Vikan - 16.12.1976, Page 25
„En hvað um óþægilegar spurn-
ingar?” Til þess að spara þeim tíma-
fór hann að koma farangrinum
fyrir aftur í Mercedesbilnum.
Irina var þegar sest upp í. Höfuð
hennar seig ofan í bringu og hún
lygndi aftur augunum.
„Æ já,” sagði Jo hægt. „Við
megum auðvitað eiga von á þeim.”
Hún stundi. „Ég ætti líklega að
aka honum héðan,” sagði hún
hikandi, og vonaðist til þess að
David myndi segja henni að skilja
hann bara eftir þarna.
„Ágætt,” sagði hann. „En aktu
honum aðeins eina mílu eða svo. Ég
tek þig siðan upp á leiðinni.”
Hann rétti Jo handtöskuna hennar,
sem hafði verið í Fordinum. Hún
tók við henni, rétt eins og ekkert
hefði verið sjálfsagðara en að skilja
hana eftir í bílnum. Bíllyklunum
höfðu þær líka gleymt. Þær hlutu
að hafa verið meira en lítið utan við
sig, eða ef til vill flúið i dauðans
ofboði. En David vildi ekki fara
nánar út í þá sálma.
„Á ég að aka i norður?” spurði Jo
hægt.
„Já, í áttina að landamærun-
um.”
„Ég vildi bara vita vissu mína,”
sagði hún í afsökunartón. „Er það
ekki skrýtið. Nú er eins og allt
snúist inni í höfðinu á mér.” En
áðan uppi á hæðinni... ég hef aldrei
á ævi minni hugsað eins skýrt og
þá. „Skrýtið,” endurtók hún og
steig upp í Fordinn.
Var þetta ekki of mikið á hana
lagt, hugsaði David er hann horfði á
hana bakka bilnum og aka út á
þjóðveginn. Enn svo settist hann
inn i Mercedesbílinn og elti hana.
Irina opnaði augun. Hún var þá
ekki sofandi. „Ég fann hvergi
handtöskuná þína,” sagði hann.
„Týndirðu henni? Og hvar?” Eitt
var þó víst að hann ætlaði ekki að
klöngrast upp þessa hæð til þess að
leita að henni.
„Hún fór fram af hengifluginu á
eftir Jan.”
Guð minn góður, hugsaði hann.
Jan hafði þá komist svona nærri
henni.
, ,Ég er þó með vegabréfið, ” sagði
hún, þegar hún tók eftir svipnum
á andliti hans. „Það er hérna.”
Hún studdi á einn vasann á kápunni
sinni. „En það er dálitið annað.
Ég hef ætlað að segja þér það
David, en...”
„Hvað?”
Hún tók fram vegakortið, opnaði
þaðogsagði. „Tarasp...”
„Ég veitþað,” sagði hann.
„Ég gerði þetta í ógáti. Mér var
mikið niðri fyrir og ég var með
kúlupenna í hendinni, allt í einu tók
bíllinn beygju og ég strikaði... ”
„Já-já,” sagði hann. „Hættu að
hugsa um þetta.” Ja, sá er góður,
sagði hann við sjálfan sig, þegar
þess er gætt að ég get með engu
móti hætt að hugsa um það sjálfur.
„En þeir munu biða okkar í
Tarasp.”
„Kannski. Kannski ekki. Það fer
eftir því hversu hratt við ökum. Eða
hversu erfiðlega þeim gengur að
komast þangað.” Hann reyndi að
vera sannfærandi og honum tókst
það.
Irina slakaði á. Hún hallaði
höfðinu aftur á bak. „Já,” sagði
hún, er hún sá Jo standa hjá Ford-
inum í vegkantinum. „Þeir eiga lika
við ýmsan vanda að etja. En þeir
eru eitthvað svo ósýnilegir. Og
samt...” Hún lokaði augunum og
sagði blíðlega. „Það var Alois sem
valdi handtöskuna fyrir mig. Þetta
var á vissan hátt hans taska.”
David ók fram fyrir Fordinn og
stansaði þar. Jo hafði losað um
ventilinn á einu hjólinu og það lak
hægt úr dekkinu. „Vantar þig far?”
sagði David og brosti, en Jo reyndi
að skokka í áttina að bílnum. Svo
gafst hún upp og lallaði siðasta
spölinn.
í sömu andrá renndi bíll upp að
hliðinni á þeim. Þrir menn voru i
bílnum og David hrökk í kút. En
svo sá hann lögreglubúning. