Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 58

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 58
LAX' LMXr LÁIX C Hér koma fimm uppskriftir al réttum úr nýjum eða frystum laxi, sem allar eru frábrugðnar þessu venjulega. SALTAÐUR LAX. 1 kg nýr lax eða frosinn miðstykkið er best. 1 1/2—2 dl gróft salt. Sa/tlögur: 1/2 dl salt í 1 lítra vatns. Útbúið laxinn á sama máta og í gravlax. Nuddið bitana með saltinu og setjið þá með kjöthliðina niður í form eða plastpoka. Breiðið vel yfir og setjið í kæli í um 12 klst. Skolið af laxinum og leggið í saltlöginn, látið standa í kæliskáp í 2-3 sólarhringa. Skerið síðan laxinn í þunnar sneiðar eins og gravlax, og berið fram með hrærðum kartöflum og klipptu dilli LAX í FORMI. Þetta er réttur, sem gott er að matreiða í stærri skömmtum og frysta. Gott er að nota aHganga af saltaða laxinum, sem að ofan greindi. Sé hann of saltur, má leggja hann í undanrennu í 2 tíma. 8 meðalstórar kartöflur, kaldar, soðnar. 1 örþunnt sneiddur laukur ca 250 gr saltaður lax. gróft klippt dill svartur pipar 4 egg 4dl mjólk. Sjóðið mjólkina og látið kólna. helliðsíðanyfirsundurslegin eggin. Flysjið kartöflurnar og skerið í sneiðar, einnig laxinn. Allt er sett til skiptis í lögum í eldfast form og piprað á milli laga. Efsta lagið á að Bcazilíukaffi flrvalskafíi vera kartöflur. Hellið eggjamjólk- inni yfir og bakið við 225° í 35—40 mínútur, eða þar til eggin hafa stífnað og rétturinn fengið á sig góðan lit. Berið fram með smjöri og hrökkbrauði. STEIKTUR LAX í SNEIÐUM. Skerið nýjan eða frosinn lax í 1 1/2—2 sm sneiðar. Nuddiðþærmeðsítrónusafaog um 1 tsk. af salti og nýmöluðum pipar. Látið sneiðarnar liggja svona í 20 — 30 mínútur. Steikið síðan við vægan hita í 3—4 mínútur á hvorri hlið. Klippið dill yfir og berið fram með kartöflum, harðsoðnum eggj- um og grænmeti. GRAVLAX. 1 kg lax, nýr eða frystur, helst miðstykkið 4 msk. salt 3—4 msk. sykur 2 tsk. piparkorn (hvít) ríkulegt af dilli. Sé laxinn frosinn, er hann látinn þiðna. Laxinn flakaður og smá- beinum kippt burtu. Piparkornin steytt og þeim síðan blandað saman viðsykurinnogsaltið. Flökin nudduð með hluta af blöndunni. Setjið fiskinn síðan með roðhliðina niður í glerfat eða rúmgóðan plastpoka. Stráið þykku lagi af kryddi og dilli yfir og setjið síðan kjöthliðina á hinu flakinu yfir. Leggið flökin á misvíxl þannig að þunna stykkið á öðru flakinu liggi við þykka stykkið á hinu. Stráið síðan yfir því sem eftir er af kryddblöndunni og dillinu og lokið pokanum vel. Látið laxinn í kæli- skáp í 2 daga og snúið honum anna veifið. Berið laxinn siðan fram í örþunnum roðlausum sneiðum. Skreytið með dillgreinum og salat- blöðum, sítrónubátum og gravlax- sósu. LAX SOÐINN í ÁLPAPPÍR. Hann má bera fram bæði heitan og kaldan. 600 — 700 gr nýr eða frystur lax 1 sítróna 3 tsk. salt 12 gróftmulin hvít piparkorn 1 meðalstór þunntsneiddur laukur 1 mulið lárviðarlauf ríkulegt af gróftklipptu dilli álpappír. Sé laxinn frosinn er, hann látinn þiðna fyrst. Laxinn hreinsaður og þerraður. Dreypið sítrónusafa að utan og innan, stráið salti og pipar og nuddið inn í. Veljið þykka gerð af álpappír. Setjiðlaxinn á helminginn af lárviðarlaufinu, lauknum og dillinu og setjið hinn helminginn ofan á. Pakkið síðan pappírnum þéttsamanutan umfiskinn. Setjiðí 200° heitan ofn og áætlið um 40 — 50 mínútna suðutíma. Laxinn er borin fram heitur með soðnum kartöflum og Hollenskri sósu. Kaldur lax er hins vegar borinn f ram meðgrænusalati, agúrkusneiðurm ogsósuúrsýrðumrjóma, kryddaðri með sinnepi, salti og pipar eða mayonesse og í báðum tilfellum ríkulegt af dilli. LAXAPIROG. 6 dl hveiti 1/2 tsk. salt 150 gr smjörlíki 1 1 /2 dl ískalt vatn Fyl/ing. 6 harðsoðin egg, grófsöxuð 2 dl soðin hrísgrjón 1 1 /2 dl kaffirjómi afgangur af graflaxi, ca 200 gr og álíka mikið af reyktum laxi 3—4 msk. fíntklipptur graslaukur salt, svartur pipar. Blandið saman hveiti og salti, myljiðsmjörlíkiðsaman við, hnoðið saman með vatninu og láið bíða á köldumstað í minnst klukkustund. Skerið laxinn mjög fínt og blandið saman við egg, hrísgrjón og graslauk og þynnið með rjóman- um. Kryddið með salti og pipar. Skiptiðdeiginuítvenntogfletjiðút í 2 aflangar lengjur. Setjið fyllinguna á aðra lengjuna og setjið á smurða plötu. Látið vera ca 2 sm bil meðfram köntum. Penslið kantana með sundurslegnu eggi og setjið 58 VIKAN 28. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.