Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 37
ILUR MIG EKKI ég að ég elski meira en allt annað I heiminum. Ég er reyndar með mynd af þeim hérna. — Já, þetta efu allra myndar- legustu börn. — Já, er það ekki? Og þótt svona tvö stykki geti verið nokkuð erfið á stundum, vildi ég ekki fyrir nokkurn mun vera án þeirra. Þessi börn eru mér allt, og ég ímynda mér, að ég sé einnig þeim mikils virði. Ég hefí hugsað mikið um það og kemst ekki að annarri niður- stöðu en að ég hafi verið góður faðir. — Ekki efast ég um það, herra minn. — Nú haldið þér áreiðanlega, að ég, þrátt fyrir allt það sem ég hefi sagt yður, hafi ekki verið reglulega hamingjusamur, en það er ekki rétt. Ég var hamingjusamur, eða að minnsta kósti ánægður, allt að þeim degi, þegar ég fékk þessa einkennilegu hugdettu. Heyr- ið þér annars, ég þreyti yður þó ekki 'með öllu þessu tali? — Alls ekki, herra minn, það til- heyrir starfi mínu að hlusta. — Það er fallega gert af yður að taka þessu þannig. En sjáið þér til, dag einn þegar ég var á leið heim frá vinnu kom nokkuð einkennilegt fyrir. Þegar ég ók framhjá litlum veitingastað tók ég eftir skilti, þar sem á stóð, að saltkjöt og baunir væru þar á boðstólum þennan dag, og þá greip mig allt í einu löngun til þess að borða saltkjöt og baunir. Nú megið þér ekki halda, að ég fái aldrei saltkjöt og baunir heima hjá mér, því það fáum við alltaf við og við. Og ef líður of langt á milli, þá þarf ég ekki annað en að nefna það við konuna mína, að nú langi mig í saitkjöt og baunir, og þá býr hún til saltkjöt og baunir. En fyrir það fyrsta var ósennilegt, að við settum að fá saltkjöt og baunir einmitt í dag, og að öðru leyti fann ég allt í einu hjá mér óútskýranlega þörf fyrir að sitja einn og borða saltkjöt og baunir. Eins og ég sagði áðan, þá þykir mér mjög vsent um konu mína og börn, en það er nú einu sinni svona, að þegar við erum sest að matborðinu og erum byrjuð að borða, þá er konan mín vön að spyrja, hvernig hafi gengið á skrif- stofunni . þann daginn. Það er auðvitað ekkert illt í því, og hún segir þetta sjálfsagt mest til þess að koma af stað samrarðum. En nú skeður sjaldan neitt sérstakt á skrif- stofunni, svo ég cr vanur að svara, að það hafi gengið vel, og svo tölum við ekki meira um það. En þegar maður nú hefur verið spurður SMÁSAGA EFTIR FINN S0EBORG. þessarar sömu spurningar og gefið þetta sama svar ! fimmtán ár, þá kemur að því, að maður stendur sjálfan sig allt í einu að því að óska þess, að hún gæti, þó ekki væri nema I eitt einasta skipti, spurt um eitthvað annað. Og svo eru það börnin. Það er alveg sama, hversu elskuleg þau eru, þau eru ansi óróleg. Þau rugga sér á stólunum og hella ofan I dúkinn og tala bæði I einu, svona eins og krakkar eru vön að gera. Ég ætla alls ekki að álasa þeim fynr það, en .. sem sagt, til þess að gera langt mál stutt, þá fór ég inn I simaklefa og hringdi heim til konunnar minnar og sagðist þurfa að vinna eftirvinnu á skrifstofunni og kæmi þess vegna ekki fyrr en seinna. Konan m!n varð hvorki móðguð né leið, henni fannst það vera verst fyrir mig. Hún spurði, hvort hún ætti að bíða með matinn, en ég sagðist ætla að borða á kostnað fyrirtækisins og að ég gerði ráð fyrir að koma seint heim. Og svo fór ég sem sé inn og borðaði saltkjöt og baunir. Þær voru svo sem ekkert betri en baunirnar sem konan mln býr til, þær voru meira að segja ckki eins góðar og hennar baunir, því hún er vön að láta tímían útí þær, sem mér þykir sérstaklega gott, en það var ekki gert þarna. Og ég borðaði þær án þess að það væri neinn, sem ruggaði sét á stólunum eða hellti ofan I dúkinn eða spyrði mig, hvernig hefði gengið á skrif- stofunni. Ég hafði sest við lítið borð, þar sem ekki var sæti fyrir fleiri, þvl mig langaði ckki til þess að tala við neinn. Ég vildi bara fá að borða baunirnar mínar I friði, aleinn með sjálfum mér. Þegar ég hafði borðað fór ég I b!