Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 29
En hver svo sem skýringin var, þá
kallaði magi hennar á mat, eins og
aðeins sautján ára gamall magi getur
gert. Yfir kvöldverðinum i gær hafði
hún verið í svo mikilli geðshræringu,
að hún hafði sama og ekkert borðað,
og síðan hafði hún ekki tekið til sín
neina næringu.
Var það virkilega ekki lengra síðan
en I gær, að hún hafði gifst Francis?
Henni fannst heil eilífð vera liðin
frá því hjónavígsian fór fram. Á
aðeins fáeinum klukkustundum
hafði hún breyst.í hamstola eigin-
konu, orðið ekkja og var nú glæpa-
kvendi á flótta undan réttvísinni.
Brátt myndu þeir hafa upp á henni,
ef þeir væru þá ekki þegar komnir
ásporið. En þegar henni varð hugsað
til þeirra, sem höfðu sært hana svo
grimmdarlega, fann hún ekki til
neinnar iðrunar. Þau höfðu fengið
makleg málagjöld, og með því að
koma þeim fyrir kattarnef, hafði hún
aðeins verið að verja heiður sinn,
eins og sérhver maður úr hennar ætt
myndi hafa gert. Það var aðeins,
er henni varð hugsað til Francis,
að hún fann eitthvað hrærast innra
með sér. Svimi sótti að henni,
rétt eins og hún væri stödd við
þverhnípi, og upp I sér fann hún
beiskt bragð af ösku.
Af viljastyrk einum saman bægði
hún frá sér þessum dapurlegu hugs-
unum. Marianne var ung og hraust,
og hún var ákveðin í þvi að beita
öllu afli sínu til þess að yfirstíga
þessi illu örlög, sem virtust ásækja
hana, en ef svo mætti verða, varð
hún að halda lífi. Fyrst og fremst
varð hún að borða, hvlla sig og
hugsa. Hún leit í kringum sig og
svipaðist um eftir drengnum, sem
hún hafði talað við, en hann var
með öllu horfinn. En hún mundi
vel, hvað hann hafði sagt við hana.
Krúnan og Akkerið var bcsta gisti-
húsið I Plymouth, og það var nálægt
St. Andrewskirkju. Og þarna fyrir
ofan brött þökin sá hún einmitt
turn byggðan I gotneskum stíl, sem
hlaut að tilheyra hinni fyrrverandi
kaþólsku kirkju. Mjó, hlykkjótt gata
lá að henni, og von bráðar blasti
við henni gamaldags, viðarklædd for-
hliðin, steindir gluggar og stórt skilti
ávirðulegu, gömlu gistihúsi. Hesta-
sveinn tók óðara við hesti hennar, og
hún gekk inn í gistihúsið, fór niður
nokkur þrep og var þá komin i stórt
viðfeldið herbergi, sem var prýtt
kopar og látúni. Stórt borð var í
því miðju. en umhverfis það voru
nokkur minni borð, og á þeim voru
hvltir hreinir dúkar. I arninum var
verið að brenna mó, og nokkrar
bosmamiklar þjónustustúlkur, rjóðar
í kinnum og glansandi í framan, trítl-
uðu um með hlaðna bakka.
Fáir gestir voru þarna inni, og
Marianne tókst að smeygja sér óseð
að litlu borði, sem stóð I skugga
eldstæðisins. Þjónustustúlka kom
nær samstundis, og "'tiún pantaði
ostrur, krabba og gulan búðing,
sem henni þótti svo góður, einnig
te og ristað brauð. Mikill pilsaþytur
varð, er stúlkan flýtti sér í burtu að
sækja pöntunina, og Marianne reyndi
nú að gera sér grein fyrir stöðu
sinni. Allt, sem hafði gerst fram
að þessu, virtist næsta ótrúlegt. Hún
gat ekki einu sinni sótt leiðsögn
I ástkærar skáldsögur sínar. Engin
þeirra hafði að geyma kringumstæð-
ur, sem líktust hið minnsta þeim,
sem hún var nú komin I. Hún
átti að vísu dálítið af peningum, en
það var ekki mikið. Þeir myndu I
hæsta lagi hrökkva til einnar viku.
Auk þess varð hún að útvega sér vega-
bréf, án þess að þurfa að snúa sér
til yfirvaldanna í héraðinu.
Það gat verið erfitt að finna manp,
sem væri reiðubúinn að brjóta sigl-
ingabann það, sem hafði verið I
gildi milli Englands og Frakklands
síðastliðin þrjú ár. Þetta allt saman
kostaði Iíka peninga, sjálfsagt mikla
peninga. Marianne var að vlsu enn
með perluhálsfestina, en þótt henni
tækist að selja hana hér, þá yrði
það áreiðanlega áhættusamt og
myndi vekja grunsemdir. Auk þess
yrði þá lítið eftir handa henni að
lifa af, þar sem hún myndi leita
hælis, hvar svo sem það yrði. Oe
sannleikurinn var sá, að það skipti
þessfi flóttakonu litlu máli, hvert
vindurinn feykti henni, svo lengi sem
hún kæmist I þokkalega fjarlægð
frá snöru böðulsins. En hálsfestina
varð hún að geyma.
Svo varð henni hugsað til hestsins.
Þetta var verðmæt skepna, og með
því að selja hana gæti hún kannski
komist yfir nógu mikla peninga til
þess að borga ferðina með einhverj-
um bát. Skipstjórinn inætti auð-
vitað ekki vera of kröfuharður um
greiðslu. En hvað sem öðru leið,
þá var þetta ekki eins hættulegt
og að selja hálsfestina.
Er hún hafði lagt niður fyrir sig
Búðirnar
með góða
matinn
Kjörbúðin Glæsibæ Simi 85166
Matardeildin, Hafnarstræti 5 — 11211
Matardeildin, Aðalstræti 9 — 26211
Kjörbúð Vesturbæjar,
Bræðraborgarstig 43 — 14879
Kjötbúðin Skólavörðustig — 14685
Kjörbúðin Brekkulæk 1
Kjörbúðin Háaleitisbraut
Kjörbúðin Alfheimum 2—4
Kjörbúðin Laugavegi 116
Matarbúðin, Akranesi
— 35525
— 82750
— 34020
— 23456
— 93-2046
Allt í hátíðarmatinn
gæðafæða bragðast bezt
Sláturfélag Suðurlands
1. TBL. VIKAN 29