Vikan - 16.12.1976, Side 4
ölaskraub..
Texti og myndir: Ragnheiður Gestsdóttir
Flestar fjölskyldur skapa sér gegnum árin ákveðnar hefðir í sambandi við skreytingar á jólunum. En
fyrir þá, sem nú eru í fyrsta sinn að halda jól á eigin heimili, og eins þá, sem vilja breyta til eða
endurnýja jólaskrautið, eru hér nokkrar uppástungur. Það er líka tilvalið að stytta börnunum biðina
eftir jólunum með því að leyfa þeim að þúa til ýmis konar jólaskraut — og þeir, sem teljast
fullorðnir, geta líka haft gaman af að leika sér svolítið.
JÓLATRÉÐ: Það getur verið fallegt að halda sig við einn
eða tvo aðalliti í jólatrésskrautinu, til dæmis rautt og gyllt
eða blátt og silfurlitt. Ef Ijósin á trénu eru marglit, mætti til
dæmis skreyta tréð eingöngu með gylltum kúlum og
gullpappírsskrauti. Marglitir jólapokar njóta sín hins vegar
vel, ef tréð er að öðru leyti skreytt með rauðum hjörtum og
rauðum kúlum. Tré, sem skreytt er með smákökum, er alltaf
vinsælt hjá yngri kynslóðinni, en ekki er víst, að mikið verði
eftir af skrautinu, þegar kemur fram á þrettánda! Ýmis form
eru skorin út úr sýrópskökudeigi, annað hvort með þar til
gerðum málmformum, sem margir eiga, eða með því að
skera eftir formi, klipptu úr pappa. Skreyta má kökurnar
með hvítum eða lituðum glassúr eða skrautsykri. Munið aó
gera gat í kökuna til að hægt sé að þræða í band til
upphengingar.
ENGILL: Takið upp teikninguna í næstu opnu á þunnt blað
og klippið formið út. Gleymið ekki að merkja raufarnar A og
B inn á. Notið formið síðan til að teikna eftir á málmpappír.
Klippið engilinn út úr málmpappírnum og beygið hann
saman, þannig að vængirnir mætist. Stingið raufunum A og
B saman eins og myndin sýnir. Hár má búa til með því að
klippa ræmur af málmpappír og vefja þeim utan um grófan
þandprjón eða mjóan þlýant til þess að krulla þær. Endarnir
á lokkunum eru límdir aftan á höfuðið. Band til
upphengingar er límt milli höfuðs og geislabaugs. Einnig má
skreyta engilinn með stjörnum eða hjörtum úr málmpappír.
Þessi engill getur staðið og mætti því líka nota sem skraut á
jólaþorðið. Auðvitað má líka klippa engilinn út úr
kartonpappír og mála eða klippa skreytingar. Skraut, sem
klippt er úr málmpappír, er hægt að nota hvort sem er á tréð
eða í gluggaskreytingar og óróa.
4
4 VIKAN 51.TBL.