Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 27

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 27
1 í ár hafa tískufrömuðir Parísar- borgar leitað um allan hnöttinn eftir hugmyndum til að skapa vortískuna. Á tlskusýningum vorsins mátti líta afríkanska höfðingjabúninga, indverskar mússur, tyrkneskar kvennabúrsbuxur, sígaunapils, kaþólskar kardlnálakápur. Og þjóðbúningar fjarlægra þjóða lifa nú sitt blómaskeiö. Þessi æöis- gengna leit eftir hugmyndum frá fjarlægum löndum sýnir kannski, að vesturlöndin viröast eiga erfitt með að finna sjálfstæðan stll. Tlskan sýnir ekki aðeins mis- munandi pilssíddir og litabrigði frá ári til árs, heldur endurspeglar hún líka það þjóöfélag, sem við lifum í, og breytingar þær, sem í því verða. Vorið og sumarið '76 virðist ætla að verða ár randanna, lang- röndótt og þverröndótt fyrir allar stærðir og geröir manneskja, sem leggja á sig að fylgja hinni duttl- ungafullu tlsku frá ári til árs. Síddin: rétt fyrir neðan hné. Litir: rautt, blátt, gult, grænt og lillablátt. Munstur: rendur og aftur rendur. Pilsin: bein- mörg hneppt niður aö framan, fellt eða þröng með háum klaufum í hliðum. a TONINN Jakkar: léttir anorakar eða vind- jakkar. Kjó/ar: einfaldir og beinir með kimonoermum eða I sniðinu eins og síðar skyrtur. Buxur: þröngar skálmar I öllum síddum. . VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.