Vikan

Útgáva

Vikan - 27.05.1976, Síða 20

Vikan - 27.05.1976, Síða 20
SKILABOÐ FRÁ ABSALOM Hún settist hægt upp viö endann á borðinu. Herbergið dansaði fyrir augum hennar. „Ekki flýta þér svona, stúlka litla. Nú er komið að Ed gamla.” Súsanna reyndi að standa upp, en hrasaði. Svimi yfirbugaðihana. Snerting Elberts kom henni til að reyna að standa;Upp aftur. „Láttu mig vera,” tautaði hún með erfiðismunum. Hann kom aftur til hennar og þrýsti henni upp að veggnum. Súsanna snéri andlitinu frá honum. Þetta var óþolandi, hræðilegt. En hún var veikburða eins og kettlingur. Ef aðeins hún gæti hugsað skipu- lega. Ef aðeins hana ekki svimaði svona. Hann reyndi að kyssa hana og snéri upp á úlnliði hennar, þegar hún snéri höfðinu. Hún færði sig örlítið til, og þegar Elbert gerði það sama, sparkaði hún í hann með hnénu, svo að hann varð að færa sig til hliðar. Þetta gaf henni örlítið athafna- frelsi. Hún fann, að skórnir hföðu verið teknir af henni, en hún reyndi þó að sparka til hans. Þegar hann vék sér undan og sleppti hendi hennar, sló hún hann með flötum lófanum í and- litið og stökk að dyrunum. Elbert varð á undan henni og lokaði þessari undankomuleið með líkama sínum. Hann nálgaðist hana hægt, og augu hans glömpuðu. Bardaginn æsti hann aðeins enn meira upp. Full örvæntingar leitaði hún að skónum, eða einhverju öðru, sem nun gæti notað sem vopn gegn honum. Hún fann ekkert. Hún gekk að glugganum og leit út. Það voru minnst tuttugu fet niður á klettana. Þá kom Elbert aftur. Súsanna gekk til hliðar, en hann náði taki á blússunni hennar, og hún féll niður ásamt honum. Höfuð Súsönnu skall í vegginn, þegar blússan rifnaði. Hnappur félí á gólfið. Súsanna var næstum meðvitundarlaus. Kæfandi þyngd hans örvaði mótþróa hennar. Hún barðist urh. Þegar hann reyndi aftur að kyssa hana, beit hún í vörina á honum. Blóðið fossaði úr sárinu. Hann rak upp sársaukavein og greip um munninn. Súsanna rak hnefann í maga hans. Hann stundi og færði sig. Hún ýtti honum frá sér og stóð upp. Rifin blússan hékk á öxl hennar og tafði. hana. En hún stansaði ekki. Elbert rúllaði sér yfir gólfið, og þegar hún kom að dyrunum, Elbert velti sér yfir gólfið, og þegar hún kom að dyrunum, náði hann taki á ökkla hennar og dró hana niður. Hún féll beint á andlitið, allt loft pressaðist úr lungum hennar, og hún barðist við að halda meðvitund. Elbert kom aftur að henni, í örvæntingarfullri þögn reyndi Súsanna að skriða í burtu, en hann var sterkur eins og naut. Hann sló hana fast þvert yfir and- litið, og baröi höfði hennar við gólfið. Hún heyri braka í tönnun- um, og blóð rann niður kinn hennar. Allt í einu blindaðist hún. Nú SfiSrist bardaginn upp i blinda einbeitni. Ekki að gefast upp. Ekki að gefa neitt eftir. Berjast svolítið lengur. Ef kona var nógu ákveðin. var ekki hægt að nauðga henni. Hún hafði oft heyrt það. En Elbert var svo stór. Svo þungur. Súsanna gerði síðustu til- raunina til að slíta sig lausa. Hún losnaði svo auðveldlega, að hún missti jafnvægið og féll aftur fyrir sig. Þá sá hún, hvað hafði gerst. Azarov var komin. Azarov þreif í Elbert. Fyrir- litningin skein úr augum hans. Hann sló Elbert tvisvar yfir munninn með flötum lófanum og dró hana síðan að dyrunum eins og óþægan skólastrák. „Gjörið þér svo vel frú Elbert,” sagði hann kurteisislega. Imogen Elbert svaraði ekki. Augu hennar — stór, brún og bitur — hvíldu augnablik á Azarov. Síðan snéri hún sér undan. Hún leit ekki á eiginmann sinn, sem gekk niðurlútur á eftir henni. Azarov lokaði dyrunum hljóðlega og snéri sér við. Súsanna lá hreyfingarlaus á gólfinu. Hún hafði ákafan ekka, og hnýttar hendurnar huldu andlit hennar. Hún var alblóðug. Hann stóð augnablik og starði á hana. Síðan gekk hann hægt til hennar og beygði sig niður að henni. „Súsanna.” Hún hrökk frá honum. „Nei." „Eg skal ekki meiöa þig Súsanna.” „Nei. Farðu. 