Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.10.1976, Side 45

Vikan - 21.10.1976, Side 45
 Heyrt frá Frakk/andi að velstæður verksmiðjueigandi hafi yfirgefið heimili sitt og fyrir- tæki vegna ástar sinnar á konu einni. Konan, sem hefur sett aumingja manninn úr sambandi, er Mona Lisa da Vincis. Maður- inn er sagður alveg heltekinn af hinu heimsfræga brosi Monu Lisu og hefur hann sótt um vinnu sem safnvörður í Louvre safninu til að vera nálægt elsk- unni sinni. Eiginkonan yfirgefna hefur sagt blaðamönnum að hún skilji vel hvernig tilfinningar svona listaverk getur vakið. En hún er sjálf listamaður. Ja, það er nú gott og blessað, að konan skuli vera svona skiln- ingsrík. En ekki skil ég þetta, en ég er nú heldur ekki lisíamaður. Hendur brúðarinnar Mundu að þetta er dagurinn, _ sem ekki dugir að fela hendurn- ar. Svo byrjaðu að huga að höndum þínum þrem til fjórum vikum fyrir brúðkaupið. Notaðu handáburð rækilega og hanska ef þú þarft að sinna verkefnum sem fara illa með hendurnar. Hafðu neglurnar ekki of langar, reyndu að hafa þær möndlulaga og vandaðu valið á lit, ef þú ætlar að lakka þær á þessum merkisdegi þínum. id; % Margar indíánafjölskyldur vinna fyrir mat sínum með því að búa til handmálaðar leirskálar og krukkur. Hinir fullorðnu teikna mynstrin, og síðan fylla börnin þau út með litum. Brúðarvöndur mánaðarins er gerður af Stefáni Hermanns í STEFÁNSBLÓM v/Barónsstíg, sími 10771. Eftirfarandi blóma- tegundir eru notaðar í vöndinn: Gular rósir, hvítar rósir, gular gerberur og gular fresjur. ,,/ook" Vaskaskinn er nú hæst móðins, helst með kögri. Kannski eigum við gamlar rúskinnsflíkur, sem nota má í staðinn fyrir vaska- skinn. Þá má Jeggja allskonar bönd og bróderí á rúskinnið og gera það dálítið indíánalegt. indíána — 43. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.