ó og sá leynilögreglumynd. Ég hefði svo sem ekki þurft að stelast til þess, því það hefur aldrei neinn hindrað mig I því að fara I bló. Konan mín og ég förum alltaf saman I bló annað slagið, krakkarnir eru nú orðin nógu stór til þess að geta verið ein heima smástund. Konan mln er að vísu ekkert sérlega hrifin af leynilögreglumyndum, en hún er ekkert á móti þvl, að ég fari einn, ef um er að ræða mynd, sem hún ekki hefur áhuga á. En þá þarf ég auðvitað fyrsta að segja henni, að ég hafi hugsað mér að fara I bló, og þó að hún sem sagt hafi ekkert á móti því, sit ég samt alltaf þarna með samviskubit, og mér finnst, að ég hefði heldur átt að vera heima. I þetta sinn vissi hún ekki, að ég fór I bíó, og ekki veit é'g hversvegna, en þrátt fyrir að myndin var ekki sérlega góð, þá naut ég þess betur en ég var vanur og sat þarna og lét fara vel um mig I tvær klukku- stundir, meðan ég var að melta baunirnar. Þegar myndin var búin ,fór ég heim. Konan mln spurði, hvort ég væri þreyttur, og ég svaraði já, svolítið. Hún spurði, hvað ég hefði fengið að borða, og ég svaraði saltkjöt og baunir, og þá sagði hún, að þar hefði ég verið heppinn. Svo bjó hún til kaffi handa okkur, og við sátum smástund og röbbuðum saman, og síðan fórum við að hátta. Burtséð frá því að ég hafði verið svo- lítið út á við aleinn, var þetta ósköp eðlilegt kvöld. En þetta litla ævintýri mitt kom mér á bragðið, og ég endurtók skemmtunina á næstunni, án þess að konuna mlna grunaði neitt. En mikið vill meira eins og þar stendur. Og dag nokkurn fann ég upp á öðru alveg nýju. Ég sagði konunni minni, að ég yrði að fara burtu úr bænum næsta dag til þess að gera athuganir á bókhaldinu I útibúi okkar I öðrum bæ, og að dagurinn færi áreiðanlega I það og ef til vill kvöldið llka, svo ég neyddist líklega til þess að gista um nóttina. Konunni minni fannst þetta ekkcrt skrltið, hún var vlst eiginlega stolt af þvl, að mér skyldi trúað fyrir slíku verkefni. Þegar ég fór af stað næsta morgun óskaði hún mér góðrar ferðar, bað mig aka varlcga, og ég lofaði henni þvl. Fyrst ók ég nú» bara I næsta símaklefa, þar sem ég hringdi til fyrirtækisins og sagðist ekki koma I dag, af þvl ég væri svo kvefaður. Slðan stefndi ég út á þjóðveginn. Ég ók nú ekki til þess bæjar, þar sem við höfum útibúið, heldur til annars bæjar. Það getur verið alveg sama hvaða bær það var, það var I rauninni alger hending, að það varð einmitt þessi bær. Ég fékk h'erbergi á besta hóteli bæjarins og notaði svo daginn til þess að labba um og skoða bæinn. Það var svo sem ekki af þvl að þar væri neitt sérstakt að sjá, þér vitið, hvernig þessir bæir úti á landi eru, en samt sem áður naut ég þess að ráfa þarna um aleinn, algjörlega stefnulaust. Seinna át ég ágætan kvöldverð á hótelinu og fór síðan upp á herbergið mitt, þar sem ég afklæddi mig, fyllti baðkerið af heitu vatni, lagðist I það með leyni- lögreglusögu, sem ég hafði keypt til þess arna. Yður.finnst þetta sjálfsagt ein- kennileg ánægja, og þá llklega ekki hvað slst fyrir það, að við höfum bæði baðker og heitt og kalt vatn heima I raðhúsinu. En það er nú bara það, að ef ég ætla I bað heima, þá verð ég fyrst að tilkynna, að nú ætli ég I bað, og þá þarf konan mín fyrst að komast að til þess að pissa, og svo þurfa krakkarnir líka að komast á klósettið eða þvo sér um hendurnar eða bursta I sér tennurn- ar, eða hvað það nú kann að vera. Og þó að það væri líklega aldrei neinn, sem segði orð við þvl, þá er ég samt viss um, að þeim mundi finnast það undarlegt, ef ég færi með leynilögreglusögu með mér I bað og lægi þar á floti I margar klukkustundir. Hér þurfti ég ekki að standa neinum reikningsskil á gjörðum mínum, og ég stóð ekki upp úr baðkerinu fyrr en ég hafði klárað leynilögreglusöguna, og þá fór ég beint I rúmið. Og vel að merkja, — aleinn. Það var ekkert sem hét með stofustúlkunni eða neitt þessháttar. Ég fór I rúmið, sofnaði og vaknaði ekki fyrr cn langt var liðið á næsta morgun. Ég tók saman dótið mitt, borðaði léttan hádegisverð og ók siðan heim, þar sem konan mln tók á móti mér með mikilli ánægju yfir því að sjá mig aftur. Hún spurði, hvernig hefði gengið, og ég sagði, að það hefði gengið ágætlega, en að það yrði jafnvel nauðsynlegt fyrir mig að fara þangað aftur eftir nokkurn tíma. Ég hafði, skiljið þér, fengið smekk fyrir svona smáferða- lög, og ég vildi halda opnum dyrum til þess að fá tækjfæri til þess að endurtaka skemmtunina. Mánuði seinna fór ég aftur út á land. I þetta sinn fór ég til annars 43. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.