Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 21
SNARA FUGL- ARANS Slóðin sveigði til hœgri. Ef til vill myndu þœr geta klifið upp barðið er neðar drœgi.Það gat ekki alls staðar verið svona snarbratt. Eða hvað? „En ekkert óðagot,” sagði hún og ótti ekki síður við sjálfa sig en Irinu. Tilhneigingin til þess að láta vaða á súðum var sterk. Það var einmitt það sem mennirnir tveir höfðu gert. „Fífl, algjör fífl,” sagðihún. „Heyr- irðu hvernigþeir lóta?” Eða kannski varbest að hugsa sem minnst um þá. Þeir voru greinilega komnir mjög nærri þeim. „Ætli þeir verði ekki að fara að hægja á sér. Stígurinn er hræðilegur hérna. Guð minn...” „Við skulum þá leiða hugann að öðru.” „Hvernig ó ég að fara að því?” sagði Jo og var rétt dottin. Henni til stórrar furðu heyrði hún Irinu hlæja. ,, H vað er svona fyndið? ’ ’ ,, Þessi flaska sem þú hefur verið að burðast með alla leiðina. ’ ’ „Enhvaðum handtöskunaþína?” sagði Jo en gat þó ekki annað en brosað. Þessi kjánalegu orðaskipti höfðu losað um spennuna. Kvíðinn, sem hafði verið að hrannast upp og verða að lamandi ótta, var nú horfinn. Við hlæjum til þess að forðast grátinn, hugsaði hún og lejddi Irinu í beygjuna. Þar breikk- aði stígurinn og jarðvegurinn var ekki eins viðsjárverður. Hún var nú nógu örugg um sig til þess að þora að líta upp og vita hvað framundan var. Enþarvarekkert. Stígurinn varmeð öttu horfinn og í staðinn komin urð og grjót. Irina stóð nú við hlið hennar. Þær trúðu ekki sínum eigin augum. Hlíðin var með öllu horfin. Ef til vill hafði þetta gerst í vor eða í fyrra. En hvaða máli skipti það, hugsaði Jo vonleysislega. Þarna var hvergi hægtaðfótasig. Ekkertaðsjáannað en stórgrýtisurð er lá ofan í djúpt gil. Jo náði sér furðu fljótt. „Við skulum fara nær barðinu. Þeir sjá okkur ekki fyrr en þeir eru komnir fyrir beygjuna.” En mennirnir nálg- uðust óðum., .Veistu að eina tilfinn- ingin í brjósti mér er reiði. Er það ekki skrýtið?” Hún leit upp í móti og beið þess að mennirnir kæmu í ljós. Irina kinkaði kolli. Hún tók töskuna af öxl sér og hélt nú ó henni í fanginu. Að ofan heyrðist smá- skruðningur. „Einhver hefur tekið undir sig stökk," sagði Jo lágt. í sömu andrá sáu þær mann detta fram fyrir sig beint á andlitið og hann kom húrrandi á móti þeim eins og hann væri á magasleða. Hann reyndi að stöðva sig bæði með höndum og fótum. Og honum rétt tókst það áður en hengiflugið tók við. Þetta var Jan. En hinn? Hann hlaut líka að hafa dottið, en hann varhvergi sjáanlegur. „Farðu frá,” sagði Irina við Jo. „Ég er sú sem þeir vilja ná i.” Hún steig eitt skref til hliðar og horfði á manninn þar sem hann reis upp á hnén. Ég er of svifasein, hugsaði Irina, er hún fikraði sig i áttina að manninum. Hann verður staðinn upp loksins þegar ég kemst til hans. Auk þess er hann ugglaust með byssu. En hvar er hún? Ef til vill í beltinu, eða þá í vasa hans. Ég verð einhvern veginn að reyna að koma höggi á hann. „Varaðu þig,” sagði hún við Jo. Jo ansaði henni ekki og fór í humátt á eftir henni. Jan stóð nú uppréttur en var ekki meira en svo búinn að ná jafnvægi. Fætur hans sukku ofan i lausan grjótmulninginn og hann rann til. Þetta var stór og stæði- legur maður en það kom honum ekki að neinu haldi eins og á stóð. „Þarna,” kallaði hann og benti á Irinu, „þarna.” Svo heyrði hún aðra rödd og viðkomandi var greini- lega mjög reiður. Jan svaraði honum i skætingslegum tón og Milan sá dökkhærði kom nú i ljós. Hann stansaði snögglega og horfði niður eftir stígnum og á konurnar tvær sem stóðu andspænis Jan. „Farðu ekki nær,” sagði Jo við Irinu. Hún var varla meira