Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 64

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 64
IMVjA Ný ferðamannaparadís mUTl Sólarstaður allrar fjölskyldunnar Eyjan Ibiza, sem liggur í Miðjarðarhafinu, er þriðja stærsta eyjan í hinum fagra Baleriska eyjaklasa, 572 ferkm. að stærð og með um 40.000 íbúum. Eyjan hefur mjög sérstakt landslag. Þar vaxa barrskógar (Grikkir gróðursettu barrtré á Ibiza er kallast Pitiusa), og möndlutré hlið við hlið. Þar vaxa einnig fíkju- og olívutré, ásamt pálmum, því að fræ trjánna hafa borizt með vindum frá Afríku. Arabísku tré- og vindmillurnar á Ibiza koma næstum alveg í staðinn fyrir ský og rigningu. Regnveðursdagarnir eru mjög fáir. Loftslagið er mjög milt og eyjan býður uppá eilíft vor. Höfnin í Ibiza liggur 162 sjómílur frá Barcelona, 70 frá Mallorca, 100 frá Valencia, 101 frá Alivante og 152 frá Alger. Landgrunnið í kringum eyjuna er mjög stillt og gerir þvi skoðunarferðir á bátum mjög heppilegar. Spönsk fyrirtæki sjá um reglulegar ferðir milli Ibiza og hafnarinnar í Barcelona, Palma de Mallorka, Valencia og Alicante. Þessar ferðireru auknar mjög á vorin, og eru allt að fjórar og fimm á viku með bát frá Barcelona og Palma. Á Ibiza er einnig mjög góður flugvöllur, einn af erilsörnustu flugvöllum á Spáni. Flug frá Valencia tekur hálftíma, frá Barcelona tæpan klukkutíma, og frá Palma ca. 20 mínútur. Flugvellinum á Ibiza er ekki lokað einn einasta dag á ári, og gerir það hið mjög hagstæðá veður. Höfuðborg eyjarinnar. Hrífandi hafnarborg, sem byggð er í næstum lóðréttri fjallshlíð við ströndina. Borgin hefur mjög athyglisverða borgarhluta, svo sem Sa Penya og Dalt Vila, skínandi hvítar byggingar í hinum Ibízka, áberandi stíl, með mjög einkennandi og sérkennilegu skipulagi. Dalt Villa er hinn frumstæði borgarkjarni, þar sem hin mörgu merkis hús standa, svo sem ráðhúsið og kirkjan, sem var endurreist á 16. öld. Ibiza var numin 654 árum fyrir Krist. Hinir athyglisverðu borgarmúrar, frá 15. öld, eru í dag þjóðarminnisvarði. Sá eini sinnar tegundar, sem varðveittur er í allri Evrópu. Fornleifasafnið er eitt af því merkilegasta í heimi, þar er um að ræða leifar frá púníkunum, sem allar hafa fundist við gröft á eyjunni. Ibiza er lika eini bær í heimi, sem reist hefur steinsúlu (egypzka) til minningar um sjóræningja, sem vörðu eyjuna. Það eru reglulegar rútuferðir á Talamanca ströndina, sem er í 3 km. fjarlægð frá höfuðborginni. Ströndin Figuretes er i um 1. km. En Bossa í um 3 km. fjarlægð. Nú býður ferðaskrifstofan Úrval íslenzkum farþegum sólarferðir til Ibiza í fyrsta sinn. Gististaðir og staðsetning þeirra Éfi£t verður a kosið. sumlfe því ilskyldunnar FERÐASKRIFSTOFAN CJRVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.