Vikan

Issue

Vikan - 16.12.1976, Page 16

Vikan - 16.12.1976, Page 16
Hadda fer í búðir Hér áður fyrr var svo til eingöngu notað gróft salt til matargerðar. Tíðkuðust þá mjög emaleraðar salt- krúsir eða ker, sem hékk þá á vegg i seilingarfjarlaegð frá eldstæði. I versluninni Jóhannes Norðfjörð, Laugavegi 5 og Hverfisgötu 49, fást slík TENERA saltker úr dönsku postulíni. Kerið t.v. kostar kr. 4.740, en það t.h. kr. 6.125. KOSTA BODA verksmiðjumar eru elstu kristalsverksmiðjur á Norður- löndum, eða frá því um 1742. Eru vömr þeirra því þekktar viða. I Verslanahöllinni við Laugaveg er ný verslun, KOSTA BODA, og selur eingöngu vörur frá samnefnd- um verksmiðjum. Þessir fallegu jólakertastjakar eru hinir eiguleg- ustu og til prýði á hverju heimili. Jólastjarnan kostar kr. 2.695, jóla- sveinninn kr. 2.920, en grísinn kr. 2.695. 1 blómaversluninni Flóra, Aðal- stræti 8, fást þessar fallegu kúlur úr þurrkuðum blómum, og kosta kr. 1.810. Þegar böm komast á þriðja árið, verða þau nemendur i umferðarskól- anum og fá þá send sín fyrstu bréf um umferðarfræðslu. í Leikfanga- landi, Veltusundi 1, fást þessir pakkarmeð umferðarmerkjum, sem tilvalið er að nota i bílaleikjum. Ætti það að auðvelda barninu skiln- ing á hinum ýmsu merkjum. Pakk- arnir kosta kr. 1.823. | markaðinum, Aðalstræti 9. Settið kostar kr. 3.950. Þessi húsbóndasvunta úr bómull fæst i Pólsku búðinni í Verslana- höUinni og í Glæsibæ og kostar kr. 1.150. og mikUl svertingi og okkur kom saman um að borða saman morgun- verð, úr þvi að við værum bara tveir komnir á fætur. Á meðan við snæddum kom til okkar annar svertingi, sem talaði um einhverja „session” í borginni. Þegar þeir félagar. komust að því, að ég vissi ekkert, hvað þeir áttu við, heimt- uðu þeir, að ég kæmi með þeim. Þegar ég kom á staðinn uppgötvaði ég, að sá sem hafði borðað með mér, var enginn annar en George Fore- man hnefaleikari, og ég mundi að hafa lesið um væntanlega keppni milli hans og Kens Norton í borg- inni. Á meðan George slóst i hringnum sat kunningi hans hjá mér og gætti mín vel og vandlega, og svo urðum við allir samferða heim á hótel á eftir. Þetta var meiri kappinn þessi Foreman, ég gæti trúað, að handleggirnir á honum hafi verið álíka breiðir og fót- leggirnir á mér! Ég vildi fá að taka mynd af honum, en því harðneitaði umboðsmaðurinn — búinn að selja myndaréttinn — svo að ég get ekki ætlast til að nokkur maður trúi mér, þó að þetta sé heilagur sannleikur. — Gætirðu hugsað þér að vmna hjá erlendu flugfélagi aftur? — Já, það er i raun og veru það sem ég er á höttunum eftir. Erlend- is eru menn ráðnir í störf eftir getu og reynslu, en hér virðist því miður farið eftir einhverjum öðrum reglum. Hvort það er klikuskap eða pólitík að kenna, veit ég ekki, en hvort tveggja er slæmt. Stundum fæ ég ljóðadrullu. — Þú segist hafa sungið inn á þessa plötu að gamni þínu, en hvers vegna valdir þú ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk? — Ég met þau mikils og höfund- inn líka. Ég kynntist Kristjáni fyrst gegnum pólitík á Akureyri, og Kristjáni gleymir maður ekki eftir að hafa einu sinni hitt hann. Mér finnst Kristján vera eitt besta ljóð- skáld á íslandi í dag. Ég get ekki sagt hvers vegna, það er smekks- atriði, og það er ekki hægt að rökræða. — Trúir þú á framhaldslíf eins og Kriptján? — Stundum fæ ég ljóðadrullu, eins og ég kalla það, þegar andinn kemur yfir mig, og þá reyni ég að koma skoðunum mínum á lífi og dauða á framfæri. Ég er ekki viss um, að ég vildi trúa á framhaldslíf? Mér finnst mikið til i þessum ljóð- linum sem einhvem tíma komu upp í huga mér: Er það satt, að einhver segði að eftir að maður laup upp legði, þá vöknuðu allir við þá klígju að vera að byrja líf að nýju. Trúin þessi tjáir segja það tekur þvi bara ekki að deyja ef fæ ég ekki einu sinni öðlast frið í kistu minni. En ég er reiðubúinn til þess að breyta um skoðun ef ég fæ ástæðu til. Glettur og grá- glettur á plötunni — Ertu ánægður með plötuna? — Já, sæmilega býst ég við. Ég pældi lengi í ljóðum Kristjáns áður en ég valdi þau á plötuna, og sums staðar skeytti ég saman glettum og gráglettum, sem ég held að hafi komið ágætlega út. Það má segja, að flestar útsetningarr.ar hafi „orð- ið til” í stúdíóninu og mestan þátt í þeim á huldumaður, sem ég má ekki nefna hér. Eiginlega er þessi plata nokkurs konar „happening” og byggist á samvinnu þeirra sem koma fram á þessari plötu, eftir að við hófum æfingar. í raun og veru eru aðeins þrjú lög útsett áður, en vinna i stúdiói hefst. Jón bassi útsetti lagið: Síðasta lag fyrir fréttir, Þorvaldur Steingrimsson útsetti fiðlu í tveimur lögum, og Magnús Ingimarsson útsetti lag Pálma Gunnarssonar, Dans gleð- innar. Enda er músíkin fjölbreytt, allt frá dixieland upp í kammer- músík og „funk”. Magnús Kjart- ansson á stóran þátt i þessari plötu. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann, þó að mér hafi fundist hann of einhæfur. Ég bað hann um að semja fallega melódíu við Svefnljóð, og það gerði hann snilldarlega. Magnús leikur undir á pianó í öllum lögunum, og ég held, að mér hafi tekist að koma Magnúsi út af þeirri linu, sem hann var búinn að binda sig við. Vil gera ,,fullorð- insplötu”. — Ertu með aðra plötu í huga? — Ég hef alltaf gengið með það í maganum að syngja með kammer- sveit, sem ég fékk tækifæri til á þessari síðustu plötu minni, en ein- hvem tíma langar mig lika til þess að gera plötu fyrir fólk á mínum aldri, „fullorðinsplötu” vil ég kalla það. Og ég vil byggja hana upp á 16 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.