Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 18
Eflaust muna einhverjir eftir því, að ég prófaði Yamaha M.R. 50 cc torfæruhjól fyrir skömmu. Nýlega var mér boðið að prófa Yamaha 50 cc götuhjól, og þáði ég það að sjálfsögðu. Þótt þessi tvö hjól séu mjög ólík eiga þau margt sameiginlegt, eins og til dæmis mótorinn, sem er 49 cc. En til þess að komast í skellinöðruklassann’þarf að inn- sigla þau í 2,5 hestöfl. 5 gíra gír- kassi er líka á þessu hjóli, og vélin MMUfM v sér sjálf um að blanda olíu og bensíni saman. Það vakti einna mesta athygli mína, að diskabremsa er á fram- hjólinu og með vökvadælu, sem gerir það að verkum, að fram- bremsan er alls ekki eins hættuleg fyrir viðvaninga og verkar þar að auki frábærlega vel. Ég prófaði hjólið eingöngu í bænum, því það er gert fyrir venjulega götukeyrslu. Aksturs- eiginleikar hjólsins eru góðir, og það liggur mjög vel á vegi, jafnt í beygjum sem á beinum vegi. Á malarvegi er hjólið gott í akstri og læturvel aðstjórn. Það á jafnt við um þetta hjól og torfæruhjólið, að gírahlutfallið í gírkassanum er eins og best verður á kosið, svo krafturinn nýtist sem allra best. 'I innanbæjarkeyrslu er hjólið Hraðamælir og snúningshraða- mælir eru á Yamaha 50 cc. Til hægri má sjá áfyllingu og dælu fyrir bremsuna á framhjólinu. 18 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.