1 guðs bænum. Láttu mig í friði.” Hann tók höndina af öxl hennar og reyndi að skoða sár hennar undir rifinni blúsunni, en það var of dimmt. Hann stóð hljóðlega upp og yfirgaf her- bergið. Smellurinn, sem heyrðist, þegar dyrnar lokuðust, vakti Súsönnu af dvalanum. Hægt, hægt stóð hún upp og þreifaði titrandi eftir skónum, sem hún sá f einu horninu. Síðan haltraði hún að dyrunum og opnaði þær. Hundur Azarovs, Ivan, lá framan við dyrnar. Hann lyfti hausnum og leit á hana. Súsanna gekk kringum hann. Hann stóð strax upp og gekk í veg fyrir hana. Með augum á dýrinu. reyndi hún að mjaka sér framhjá. Hann reigði höfuðið og sperrti eyrun. Hundurinn var vægast sagt grimmdarlegur. Hann hafði sínar skipanir frá Azarov, og hann ætlaði sér auðsjáanlega ekki að leyfa henni að fara. Martröð- inni var ekki lokið. Örvæntingarfull fór hún til baka. I þessu auða litla herbergi voru engir felustaðir. Lítið dýr hreyfði sig, og hún hrökk við með ákafan hjartslátt. Síðan varð allt hljótt. Hún beið eftir fótataki Azarovs og faldi sig i skugganum bak við hurðina með skó í hend- inni. Hún þurfti ekki að biða lengi. Rússinn nálgaðist, með málm- kassa og tvö kerti í hendinni. Ilann skildi hundinn eftir fyrir framan dyrnar, lokaði þeim og gekk að borðinu. Um leið og hann snéri í hana bakinu, gerðist Súsanna tilbúin til árásar með skóinn í hendinni. Það kviknaði á eldspýtu,. og Azarov kom auga á hana. Súsanna stansaði, dáleidd af augnaráði hans. Þá kveikti hann á kertunum og festi þau í vaxinu, sem bráðnað hafði á borðinu. Súsanna hrökkl- aðist til baka, þegar hann lagði af stað í átt til hennar. Hann leit ékki einu sinni á skóinn, sem hún righélt á. Andlit hans var alveg svipbrigðalaust. „Leyfðu mér að sjá, hvað hann gerði þér.” Súsanna hreyfði sig ekki. „Það blæðir úr sárum þínum, og gólfiö hér er ekki hreint. Þú verður að forðast blóðeitrun. „Hann tók upp bómull og grisju. Súsanna leit í kringum sig. Hún sá, að herbergið var mjög óhreint, og nú fann hún óþefinn lika, sem stafaði af raka og fúa. Hendur hennar voru blóðugar og negl- urnar rifnar. Hún gekk hægt að kertaljósunum. Augu hennar voru dökk af sársauka og hræðslu. Azarov rannsakaði hana nákvæmlega. Andlit hans var alvarlegt og áhyggjufullt. Hann snéri vanga hennar að ljósinu. „Er þetta blóð allt úr þér, eða er eitthvað úr honum?” Hann byrjaði að strjúka það af með grisju. Hendur hans voru mjúkar og kunnáttusamlegar. „Honum,” hvíslaði hún loksins. „Ég mátti vita það. Farðu úr blússunni, og leyfðu mér að lita á bakið á þér.” Súsanna hikaði. En hann snéri baki í hana og starði á kertin. Hægt renndi hún blússunni niður af öxlunum. Hún var öll rifin og tætt. Oánægð leit Súsanna niður á sjálfa sig. Pilsið var krumpað og rifið, og öll var hún marin og óhrein. Azarov tók af henni ónýta blússuna, og kastaði henni í gólf- ið. Þegar hann siðan snéri sér að Súsönnu, greip hann andann á lofti og stansaði. Hún var í dimmbleikum undir- kjól úr blúndu. Þvert yfir brjóstin voru langar, illilegar rifur á húð- inni. Hendur hans titruðu, og hann missti tappann af sáravatns- flöskunni. Biin leit spyrjandi á hann, og hann herpti saman varirnar. Ilún lagði hendurnar yfir brjóstin.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.