Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 28
mátti ekki stirðna. Hún varð að , geta hreyft sig og það fljótt. „Nýkomin ofan úr sveit, fuil af áhuga. Hlátur þinn var dillandi, Irina. Já, ég minnist þess í hvert sinn er ég heyri nafn þitt nefnt.“ Hún reyndi að hlæja, en það varð ekki meira en eins konar bros. „Var það þess vegna sem þú bauðst til að koma mér heilu og höldnu til Austurríkis?" „Eigum við ekki heldur að segja að það hafi verið forvitni? Mig langaði að vita hvort þú værir enn dóttir föður þíns eða hvort móðir þín hefði náð undirtökun- um að lokum. „Eg varð aldrei flokksbundin." Orð hennar heyrðust varla. „Nú, líklega hefur móðir þín verið nógu mikill kommúnisti fyrir bæði þig og föður þinn. Ég verð að segja...“ En hann gerði það ekki. Óviðeigandi, hugsaði hann, gæti litið út fyrir að hann væri að hælast um. Hedwika Kusak, þessi tryggi flokksmeðlim- ur, hafði verið fangelsuð upp úr 1960 af sínum eigin félögum vegna þess að hún hafði farið út af línunni. Hún hafði sjálf fengið að tæma þann bikar sem hún hafði ætlað öðrum. „Já, stjórnm&l sundra fjölskyldum,“ sagði hann, „og nú ætlarðu á fund föður þíns. Af hverju fórstu ekki með honum fyrir fjórum árum, þegar rússn- esku skriðdrekarnir komu?“ Já, næstum því fjögur ár síðan, hugsaði hann kuldalega. Agúst 1968. I dag var 24. júlí 1972. Fjögur ár og enn voru réttarhöld- in í fullum gangi. Þau þögðu um stund. „Eg átti tvö börn þá,“ sagði hún svo. Hann nagaði sig í handabökin fyrir að hann skyidi hafa gleymt sorgarleiknum í sambandi við börnin. Hann hefði velt sér of mikið upp úr persónulegum sigri sínum yfir Hedwiku Kusak. (Hún hafði bundið enda á frama föður hans, komið honum út úr allri kennslu, fyrirlestrahaldi og út- gáfu.) „Fyrirgefðu mér, Irina,“ sagði hann. Hún snerti hönd hans sem snöggvast. „Eg held að þú sért enn vinur minn, hvaða orð sem hefur farið af mér.“ Bros hennar varð nú meira sannfærandi. „1 dag varstu svo einkennilega þögull mestalla leiðina. Ég hélt... jæja,“ Hún stundi og horfði á himininn í vestri. Skýin voru rauðgul og sumstaðar sló yfir í fagurrautt. Skyldi hún nokkru sinni framar sjá sólarlag úr sínu eigin föðurlandi. „Þakka þér fyrir að koma mér hingað heilli á húfi.“ „Mér var fengið þetta verkefni. Þetta er mitt starf." Hann var stuttur í spuna en ánægður. „Þér ferst það vel úr hendi." Hann lést ekki heyra orð hennar. Hún sá fyrir sér sterklegt, en lag- legt andlit fyrrverandi eigin- manns síns, er hann hafði horft ákveðinn á hana og talað í ein- lægni. Orð Jiris hljómuðu skýrt í eyrum hennar núna, rétt eins og hann hefði orðið en ekki Josef. „Þú verður óhult. Eg er búinn að koma því svo fyrir. Engin vand- ræði.“ En þetta gat verið annað kænskubragð, önnur lýgi. Kann- ski beið hennar og Josefs einhvers konar gildra við landa- mærin. Þá gæti Jiri komið henni i fangelsi og notað það sem agn til þess að tæla föður hennar úr út- legð. En rödd Jiris hafði verið einlæg. Hún fann það nú orðið á sér hvenær hann var að ljúga. Og hvað sem öðru leið, þá var þetta eina tækifæri hennar til þess að komast úr landi. Alveg þangað til síðustu vikurnar hafði hennar I verið vandlega gætt, fylgst með hverju fótmáli hennar. En þenn- an mánuð hafði hún verið laus undan þessu. Hún og Jiri höfðu komið sér saman um það. „Fyrirgefðu,“ sagði hún við Josef, „hvað varstu að segja?“ „Ég kvaðst ekki geta sagt þér, hver hefði fengið mér þetta verk- efni. Þeim mun minna, sem þú veist, því betra fyrir okkur öll. En þú verður í góðum höndum, strax og þú verður komin yfir landa- mærin. Ludvik Meznik verður í bifreiðinni ásamt bróður mín- um.“ Hann leit á undrandi andlit hennar. „Hvað er að?“ „Ludvik Meznik, er hann einn úr ykkar hópi?“ „Ég vissi ekki, að þið þekkt- ust.“ „Aðeins lauslega." Hún var nærri búin að glopra því út úr sér.að hún hefði séð hann heim- sækja Jiri. Leynilegar heimsókn- ir. En síðan voru liðin þrjú ár og hún hugsaði með sér að Ludvik hlyti að hafa skipt um stjórnmála- skoðun. Margir gerðu það. Eða ef til vill hafði hann verið í neðan- jarðarhreyfingunni og fengið það hlutverk að laumast inn í raðir Jiris. Grunsemdir höfðu verið of stór hluti af lífi hennar, hugsaði hún, og þær rugluðu dómgreind- ina. Hún gat varla gert greinar- mun á réttu og röngu lengur, né vini og fjandmanni. „Ludvik er pottþéttur,“ sagði Josef, „hann vann ágætis verk fyrir okkur í Prag. Hann er bæði gáfaður og 'nugrakkur, skeytir engu um hættur.“ Hann leit á úrið. „Augnablikið nálgast." Myrkrið var í þann veginn að hylja akra og hæðir. „Nógu bjart til þess að sjá, en komast sjálfur óséður." Hann sótti vírklippur, litlar en flugbeittar, úr djúpum innivasa ágrófumleðurjakka, sem hann var i. Ur öðrum vasa komu þykkir gúmmíhanskar. Hann var í skóm með þykkum gúmmisólum og hann tók eftir undrun hennar. „Aldrei nógu varkár," sagði hann, „ef til vill hafa þeir hleypt straumi á vírana. Ég fer fyrst. Þú telur upp að tíu og fylgir svo á eftir. En snertu ekki vírana. Ég mun sjá um að koma þér í gegn. Þvi næst tek ég til fótanna, ef verið gæti að þeir hafi komið fyrir neyðarbjöllu. Næstu landamæra- stöðvar er vel gætt, en hún er sex kílómetra í austur.“ „En er ekki hugsanlegt, að þeir hafi leitarljós?“ sagði hún um leið óg hún stóð upp. Hún setti á sig slæðuna og batt hana vandlega undir hökuna. Gaddavír, sagði hún við sjálfa sig og reyndi að halda aftur af skjálftanum. Svo tók hún upp strigatösku, sem hafði legið hjá trénu er hafði skýlt þeim. „Leitarljós koma ekki að notum nema i niðamyrkri,“ sagði Josef. Þetta var ósatt, en hann vildi hug- hreysta hana. Hún hafði víst um nóg annað að hugsa næstu fimm 28 VIKAN 28. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.