Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 2
UMHVERFIS JÖK Á 96 DÖCUM Miðvikudaginn 9. janúar 1974‘ kl. 6 síðdegis lagði skemmtiferða- skipið Canberra úr höfn í Sout- hampton á suðurströnd Englands. Innanborðs voru milli 1700 og 1800 farþegar og um það bil 750 manna áhöfn, eða samtals álíka og í allstóru bæjarfélagi hér á landi. Við hjónin vorum einu íslending- arnir í þessum hópi, enda held ég að íslendingar geri sáralítíð af því að ferðast á þennan skemmtilega hátt. Canberra er eitt af stærstu far- þegaskipum, sem sigla um heims- höfin, 45 þúsund tonn, og knúin 85 þúsund hestafla vélum. Gang- hraði getur verið 27 hnútar eða um það bil 50 kílómetrar á klukkustund. Við héldum í suðurátt áleiðis á hlýrri breiddargráður, og eftir rysjuveður í Biskayaflóa tók lofts- lag mjög að mildast. Þegar við komum til Madeira eftir tveggja daga ferð, var komið vesta veður. Við dvöldum einn dag á þessari gróðursælu eyju, sem stundum er kölluð Perla Atlantshafsins. Við drukkum madeiravín og renndum okkur á sleðum ofan snarbrattar steinlagðar götur. Svo Iögðum við í hann vestur yfir Atlantshaf, og nú gafst nægur tími til að skoða sig um í þessu mikla skipi. Um borð eru margar vistar- verur. Farþegar hafa til umráða 10 dekk, þar af eru 7 til íbúðar og 3 til sameiginlegra nota, salir margir, smáir og stórir, barir, sundlaugar. verslanir, snyrti- stofur. íþróttasvæði, kvikmynda- salur. sjúkrahús og fleira. Við bú- um á D-dekki, og þaðan eru 90 þrep uppá sóldekk, eða álika og kirkjutröppurnar heima á Akur- eyri. Ekki þurfum við þó að klífa stigana. þvi við höfum 5 lyftur til afnota. Eftir viku ferð frá Madeira komum við til Port Everglades á Florida. Nú vorum við komin í reglulegt sumarveður, og mestan hluta leiðarinnar yfir hafið var dögunum eytt á sóldekkí. Þarna dvöldumst við í 2 daga og skoðuðum Miami og nágrenni, meðal annars það mikla sædýra- safn, þar sem háhyrningar og höfrungar og aðrar sjóskepnur leika listir sínar. Um kvöldið þegar við lágum þarna við bryggju og flestir voru að búast í háttinn, voru farþegar allt í einu vinsamlegast beðnir að yfirgefa skipið um stund, því til- kynnt hafði verið, að innanborðs væri falin sprengja. Allt gekk vel og skipulega, og brátt voru allir komnir í iand. Eftir tvo tíma var leit lokið, án þess nokkuð Fyrir röskum tveimur árum fóru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Sigtryggur Helgason gullsmiður á Akureyri með einu af stœrstu farþegaskipum heims í 96 daga ferð umhverfis jörðina. Sennilega eru þeir íslend- ingar fáir, sem farið hafa slíka ferð, að minnsta kosti höfðu þeir á Canberra aldrei fyrr séð íslendinga um borð. í eftirfarandi grein lýsir Sigtryggur þessari eftirminni- legu ferð þeirra hjóna, en í bréfi til Vikunnar, sem fylgdi greininni, sagði hann meðal annars: „Það verður tœplega sagt margt frá slíkri ferð að gagni í stuttu máli, svo þetta er nánast aðeins beinagrind. Það er nokkuð erfitt að ákveða, hvað á að taka með og hverju að sleppa. Þetta var svo indœl ferð, að í hvert sinn sem maður sér skemmtiferðaskip, langar mann til að leggja á hafið.“ Við hafnarbakkann liggja skútur frá nærliggjandi eyjum, hlaðnar fiski, ávöxtum og grænmeti. Það er mikill hávaði og gauragangur á þessum markaði, og hinum megin götunnar eru krárnar, þar sem rommið flýtur í stríðum straumum og svertingj- arnir dansa í sælli vímu. Um kvöldið var akkerum létt og haldið i suðurátt. . Daginn eftir fórum við hjá Maysihöfða á austurodda Kúbu og svo suður yfir Karíbahaf. Þar blása felli- byljir á haustin, en á þessum árs- tíma er aðeins notalegur gustur, sem kælir mátulega í sólarhit- anum. Fólkið sólar sig og buslar í sundlaugunum eða horfir á flug- fiskana og giskar á, hvað þeir geti nú flogið langt. Laugardaginn 26. janúar komum við til Curacao undan strönd Venezuela. Vegna stærðar sinnar komst Canberra ekki inn í höfnina í Willemstad, höfuðstað eyjarinnar, en lagðist að bryggju í olíuhöfninni um það bil 15 km fjær. Þar er mikil olíubirgðastöð Shell félagsins. Við fórum í leigu- bílum til bæjarins og dvöldum þar til hádegis. Þar mætti halda, að maður væri kominn til Hol- Jands, ef litið er á byggingarstíl- inn, en ibúarnir eru reyndar flestir svartir eða dökkir. Sjaldan kemur dropi úr lofti á Curacao, en svo brá við þennan dag, að um hádegi tók að rigna og rigndi síðan stanslaust það sem eftir var dagsins. Skömmu eftir miðnætti yfir- gáfum við Curacao og komum síðla næsta dags til Cristobal Atlantshafsmegin Panama- skurðar. Áður fyrr var þar eitt- hvert mesta pestarbæli í allri Við skipshlið. fyndist, og allir fóru aftur á sinn stað. Aldrei mun hafa komist upp, hver var valdur að þessu. Frá Florida héldum við til Nassau á Bahamaeyjum, og tók sú sigling aðeins eina nótt. Þar var eins dags dvöl, og lágum við úti á legu, því svo stórt skip sem Can- berra kemst þar ekki upp að bryggju. Nassau er lítil eyja, og þar er ekki margt að skoða. Ferðafólk sækir þangað mikið á vetrum, þvi loftslagið er indælt og golf- straumurinn vermir sjóinn. Við höfnina er ákaflega líflegt. Þar er strámarkaðurinn, þar sem blökkukonur flétta strá allan lið- langan daginn. Kringum þær eru himinháir staflar af stráhöttum, körfum, töskum og stærðar kist- um, í öllum regnbogans litum. 1 Willemstad höfuðstað Curacao. i 2 VIKAN 28. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.