Vikan

Issue

Vikan - 27.05.1976, Page 4

Vikan - 27.05.1976, Page 4
samheldni geti ríkt í fullum mæli innan hans. Vafalaust hefur Sigurður gert sér þetta að fullu Ijóst, þvísamheldni og góður félagsndi hafa þar verið í fyrirrúmi. Þar var hann sjálfur ávallt forystumaður, sem og í daglegri þjálfun kórsins sem heildar. Meiraerfólgiðíþjálfunslíkskórsenaðeinsþað að stjórna samæfingum hans. Hver einstakling- urþarfsínasérþjálfun í randdbeitingu, tónfræði og nótnalestri, jafnt eins og í blöndun raddar og persónuleika við aðra félaga. Og eitt enn: hver einstaklingur þarf að hafa ódrepandi áhuga á kórnum og vera tilbúinn að fórna honum sínum frístundumjafnt semfjármunum,svohann megi dafna. Þetta þrotlausa starf kórfélaga hefur á undanförnum árum orðið landinu til geysimikill- ar kynningar og frama og sýnt umheiminum framá, að íslendingar geta fleira en dregið þorsk eða forðað sér frá eldgosum. Kórinn hefur víða farið á erlendri grund og haldið um 150 hljómleika til að halda uppi nafni lands okkar í 4 heimsálfum og verður það seint fullþakkað, því vafasamt er að önnur jafnmikil landkynningarstarfsemi eða áhrifamikil hafi verið unnin, auk þeirrartónlistar og tónmennta, sem þjóðin sjálf á þessum áhugamönnum að þakka. Sigurður Þórðarson var söngstjóri kórsins í 36 ársamtals, eðatil ársins 1962, og vann allt það mikla og gifturíka starf sem áhugamaður í hjáverkum síns lífsstarfs sem skrifstofustjóri hjá Ríkisútvarpinu. Það er fyrst og fremst þetta áhugamannsstarf, sem honum verður á ókomn- um tímum þakkað fyrir. Greiðsla til hans kom aldrei til, enda var starf hans ómetanlegt í fjármunum. Karlakór Reykjavíkur hefur borið gæf u til að fá annanstjórnandaeftirdag Sigurðar, sem heldur áfram hinu gifturíka starfi hans með góðum árangrioghefuráöllumsviðumsýntþann áhuga ogkunnáttu,semtilvarstofnað, enþaðerPáll P. Pálsson, sem af listfengi og festu hefur stjórnað kórnum undanfarinn áratug. STOFNENDUR KARLAKÓRS REYKJAVlKUR f. röö (frá vinstri) Skú/i Thorarensen útgerð- arm., Pétur Lárusson skrifstofum., Skúli Ágústsson dei/darst/., Jóhannes L. Jónasson kennari, Sigurður Þórðarson söngstjóri, Arre- boe Clausen, /istmá/ari, Guðm. Kr. Guöm.son hótelstj., Bjarni Eggertsson lögreglum., Jón B. Helason kaupm. 2. röð: Stefán Stephensen kaupm., Georg Gunnarsson skrifstofum., Helgi Eiríksson bankastj., Karl Jónasson, Ágúst Böðvarsson forstj., Einar Guömundsson stórkaupm., Karl Guðm.son útskuröarm., Lárus Hansson skrif- stofum., Sigurður Samsonarson skrifstofum. 3. og4. röð: Pétur Þorgrfmsson skrifstofum., Mekkinó Björnsson kaupm., Kristján Daðason, Jónas Magnússon kennari, Nieljónlus Ó/afsson skrifstofum., Oddur Bjarnason skósm., Ólafur Friöriksson skrifstófum., Daníel Þorkelsson málaram., Kristinn Friöfinnsson málari, Davfð Árnason útvarpsvirki, Sveinn G. Björnsson póstfu/ltrúi, Þorsteinn /ngvarsson bakaram., Friðrik Guöjónsson skrifstofum., Ásgeir Jóns- son skrifstofum., Axel Guðmundsson skrif stofum., Pétur kristjánsson kaupm., Siguröur Ingimundarson iðnaðarm., Guðmundur Þor- steinsson gullsm., Hallgrlmur Sigtryggsson skrifstofum. 4 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.