Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 37
Smásaga eftir Geoffrey Moss. hershöföinginn hafði farið upp með ströndinni, að sendimaður, sem ekki hafði neitt heyrst frá svo vikum skipti, kom þjótandi inn í búðirnar með þær fréttir, að stórar, bolsévískar hersveitir nálguðust. Brottför var undirbúin og merki gefið. En ekkert sást til yfirmanns sveitarinnar. Síðdegið leið. Tími var kominn til að fara. Þeir þorðu ekki að hætta á, að á þá yrði ráðist að næturlagi. Einn liðsforingi tók að sér að vera áfram fram í rökkur, og litla einmanalega sveitin gekk í burtu. Næsta morgun slóst ungi liðs- foringinn í förina. Hann hafði beðið fram í rökkur og skotið upp flugeldum, en einskis orðið vísari um hershöfðingjann. Loks komst flokkurinn í aðalstöðvarnar. Auð- vitað heyrðist orðrómur um enda- lok nershöfðingjans, en ekkert ákveðið kom í ljós. Jæja, ég leit í síðasta sinn á vatnslitamyndirnar og kettina og fór svo. Og ég sendi blóm, úr blómabúð, — eitthvert sýndardót, sem ekkert var varið í.— Það var ekki hlaupið að þvi að komast til Kaspíahafsins. Alls konar erfiðleikar, óhreinindi, tafir, andstyggilegt fæði. Loks komst ég þó alla leið. Ég útvegaði bát og sjómann. Við lögðum af stað. Ströndin var flöt, mókenndar auðnir, skógar-, eyðileg fjara og hrörlegur kofi á stöku stað. Það var að áliðnu síðdegi, sem ég fann prímúluna mina, þá sjald- gæfustu af allri ættinni. Veðrið var þungbúið, — þrumur drundu öðru hverju. Sjómaðurinn vildi óður og uppvægur komast i burtu, en ekkert gat komið mér af stað. Eg hafði fundið þetta einstaka afbrigði, heilt engi af þessum litlu krílum. Gulrauð bar þau við dimman bakgrunn skógarins og gráan himininn. Einstakt. Það er skrýtið, en þetta síódegi lagðist gráminn á taugar mínar. Engir fuglar sungu. Skógurinn dökknaði stöðugt. Auk þess kross- aði sjómaðurinn sig í sífellu og tuldraði eitthvað fyrir munni sér. Loks ýttum við bátnum á flot stundu fyrir myrkur. Við vorum ekki komnir nema mílu vegar, þegar það skall á, þéttur regnveggur, og síðan kom stormurinn. Á nokkrum mín.. var kominn haugasjór. Eg stefndi í átt til strandar og hélt mig rétt utan við sefið. Til að auka á ánægjuna var nóttin að skeila á. Eg hélt þessari stöðu til vonar og vara og sá brátt upprétta- netastöng í þessari skáhöllu vindaveröld. A strönd- inni var kofi. Eg lenti bátnum varlega í fjörunni. Við skreidd- umst að dyrunum og lömdum á hurðina. Horaður fiskimaður kom fram, og okkur tókst að lokum að fá hann til að hleypa okkur inn. Kofinn liktist öðrum kofum: Troðið moldargólf, heimasmíðuð húsgögn og eldstæði. Bakatil voru dyr inn í annað herbergi. Gestgjafi okkar var þróttmikill karl og rússneskan hans hrein eftir þvi, sem ég gat best fundið, og mér fannst hann hefði eitt sinn tilheyrt efri stéttunum. Eg reyndi að vera þægilegur við hann, en hann var fáskiptinn. Úti ýlfraði vindurinn, hinn illi andi nætur- innar. Einu sinni minntist ég á bresku hersveitirnar, því að bækistöð þeirra hlýtur að hafa verið fáein- ar mílur þaðan, sent við sátum. En gestgjafi okkar varð enn fárri við þetta umræðuefni. Allt hafði þetta