Vikan

Útgáva

Vikan - 08.07.1976, Síða 2

Vikan - 08.07.1976, Síða 2
UMHVERFIS JÖK Á 96 DÖCUM Miðvikudaginn 9. janúar 1974‘ kl. 6 síðdegis lagði skemmtiferða- skipið Canberra úr höfn í Sout- hampton á suðurströnd Englands. Innanborðs voru milli 1700 og 1800 farþegar og um það bil 750 manna áhöfn, eða samtals álíka og í allstóru bæjarfélagi hér á landi. Við hjónin vorum einu íslending- arnir í þessum hópi, enda held ég að íslendingar geri sáralítíð af því að ferðast á þennan skemmtilega hátt. Canberra er eitt af stærstu far- þegaskipum, sem sigla um heims- höfin, 45 þúsund tonn, og knúin 85 þúsund hestafla vélum. Gang- hraði getur verið 27 hnútar eða um það bil 50 kílómetrar á klukkustund. Við héldum í suðurátt áleiðis á hlýrri breiddargráður, og eftir rysjuveður í Biskayaflóa tók lofts- lag mjög að mildast. Þegar við komum til Madeira eftir tveggja daga ferð, var komið vesta veður. Við dvöldum einn dag á þessari gróðursælu eyju, sem stundum er kölluð Perla Atlantshafsins. Við drukkum madeiravín og renndum okkur á sleðum ofan snarbrattar steinlagðar götur. Svo Iögðum við í hann vestur yfir Atlantshaf, og nú gafst nægur tími til að skoða sig um í þessu mikla skipi. Um borð eru margar vistar- verur. Farþegar hafa til umráða 10 dekk, þar af eru 7 til íbúðar og 3 til sameiginlegra nota, salir margir, smáir og stórir, barir, sundlaugar. verslanir, snyrti- stofur. íþróttasvæði, kvikmynda- salur. sjúkrahús og fleira. Við bú- um á D-dekki, og þaðan eru 90 þrep uppá sóldekk, eða álika og kirkjutröppurnar heima á Akur- eyri. Ekki þurfum við þó að klífa stigana. þvi við höfum 5 lyftur til afnota. Eftir viku ferð frá Madeira komum við til Port Everglades á Florida. Nú vorum við komin í reglulegt sumarveður, og mestan hluta leiðarinnar yfir hafið var dögunum eytt á sóldekkí. Þarna dvöldumst við í 2 daga og skoðuðum Miami og nágrenni, meðal annars það mikla sædýra- safn, þar sem háhyrningar og höfrungar og aðrar sjóskepnur leika listir sínar. Um kvöldið þegar við lágum þarna við bryggju og flestir voru að búast í háttinn, voru farþegar allt í einu vinsamlegast beðnir að yfirgefa skipið um stund, því til- kynnt hafði verið, að innanborðs væri falin sprengja. Allt gekk vel og skipulega, og brátt voru allir komnir í iand. Eftir tvo tíma var leit lokið, án þess nokkuð Fyrir röskum tveimur árum fóru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Sigtryggur Helgason gullsmiður á Akureyri með einu af stœrstu farþegaskipum heims í 96 daga ferð umhverfis jörðina. Sennilega eru þeir íslend- ingar fáir, sem farið hafa slíka ferð, að minnsta kosti höfðu þeir á Canberra aldrei fyrr séð íslendinga um borð. í eftirfarandi grein lýsir Sigtryggur þessari eftirminni- legu ferð þeirra hjóna, en í bréfi til Vikunnar, sem fylgdi greininni, sagði hann meðal annars: „Það verður tœplega sagt margt frá slíkri ferð að gagni í stuttu máli, svo þetta er nánast aðeins beinagrind. Það er nokkuð erfitt að ákveða, hvað á að taka með og hverju að sleppa. Þetta var svo indœl ferð, að í hvert sinn sem maður sér skemmtiferðaskip, langar mann til að leggja á hafið.“ Við hafnarbakkann liggja skútur frá nærliggjandi eyjum, hlaðnar fiski, ávöxtum og grænmeti. Það er mikill hávaði og gauragangur á þessum markaði, og hinum megin götunnar eru krárnar, þar sem rommið flýtur í stríðum straumum og svertingj- arnir dansa í sælli vímu. Um kvöldið var akkerum létt og haldið i suðurátt. . Daginn eftir fórum við hjá Maysihöfða á austurodda Kúbu og svo suður yfir Karíbahaf. Þar blása felli- byljir á haustin, en á þessum árs- tíma er aðeins notalegur gustur, sem kælir mátulega í sólarhit- anum. Fólkið sólar sig og buslar í sundlaugunum eða horfir á flug- fiskana og giskar á, hvað þeir geti nú flogið langt. Laugardaginn 26. janúar komum við til Curacao undan strönd Venezuela. Vegna stærðar sinnar komst Canberra ekki inn í höfnina í Willemstad, höfuðstað eyjarinnar, en lagðist að bryggju í olíuhöfninni um það bil 15 km fjær. Þar er mikil olíubirgðastöð Shell félagsins. Við fórum í leigu- bílum til bæjarins og dvöldum þar til hádegis. Þar mætti halda, að maður væri kominn til Hol- Jands, ef litið er á byggingarstíl- inn, en ibúarnir eru reyndar flestir svartir eða dökkir. Sjaldan kemur dropi úr lofti á Curacao, en svo brá við þennan dag, að um hádegi tók að rigna og rigndi síðan stanslaust það sem eftir var dagsins. Skömmu eftir miðnætti yfir- gáfum við Curacao og komum síðla næsta dags til Cristobal Atlantshafsmegin Panama- skurðar. Áður fyrr var þar eitt- hvert mesta pestarbæli í allri Við skipshlið. fyndist, og allir fóru aftur á sinn stað. Aldrei mun hafa komist upp, hver var valdur að þessu. Frá Florida héldum við til Nassau á Bahamaeyjum, og tók sú sigling aðeins eina nótt. Þar var eins dags dvöl, og lágum við úti á legu, því svo stórt skip sem Can- berra kemst þar ekki upp að bryggju. Nassau er lítil eyja, og þar er ekki margt að skoða. Ferðafólk sækir þangað mikið á vetrum, þvi loftslagið er indælt og golf- straumurinn vermir sjóinn. Við höfnina er ákaflega líflegt. Þar er strámarkaðurinn, þar sem blökkukonur flétta strá allan lið- langan daginn. Kringum þær eru himinháir staflar af stráhöttum, körfum, töskum og stærðar kist- um, í öllum regnbogans litum. 1 Willemstad höfuðstað Curacao. i 2 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.