Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.12.1976, Side 10

Vikan - 16.12.1976, Side 10
Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumábnámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú Wustar, þú skilur og tabr síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagnsog ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. E^st-ce. I Ouu±obuS Húwmsvo 5Q- s'our LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur • Laugav.96 sími 13656 PÓSTIKI.W SKÁLAVÖRÐUR MEÐ MEIRU. Kæri Póstur! Það eru nokkrar spurningar, sem ég hef mikinn áhuga á að fá svör við. Ég veit að ykkur er illa við númeraðar spurningar, en vona samt að þið fyrirgefið mér í þetta sinn. 1. Hvaða kunnáttu og réttinda er krafist, ef maður vill komast sem skálavörður eða aðstoðar- skálavörður í ferðaskála Ferðafél- ags islands eða annarra félaga? Ég á við ferðaskála eins og í Þórs- mörk, við Veiðivötn og í Kverk- fjöllum. 2. En í skála á Hveravöllum eða Sandbúðum? 3. Ég kann ensku og dönsku. Er það nóg? Og skóli eða próf? Gagnfræðapróf? 4. Eru einhver aldurstakmörk og eru einhversstaðar tveir í skála? 5. Hvernig á ég að komast að sem leiðsögukona eða til aðstoðar í ferðalögum? 6. Hvert á ég að snúa mér til þess að komast sem skiptinemi til útlanda? 7. En í vinnu erlendis? 8. Svo vildi ég fá að vita hvort einhvers staðar er hægt að fá keyptar bækur „Sögusafns heim- ilanna" ódýrari en í bókabúðum. Jæja, þetta er víst orðið nóg. Það væri gott að fá svar eins fljótt og hægt er og ég ætla því ekki að spyrja hvernig skriftin sé. Vertu blessaður og ég þakka birtinguna ef til kemur. Ein ferðakona. Pósturinn haföi samband viö Feröafé/ag is/ands ti/ þess aö fá svör viö þessum spurningum. Engar sérstakra réttinda eöa kunn- áttu er krafist af skálavöröum þeirra. Æskilegt þykir aö fólk sé oröiö ful/þroska og hei/suhraust. Reglusemi er áskilin og einhver kunnátta i hjálp / viölögum. Mála- kunnátta æskileg. Feröafélag /s- lands á ská/a í Hveradölum, en i Sandbúðum er einungis skáli Veö- urstofu islands og þar er staðsett veöurfræöingur. i sumum skálum eru tveir eða fleiri verðir t.d. eru tveir I skálanum i Landmanna- laugum og tveir til þrír i skálanum í Þórsmörk. Ef þú hefur hug á aö komast aö sem skálavörður, ættir þú að skrifa Feröafélagi Íslands eða einhverju ööru félagi og sækja um s/íka stöðu. Þá er oft betra að nefna einhvern sérstakan skála. Annars mun vera fremur erfitt að komast i þetta starf eins og er. Leiösögufólk er einnig oft á vegum ferðafélaga. Stundum hafa veriö haldin sérstök nám- skeið fyrir leiösögufólk, en óvíst er hvenær slíkt verður haldiö næst. Það er reynandi að senda inn umsóknir ti/ ferðafé/aga. Ef þú vilt komast sem skiptinemi til útlanda er best fyrir þig að snúa þér til viöeigandi sendiráös. Það sama gildir um atvinnu. Stundum er hægt að fá þessar bækur, sem þú minnist á, keyptar á fornbókasöl- um og eru þær þá mun ódýrari. HEIMILISFÖNG. Kæri Póstur! Við vonum að þetta bréf lendi ekki í hinni frægu ruslakörfu (þótt hún sé svöng). Við erum hérna tvær stelpur, sem langar til að fá uppgefið heimilisfang Ágústs Atlasonar í Ríó og söngvarans í Stuðmönnum. Við vonum að þú getir sagt okkur þetta. Og svo þetta gamla. Hvað heldurðu að ég sé gömul, sem skrifa þetta? Hvernig er skriftin og hvað lestur úr henni? Bless. Stína og Vala. Ja hérna stúlkur mínar. Ég veit ekki hvað hann Ágúst hugsar, þegar hann sér þetta bréf frá ykkur. Þiö hafið sjálfsagt veriö búnar að leita að heimilisfangi hans í símaskránni, en ekki fundiö það fremur en Pósturinn. En hvað með þaö. Hefur ykkur ekki dottiö það í hug, aö fólk, sem ekki lætur skrá sig i símaskrána vi/l oft halda heimilisfangi sínu leyndu, svo aö það sé látiö i friði? Söngvarinn i Stuðmönnum? Hver er nú þaö? Eftir því sem Pósturinn best veit, erua.m.k. þrír eða fjórir söngvarar í Stuömönnum, og þaö sem meira er. Enginn fær að vita hvar þeir eiga heima. 10 VIKAN 51. TE

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.