Vikan

Útgáva

Vikan - 16.12.1976, Síða 12

Vikan - 16.12.1976, Síða 12
Pólitík og tramól cn Með sínu nefi heitir nýútkomin plata, þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur lög við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Þessi plata hefur fengið mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og almennings, enda Vilhjálmur gamalreyndur og viðurkenndur í faginu. Þar sem tiltölulega hljótt hefur verið um Vilhjálm undanfarið, fór Vikan i heimsókn til hans og fékk hann til að rifja upp gamla daga og forvitnaðist um framtíðaráformin. Vilhjálmur er flugmaður hjá flug- legu Sverris Þóroddssonar, en aðeins eru eitt og hálft ár frá því hann kom heim frá Lúxemborg, þar sem hann var flugmaður í nokkur ár. Og svona til nánari skýringa, þá er Vilhjálmur 31 árs, giftur Þóru Guðmundsdóttur flugfreyju og býr á Tunguvegi í Hafnarfirði. Hann er fæddur og uppalinn í Merkinesi í Höfnum, yngstur fimm systkina og varð stúdent frá M.A. 1964. Menntaskólinn óhugnanleg maskina. — Varstu ánægður með mennta- skólann á Akureyri? — Já, sæmilega, býst ég við, en ég hef ekki mikið álit á mennta- skólum yfirleitt. Menntaskólinn er sú óhugnanlegasta maskína, sem ég hef farið í gegnum, fyrir utan há- skólann, sem er öllu verri, eða var það að minnsta kosti. Auðvitað á ég mtirgar góðar minningar frá skóla- árunum, en ég átti erfitt með að sætta mig við eitt og annað, eins og það, að kennarar gætu ráðið, hvaða einkunnir nemendur fengu á prófum. Ef kennara var illa við einhvem nemanda, gat hann fast að því flæmt hann í burtu, ef honum bauð svo við að horfa, með því að ná sér niðri á honum á prófi. í þessu 12 VIKAN 51. TBL. lenti ég sjálfur, svo að ég veit um hvaðéger að tala. En ég kæri mig ekki um að nefna nöfn. Ástæðan fyrir því að það var farið illa með mig á einu prófi, var einfaldlega sú, að ég álpaðist einu sinni til þess að segja í tíma hjá einum kennara mínum, að ég hefði engan áhuga á faginu. Ég uppgötv- aði, að það hafði farið illa í blessaðan manninn, þegar ég fékk að vita úrslitin á prófinu um vorið. Vilhjálmur og Þóra: Reiðubúin að fara hvert sem er í heiminum. Nú vakna ég á morgnana og hugsa með mér: — Aha! Ég er að fara að vinna.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.