Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.07.1976, Qupperneq 13

Vikan - 08.07.1976, Qupperneq 13
Viö erum löngu hætt að stynja og ausa ösku yfir höfuðið, þegar við heyrum minnst á elda Vítis. Prestarnir eru meira að segja farnir að telja okkur trú um, að Guð sé radíum eða eter eða eitt- hvert annað efni vísinda- mannanna, og að það versta, sem við þessir vondu getum hugsan- lega átt von á, séu efnahvörf. / Þetta er ánægjuleg kenning, en ennþá erum við ekki laus við gamla óttann, sem fylgir rétt- trúnaðinum. Það er aðeins tvennt, sem hægt er að láta gamminn geysa um, án þess að eiga það á hættu að vera mótmælt. Þú getur sagt frá draumum þínum, og þú getur sagt frá því, sem þú heyrðir páfagauk segja. Hvorki Morfeus né páfa- gaukurinn eru færir um að bera vitni, og áheyrandinn þorir ekki að véfengja frásögn þína. Það er því draumsýn, sem nánast ómögulegt er að henda reiður á, I sem er þema mitt — ég valdi hana þrátt fyrir það í stað áþreifanlegs slúðurs Pollíar litlu, en með hálfum huga þó og afsakandi. Mig dreymdi draum, sem var svo hátt yfir æðstu gagnrýni hafinn, að hann snerist um hing fornu, virðulegu og tregafullu kenningu um hinn æðsta dóm. Gabríel hafði blásið í lúður sinn, og þeir okkar sem gátu ekki fylgt á hæla hinna, þurftu að sæta dómsrannsókn. Ég tók eftir því, að við hliðina á mér höfðu safnast saman nokkrir laganna menn í kjóli og hvítu en eitthvað virtist vera í ólagi með bókhaldið hjá þeim, svo að ekki voru þeir líklegir til að frelsa neinn okkar. Fluglögga — lögregluengill — flaug yfir mig og leiddi mig við vinstri væng sér. Stutt frá var hópur anda, sem voru greinilega ekki á flæðiskeri staddir, og áttu þeir að sæta dómi. „Ert þú einn af þeim?“ spurði lögregluengillinn. „Hverjir eru þetta “ svaraði ég. \ „Nú,“ sagði hann, „Þetta eru...“ En þetta raus, sem engu máli skiptir, tekur upp allt plássið, sem sagan átti að taka. Dulcie vann í kjörbúð. Hún seldi knipplinga, fyllta pipar- ávexti, bíla og smáglingur svona eins og venjan er að selja í kjörbúðum. Af því sem hún vann sér inn fékk Dullcie i hendur sex dollara á viku. Hún fékk skrifað fyrir afganginum, og hann var síðan færður inn á reikning einhvers annars í höfuðbókinni hjá G....— ha, sagðirðu frumorka, séra minn — jæja, þá í höfuð- bókina hjá Frumorkunni. Allt fyrsta árið, sem Dulcie vann í kjörbúðinni, fékk hún fimrn dollara á viku. Það ætti að vera fróðlegt að vita, hvernig hún dró fram lífið með slíkri upphæð. Er þér alveg sama? Jæja, þá það; sennilega hefurðu bara áhuga á. hærri upphæðum. Sex dollarar eru hærri upphæð. Eg skal segja þér, hvernig hún fór að því að lifa á sex dollurum á viku. Dag einn um sexleytið, þegar Dulcie var að stinga prjóninum I hattinn, aðeins hársbreidd frá ■nedulla oblongata, sagði hún við Sadie vinkonu sína — stúlkuna, sem afgreiðir þig með vinstri hliðinni: OFULLCERÐ SMÁSAGA EFTIR O. HENRY. „Heyrðu Sadie, Piggy bauð mér út að borða í kvöld.“ „Ertu að meina það?“ hrópaði Sadie full aðdáunar. „Guð hvað þú ert heppin! Piggy er alveg æði, og hann fer alltaf með mann á æðislega staði. Hann bauð Blanche upp í Hoffman House eitt kvöldið, þar sem músíkin er alveg æði — og fullt af æðislegu fólki. Þetta verður æðislega gaman hjá þér, Dulcie." Dulcie flýtti sér heim á leið. Augu hennar skinu, og í kinnum hennar var morgunroði lífs — raunverulegs lífs. Það var föstu- dagur, og hún átti eftir fimmtíu sent af launum síðustu viku. Á strætinu rann mannflóð mesta annatímans. Rafljósin á Broadway glóuðu — tælandi mölflugur hvaðanæfa að