en í þriggja metra fjarlægð frá Jan. En samt steig Irina tvö skref áfram, en stansaði svo þar sem mölin hafði hrúgast upp. Æ, nei, hugsaði Jo i öngum sínum. Maðurinn horfði ó Irinu og hann hefði hæglega getað slegið til hennar. „Byssan er fyrir aftan þig,” kallaði Milan, en Jan horfði enn á Irinu. „En þetta?” sagði Irina og rétti fram handtöskuna. Jan reyndi að teygja sig eftir henni. „Taktu hana," öskraði hún og slengdi henni framan i hann. Ösjálfrátt bar hann hendumar fyrir andlit sér. Hreyfingar hans voru snöggar, of snöggar, enda átti hann nú erfitt með að fóta sig. Hann var næstum dottinn, en hefði ef til vill getað náð jafnvæginu aftur, ef Milan hefði ekki kallað enn einu sinni. Jan snéri sér við og reyndi að ná til skammbyssunnar, sem lá skammt frá honum. Laus jarðvegurinn undir fótum hans fór nú aftur af stað og steyptist fram af brúninni. Jan gerði síðustu örvænt- ingarfullu tilraunina til þess að losa sig úr jarðveginum, sem hafði hrúgast upp í kringum ökla hans, en við það missti hann algjörlega jafnvægið. Hann lenti fremst á brúninni og hún gaf sig undan þunga hans og hann steyptist fram af. Handtaskan fylgdi á ettir ásamt grjótflugi og fallið var órahátt. Irina stóð grafkyrr. Jo þreif í handlegg hennar og dró hana að barðinu og hún fann að Irina hríðskalf. „Stattu hérna”, sagði Jo, „og haltu þér fast.” Fætur hennar sjálfrar vom mjög veikburða. And- artak hafði hún haldið að stígur- inn myndi hverfa fram af hengi- fluginu eins og hann lagði sig. Hún reyndi að standa fast í fæturna. Hugsun hennar var skýr. Hún undraðist hversu róleg hún var, allur vafi úr sögunni og ekkert nema einbeitnin eftir. Mennirnir höfðu þá ekki einungis verið að elta Irinu. Þeir höfðu ætlað að myrða hana og það hafði kosfað annan þeirra lífið. Allt var kyrrt núna, rétt eins og hæðin héldi niðri í sér andanum. Milan hafði-ekki hreyft sig úr stað. Hann horfði enn á molnaða brúnina þar sem Jan hafði dottið fram af, án þess svo mikið sem gefa frá sér stunu. Hann stóð fyrir ofan þær, varla meira en í sjö metra fjarlægð frá þeim, einmitt þar sem stígurinn sveigði framhjá barðinu. Að öðm leyti var hann ekkert betur settur en þær. Jarðvegurinn undir fótum hans var mjög laus í sér. Hann þurfti að minnsta kosti að fara tíu skref áður en hann kæmist á tryggari undirstöðu, klöpp sem hafði komið i ljós þegar mölin var horfin. Og það var einmitt þar sem Jo stóðnúna. Milan leit nú í áttina að skamm- byssunni. Hún lá miðja vegu milli hans og Jos. Hann reyndi að fikra sig nokkur fet niður í móti, en laus mölin gerði honum erfitt fyrir og hann varð að stansa. Hann er að reyna að finna einhver ráð, hugsaði Jo, og nálgaðist hann hægt. Hún var með tómu flösk- una í hendinni. Það sama gildir um mig, hugsaði hún. Skammbyssan er með hljóðdeyfi og bíður þarna einhverra ódæðuverka. Þannig höfðu þeir hugsað sér það. Þeir höfðu ekki viljað draga að sér athygli með óþarfa hávaða. Allt átti að vera slétt og fellt. Og sjálfsagt myndi hann enn kjósa að hafa þann háttinn á. En hvað um hans eigin skammbyssu? Hann var ugglaust vopnaður. Já, nú dró hann hana upp, en hún var ekki með hljóð- deyfi. Ef til vill þorir hann ekki að nota hana af hræðslu við að koma af stað enn einni skriðu. Eða hvað? Hann fikraði sig varlega ófram og ekki eins öruggur með sig eins og venjulega þegar hann veifaði þess- ari litlu skammbyssu sinni. Á meðan hann hefur augun á mér gætir hann ekki fóta sinna. Honum varð nú hálfgerður fótaskortur, nóg til þess að hann tók byssuna í vinstri hönd sér svo hann gæti 51. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.