Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.07.1976, Qupperneq 40

Vikan - 08.07.1976, Qupperneq 40
„Þá hljótum við að hafa farió framhjá þeim stað, þar sem þeir sitja fyrir keisaranum? En við urðum einskis vör?“ „Þeir halda nú kannski ekki beint sýningu á sér. Þeir ætla sér að bíða í gamalli kalksteinsnámu rétt við veginn og þeir láta ekki sjá sig fyrr en á réttu augnabliki. En þér skuluð samt ekki halda, að þeir hafi ekki séð til ferða okkar. Hið eina sem við þurfum að óttast er vörðurinn, sem staðsettur er á milli Malmaison og Fond- Louvet." Allt í einu juku þau hraðann. Þau fóru í gegnum stórt hlið. en beggja vegna voru varðhýsi með þrístrendum göflum. Stórar luktir úr bronsi vörpuðu birtu á gyllt hliðið og varðhýsin, en þar hjá stóðu hermenn klæddir bún- ingum úr vísundaskinni og þeir báru svartar hermannahúfur með borðalykkjum. „Þetta er korsíkusveitin," sagði Joival. „Það er ljóminn af rjóm- anum." Marianne ansaði engu. Þetta sveitasetur Jósefínu var líkt og hjúpað geislabaug þeirrar ástar, sem Napóleon hafði borið til hennar og Marianne fylltist af- brýðisemi. Jósefína hlaut að þjást mjög mikið að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir annarri konu, — en hafði hún ekki átt hug og hjarta keisarans í lengri tíma? Hversu smávægilegt hafði þetta næturævintýri að Butard ekki verið í samanburði við þau ár, sem þau höfðu unnað hvort öðru. Við endann á breiðum stíg, sá hún lítið, upplýst sveitasetur. Vagn stóð þar fyrir utan, vagn og nokkrir riddarar i grænum og rauðum búningum, flagsandi slár og Ioðhúfur með fjaðraskúfum. Jolival greip' þéttingsfast um handlegg hennar. „Sjáið? Keisarinn er enn hérna!“ „Eruð þér viss um, að þetta sé vagninn hans?“ „Þetta eru altént riddara- liðarnir úr hinni keisaralegu sveit. Þeir hljóta að vera að bíða eftir honum. Þetta eru vaskir sveinar, kannski ekki margir en ég held að við ættum að láta þá eina um að kljást við samsæris- mennina." „Eruð þér genginn af vitinu. Þeir eru varla fleiri en tíu.“ „Já, en hver um sig er þriggja manna maki. Annars hafið þér rétt fyrir yður. Þeir gera sjálfsagt leifturárás og þá er aldrei að vita hvernig fer.“ Vagninn hægði nú á sér. Þau voru komin dálítinn spöl inn fyrir hliðið á sveitasetrinu og þar var bugðu á veginum og þess vegna hættulaust fyrir þau að stíga úr vagninum. Jason stökk niður úr vagnstjórasætinu, opnaði dyrnar og hjálpaði Marianne út. Beggja vegna voru háir múrar og trjá- greinar slúttu út yfir þá. Naktar greinarnar minntu á pennastrik, sem dregin höfðu verið á dökkan himininn. „Við verðum að hafa hraðann á,“ sagði ameríkaninn og leiddi hana að múrnum á vinstri hönd. „Vagn keisarans stendur enn fyrir utan, en það er að nálgast miðnætti og hann hlýtur að fara innan tíðar.“ „Af hverju fóruð þér framhjá sveitasetrinu? Þér hefðuð átt að stansa fyrr.“ „Ég gerði það til þess að njósn- ari samsærismannanna geti síður fylgst með okkur. Það er auð- heyrt, að þér eruð ekki vanar syona löguðu. En nú verðum við að komast inn.“ Marianne varð ljóst að hann var áreiðanlega enginn viðvaning- ur á þessu sviði. En hún hafði ekki orð á því, sagði aðeins: „Hvernig förum við að því? Haldið þér, að varðmennirnir hleypi okkur framhjá?" Hún sá glitta í hvitar tennur ameríkanans þarna i myrkrinu og hann hlóð hæðnislega. „Við reynum það ekki. Það væri einungis tímasóun. Nú sýnið þér mér, kæra Marianne, hvernig vel uppalin stúlka klifrar yfir vegg. Eftir það verður guð og lukkan að ráða því, hvort við rekumst á varðliða á leiðinni heim að húsinu eða ekki. Þegar þangað er komið getum við látið handtaka okkur.“ „Handtaka! Hvað eigið þér við?“ Franhald í næsta blaði. Verzlun vor býður mjög fjölbreytt úrval af bilaútvörpum og stereo segulböndum. Einnig er fyrirliggjandi úrval af fylgihlutum: festingum, loftnetum og hátölurum. Verkstæði okkar sér um ísetningar á tækjunum, svo og alla þjónustu. Bifreiðaeigendur H Einholti 2 Reykjavik Sími 23220 Við bjóðum fjölbrt-ytiar vt-itingar í rúmgóðum búsaltyniuim. Opið alla tlagaifrá kl. 8 til 23.30. Morgunverður. bátlegisverður, kvöldvcrður. Grillið er opið allan daginn. þar er hægt að fá Ijúffengar steikur. kjúklinga. hamborgara, djúpstciktan ftsk, Irans'kar kartöflur o.fl. o.tt. Kaffi, tc, mjólk, beimabakaðar kökur og úrval af smurbrauði. * Stierri ferðahópar cru bcðnir að panta með fyrirvara, símanúmcr okkar cr 93-1130. Við útbúum góm- sieta. girnilcga ncstispakka. • í fcrðamannaverslun okkar cigum við ávallt úrval af matvörum, hrcinlxtisvörum, viðlcguútbúnaði, Ijósmyndavörum. gastrckjum o.fl. o.fl. Vegna mikillar aðsóknar að gistiaðstöðu okkar biðjum við þá, sem setla að notfacra sér hana að panta mcð fyrirvara, símanúmer okkar cr 93-1150. Við önnumst afgrciðslu á ESSO og SHELL bcnsíni og olíum. einnig fyllum við á fcrðagastæki. * Rúmgóð aðstaða cr til að þvo bifreiðina. Viðskipta- vinir ciga kost á afnotum af hjólbarðadælu. * Akjósanlcgur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður cða að norðan. Staðarskáli Hrútafirði 40 VIKAN 28. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.