skeð fyrir hans tíma, sagði hann mér. Þegar öllu var á botn- inn hvolft, þá var ég útlendingur. Líklegast var, að hann og ná- grannar hans hefðu krækt sér í yfirgefnar birgðir bresku sveit- anna. Og þetta var löngu liðið. Ég sofnaði og svaf vel. Þegar ég vaknaði, var sólin hátt á lofti, vatnið slétt, og sjómaður- inn minn var að útbúa morgun- verð. En eigandi kofans var í hinu herberginu, ég heyrði hann raula Iag, sem mér fannst ég einhvern- veginn kannast við. - Brátt kom hann inn, og nú. þegar kominn var dagur, var hann enn afskiptaminni. Hann hjálpaði okkur að ýta bátnum á flot, og ég gat fengið hann til að þiggja einhverjar vistir f.vrir næturgreiðann. En hann hafði snúið aftur til kofa síns, jafnvel áður en við ýttum frá landi. Eg minnist þess ekki að hafa nokk- urn tíma séð nokkurn. sem var eins greinilega feginn að losna við gesti sína. Það var því enn leiðinlegra fyrir mig, þegar ég uppgötvaði, að ég hafði skilið myndavélina eftir og þurfti að snúa við eftir henni. Eg lenti og gekk upp að kofanum. Gegnum opnar dyrnar he.vðri ég fiskimanninn blístra i innra her- berginu. Allt í einu vissi ég, hvert lagið var: „Tipparery". Eg stóð grafkyrr. Hann hlaut að hafa lært lagið af bvesku sveitinni. Eg gekk yfir gólfið og leit inn í innra herhergið. Þar sat hann á rúminu sínu. Eg leit í kringum mig áður en hann varð mín var. Á hrjúfum veggnum gat að líta næg'a sönnum þess, að ég hafði rétt fyrir mér. Þarna voru greini- lega ensk veiðarfæri og það, sem var enn einkennilegra, nokkrar skissur likar þeim, sem ég hafði séð í ibúðinni í London. Nú sá maðurinn, að ég var þarna og stökk á fætur. Ekki veit ég, hvor okkar varð meira undrandi, því að um leið og hann hre.vfði sig, varð mér litið á tvo hluti, sem héngu úti í horni, mjög slitna kakístórtreyju og gullbrydda ein- kennishúfu bresks hershöfðingja. Hann vissi, hvað ég hafði séð og stóð þarna ögrandi. gleiður og hafði stungið þumalfingunum undir reipið. sem hann hafði fyrir belti. Hægt mynduðu veðurbitnar varir hans bros, og í gráum aug- unum speglaðist glettinn svipur. sem mér fannst ég kannast við. Þarna stóð ég, gapandi eins og heimskingi, á meðan raðmynda- brot féllu hvert inn í annað í huga mér. Eg mundi dimma viðhafnar- stofuna, þessi japönsku dvergtré. þessa rámu siamsketti. harðlyndu konuna, sem hafði reynt að koma manni sínum í skilning um. að samkvæmishlið hermennskunnar væri þýðingarmeiri en veiðiferðir hans. Og þegar ég mundi þetta allt, vissi ég samstundis. hver hann var. maðurinn fyrir framan mig. Og skildi ástæðuna fyrir þvi. hversvegna hann hafði kosið að hverfa í stað þess að snúa heini. Það var ékkert að segja. Andar- tak stóðum við þannig. Síðan sneri ég orðalaust aftur til báts- ins. Aftur ýtti ég frá landi. Bátur- inn skreið af stað. Þá leit ég til strandar. Þarna við vatnið stóð þessi granni. íþróttamannslegi maður og veifaði hendinni glað- ega og kurteislega i kveðjuskyni. enn einu sinni aleinn. nú horfinn að eilifu i þá útlegð. sem hann hafði sjálfur kosió. Anna María Þórisdóttir þýddi. 22. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.