Vikan

Útgáva

Vikan - 08.07.1976, Síða 34

Vikan - 08.07.1976, Síða 34
Sue Aravmizu: Hvers vegna er bannað að selja bjór á Islandi? Eilen Nygaard ætlaði að fara með foreldra sína norður í land og helst tii Vestmanna- eyja. Kristján Arngrímsson ieiðsögumaður fræðir ferðalangana um land og þjóð. enda vorum við farin að nálgast Skálholt, þegar þar var komið sögu, en norðmenn áttu sem kunnugt er stóran þátt í að reisa Skálholtskirkju á sínum tíma, svo ég væri lítill diplómat, ég hefði ekki verið búinn að ræða við þetta ágæta fólk úr Birkeland í Sörlandet í Noregi.áður en stigið var út úr bilnum, sem Egill Jónsson ók af snilld, í Skálholti. I Norsararnir voru þau hjónin Tobine og Norman Nygaard ásamt Ellen dóttur sinni, sem reyndist kunna nokkuð fyrir sér í íslensku, þegar ég fór að tala við þetta ágæta fólk. Ellen hefur semsé unnið í afgreiðslunni I hjá Hjálpræðishernum í tæp tvö ár og skilur I íslensku og talar allvel, þótt hún umgangist mest landa sína og dani í vinnunni. Ellen sagði, að sér líkaði vistin hér vel. Hún hefði séð starfið auglýst í norsku blaði og ráðið sig hingað eftir nokkra umhugsun. Ellen hefur ferðast svolítið um landið. Þetta var í annað sinn, sem hún fór til Gullfoss og Geysis, og sagðist hún hafa kjörið þessa ferð handa foreldrum sínum til að byrja á að kynnast Islandi. Þau Tobine og Norman komu hingað 1 hálfs ma'naðar heimsókn og Ellen ætlaði að fara með þau norður í land, áður en lerra og frú Hols frá því flata lándi Hollandi: Hér er svo mikið rok 34 VIKAN 28.TBL. þau færu aftur heim. Auk þess sagðist hún endilega ætla að reyna að fara með þeim til Vestmannaeyja, því að þangað hefði sér þótt gaman að koma. Norman Nygaard sagðist lítið hafa séð af landinu nema Reykjavík, en hún væri falleg borg, sem sér þætti gott að dveljast í. Þá var röðin komin að henni Dauby Monique, franskri vinkonu Monigue hinnar belgísku, en þær voru saman á ferð. Dauby Monique er einkaritari í útgáfufyrirtæki í París. Þegar áð var í Þrastarlundi, þar sem ferðalanganir fengu sér kaffi, höfðu þær stölllur orð á þvi, að landslag þar væri áþekkt því, sem Emily Bronte lýsir í sögu sinni Fýkur yfir hæðir. Dauby sagði, að gráu litbrigðin í íslensku landslagi þættu sér einstaklega fögur og eins og stalla hennar frá Bruxelles talaði hún um, hve litríkar íslenskar byggingar væru yfirleitt. Kólumbísku hjónin Thea og Joachim Meyer voru á ferð til Þýskalands, en höfðu hér tveggja daga viðdvöl. Þau sögðu að lands- lag hér væri ekki óáþekkt landslaginu í Kólumbíu, þegar komið væri upp í 3200 metra hæð. Joachim Meyer er ljósmyndari að atvinnu og oftar en einu sinni lá nærri, að hann yrði eftir á áningarstöðum, því að hann gleymdi sér gjarna við myndatökur. Else Scmidt, kaupkona frá Bremerhaven í Þýskalandi, var á leið vestur um haf til að heimsækja vinkonu sína úr skóla, sem er búsett þar. Else Scmidt hafði lesið töluvert um ísland, áður en hún kom hingað, en sagðist hafa gaman af því að sjá landið með eigin augum, og bjóst jafnvel við því að koma hingað aftur seinna. Hún sagði, að kunningjar sínir heima í Bremerhaven hefðu verið steinhissa á því, að hún skyidi ætla til Islands, hér væri ekki ýkja mikið að sjá, en nú gæti hún staðfest þegar heim kæmi, að því væri þveröfugt farið. Else fann helst að því, að fólki væri tæpast gert kleift að ferðast hér ódýrt, hér ætti að byggja alþjóðlegar unglingabúðir, því að landið hefði upp á svo ótal margt að bjóða. Hollensku hjónin herra og frú Hols kvörtuðu sáran yfir rokinu, sögðust sakna blómanna og trjánna í Hollandi, landið væri grátt og gróðurlaust, og víðáttan óskapleg. Með herkjum tókst mér þó að fá þau til að viðurkenna, að fjallasýn væri hér óvenju falleg og landið tiltölulega ósnortið af mannahöndum, en ég býst tæpast við því, að þessi ágætu hjón reki mikinn áróður fyrir ferðalögum til íslands, þegar heim kemur. Fleiri voru viðmælendur okkar i þessari ferð raunverulega ekki. Bandarísku systkinin Janet og Bill Foulis vildu sem minnst við okkur tala, líklega hefur þeim ekki fundist árennilegt að flagga neinum skoðunum um land og þjóð opinberlega. Janet lét þess þó getið, að hún væri I mestu vandræðum með hárgreiðsluna í rokinu hérna. Að öllu samanlögðu held ég að hópurinn hafi verið nokkur ánægður með The Golden Circle Tour þennan dag, þrátt fyrir rokið og ofurlitla rigningu hjá Geysi í Haukadal. Vita- skuld var það snöggsoðin vitneskja um landið, þjóðina og sögu hennar sem þessu fólki var látin i té í ferðinni, en vonandi hefur það verið nokkru vísari eftir en áður. Tról.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.