Vikan

Útgáva

Vikan - 08.07.1976, Síða 37

Vikan - 08.07.1976, Síða 37
RIANNE komin út undir bert loft. Jolival andaói djúpt að sér og fögnuður- inn leyndi sér ekki. „Unaðslegt," sagði hann glað- lega. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því, hversu mjög ég saknaði þessa ferska lofts.“ Hann var gegndrepa og tenn- urnar í munni hans glömruðu, en hann virtist ekki gefa því neinn gaum. Marianne leyfði sér hins vegar ekki að baða sig í hinu nýfengna frelsi. Tíminn var naumur. Ridd- arar skuggans höfðu þó nokkuð forskot og ef svo illa vildi til, að keisarinn færi frá Malmaison of snemma... nei, hún þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda, en hélt fast í Jason. „Getið þér út\*egað mér vagn? Fljótt... mjög fljótt.“ „Það bíður einn eftir mér hér skammt undan við Quay. de Billy, nálægt Place de la Conférence. Hvert viljið þér fara?“ „Vitaskuld til Malmaison." Hann gerði sig líklegan til þess að andmæla. „Þér þurfið ekkert að óttast, keisarans er vel gætt. Það þarf meira en fáeina ofstækismenn til þess að koma honum fyrir kattar- nef. Eg vil koma yður á öruggan stað. A morgun förum við síðan á brott..“ „Já, á morgun, en nú verð ég að reyna að bjarga honum. Ég veit að hann er í hættu." Hún fann vota hönd ameríkan- ans stífna undir handlegg hennar. Hann rétti úr sér og augu hans hvörfluðu út yfir Signu, þar sem hún rann myrk og straumþung framhjá þeim. „Hann...“ sagði Jason með þungri áherzlu. „Ég hélt að þér hötuðuð hann.“ „Nei, ég hata hann ekki lengur. Og ég hata yður ekki heldur lengur. Þér hafið reynst mér sannur vinur og nú er hitt allt saman grafið og gleymt. Á morgun förum við saman héðan, enda á ég þá ekkert erindi hér lengur og ég er orðin þreytt á því að vera að stöðugum hrakningum. Kannski að ég öðlist frið í heima- landi yðar.“ „Eg skal gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að hjálpa yður,“ sagði hann blíðlega. Vonandi get ég fært yður hamingju." „Ef hamingja mín er yóur svona mikils virði.“ sagði hún áköf, „verðið þá við ósk minni Jason. Leyfið mér að fara til Mal- maison. En fljótt. Ég fer ekki fram á meira. Hver sekúnda er dýrmæt.“ Skjálfti fór um hana, er hún nú nefndi hann í fyrsta skipti með fornafni og af kvenlegu innsæi vissi Marianne, að hún hafði snert viðkvæman streng í brjósti hans. Hann lagði höndina á öxl hennar og þau horfðust í augu. JULIETTE BENZONI C Opera Mundi Paris „A morgun," sagði hann alvar- legur, „komið þér með mér? Er það loforð?" „Já, ég lofa því.“ „Komum þá. Eg ætla sjálfur að fara með yður. Við getum ræðst við á leiðinni og það eru þurr föt 1 vagninum." Rödd hans var allt 1 einu orðin glaðhlakkaleg. Hann tók í hönd Mariannes og þau hlupu við fót eftir árbakkanum. Arcadius og hinn ungi Pioche komu á hæla þeim án þess að andmæla. Þau fóru framhjá sápugerðarbygging- unum og því næst Dépot des Marbres, en þegar þau komu á Place de la Conférence sást móta þar fyrir vagni. Þá hallaði Arcadius sér að drengnum, sem hljóp við hlið hans. Blaut fötin gerðu það að verkum, að honum var mjög kalt, en samt var hann léttur í lund. „Heitirðu virkilega Gracchus- Hannibal?" „Já monsieur, af hverju?“ „Vegna þess að ég heiti Arca- dius,“ sagði hann og svarið virtist út í hött. „Veistu að við sameinum Aþenu, Róm og Karþagó? 'Drengur minn, við höfum nú myndað bandalag, sem jafnvel óðasti sagnfræðingur hefði ekki látið sig dreyma um. Og ef þú bætir Ameriku við. þá verðurðu að viðurkenna, að heimurinn hefur aldrei þekkt annað eins.“ „Já, monsieur," sagði Gracchus- Hannibal, en skildi hvorki upp né niður í þessari samlíkingu. „En ættum við ekki að hafa hraðann á? Þau eru að veifa til okkar." „Rétt er það, lagsi," sagði Arcadius glaðlega, „við eigum enn eftir að innsigla dýrð okkar með því að bjarga keisaranum og það keisara frá Korsíku í þokka- bót!" ( Skemmtileg nýjung \ Myndrænar veggfóðursmyndir sem gera skemmtilega breytingu á heimilinu.^úmlega 4 metra breiðar, full lofthæð. Einnig fjöldi mynda á innihurðir. Skemmtileg nýjung. Grensásvegi 11 — sími 83500. Bankastræti 7 — sími 11496. 28. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.