út úr myrkrinu umhverfis til þess eins að sviðna. Snurfusaðr menn með andlit likust þeim, sem gömlu jaxlarnir á sjómannaheimilunum tálga i kirsuberjasteina snerust á hæli og störðu á Dulcie í því hún skeiðaði skeytingarlaust fram hjá þeim. Manhattan, cereuskaktus- inn, sem blómstrar á næturna, var tekin að breiða úr nábleikum þefjandi krónublöðum. Dulciestansaðiiiverslunþar sem allt var ódýrt og keypti sér gervikraga fyrir fimmtíu sentin sín. Hún hafði ætlað að eyða þessum peningum í annað — fimmtán sent fyrir kvöldmat, tíu sent fyrir morgunverð, tíu sent fyrir mat i hádeginu. Hún ætlaði að leggja tíu sent i grannan sjóð sinn, og fyrir fimm sent ætlaði húrf að kaupa sér lakkrísbita — eins og þá sem láta kinnina líta út eins og þú sért með tannpínu og endist jafn lengi. Lakkrísinn var óhóf — næstum eins og drykkju- svall — en hvað er lífið án iystisemda? Dulcie leigði herbergi með húsgögnum. Það er nofnilega talsverður munur á því að búa í herbergi með húsgögnum og því að búa á gistiheimili. I herbergi með húsgögnum veit annað fólk ekki, þegar maður er svangur. Dulcie gekk upp i herbergið sitt — á þriðju hæð í húsi á West Side með framhlið úr brúnsteini. Hún kveikti á gasinu. Vísinda- mennirnir fullyrða að demantur sé úr harðasta efni, sem vitað er um. Það er della. Konur, sem leigja öðrum, þekkja efni, sem kemur manni til að finnast demantur eins og kítti. Þær troða því á stút gasbrennaranna og það er alveg sama, þó að staðið sé uppi á stól og krafsað í það árangurslaust, þar til fingurnir verða blóðrisa. Það er ekki hægt að ná þvi með hárnál, þess vegna skulum við segja, að það sé. ómögulegt að fjarlægja það. Svo Dulcie kveikti á gasinu. Við skulum kanna herbergið við eins fjórða kertis birtu þess. Beddi, kommóða, borð, þvottaborð, stóll — allt þetta mátti skrifa á húsráðanda. Annað átti Dulcie sjálf. Á kommóðunni voru fjársjóðir hennar, — gylltur vasi, sem Sadie hafði gefið henni, dagatal gefið út af niðursuðuverk- smiðju, draumráðningabók. hrís- mjöl á glerdiski og knippi af gervikirsuberjum hnýtt með bleikum borða. Hjá speglinum, sem var hálf- gerður spéspegill, stóðu myndir af Kitchener hershöfðingja, Willi- am Muldoon, hertogaynjunni af Marlborough og Benvenuto Cellini. Á einum veggnum hékk gipsmynd af O'Callahan með rómverskan hjálm. Rétt hjá henni hékk grimmdarleg eftirprentun af sítrónugulu barni, sem var að kvelja æsandi fiðrildi. Þetta fullkomnaði skynbragð Dulciar á listir; en enginn hafði hróflað við því. Ró hennar hafði aldrei verið raskað með hvísli um stolnar biskupskápur; enginn gagn- rýnandi hafði lyft brúnum yfir barnslegri skordýrafræði- mennsku hennar. Piggy hafði sagst ætla að sækja hana klukkan sjö. Á meðan hún flýtir sér að búa sig, skulurn við laumast til að snúa okkur i hina áttina og siúðra. Dulcie borgaði tvo dollara á viku -fyrir herbergið. Á virkum dögum kostaði morgunverðurinn hana tíu sent, hún hellti á könnuna og sauð egg á gaslampanum, meðan hún klæddi sig. Á sunnudagsmorgnunt hélt hún konunglega veislu, keypti sér svínakótilettur og bakaðan ananas sem kostaði tuttugu og fimm sent í veitingahúsi Billys — og hún gaf þjónustustúlkunni 10 sent í þjórfé. New York er svo Heimsþekkt hótelpostulín með yfir 30 ára reynslu hér á landi. • MATSÖLUSTAÐIR • HÖTEL • VEITINGAHOS • FÉLAGSHEIMILI • SJ0KRAH0S • SKIPAFÉLÖG um allt Iand staðfesta langa og góða endingu. Leitið upplýsinga hjá umboðs- mönnum: JÓH. ÓLAFSSON & C0 KLETTAGÖRÐUM 43 — SÍMI 82644 28. TBL. VIKAN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.