Þessi fékk 1. verðlaun á bílasýn-
ingu í Bandaríkjunum. Svona V. W
mundi varla henta vel á lslandi.
Baja Bug kalla þeir V. W. þegar
búið er að breyta honum svona.
Hvaða stórglœsilegi gamli bíll er Þessi mundi henta betur á íslandi.
þetta? Auðvitað V. W. en með yfir-
byggingu úr þlasti. Góð eftirlík-
ing af Bugatti. Vélin er í kassanum
aftast.
Það er orðið vinsælt sport að
breyta Volkswagen Beetle á
ýmsa vegu, svo hann verður
nánast óþekkjanlegur. Banda-
ríkjamenn virðast einna frum-
legastir og duglegastir við það,
kannski vegna þess að V.W. er
mjög vinsæll i Bandaríkjunum
um þessar mundir. Hér sjáum
við nokkrar hugmyndir um,
hvcrnig gera má V.W. dálítið
öðruvísi, hvort sem okkur finnst
nú breytingarnar allar til bóta.
1. TBL. VIKAN 37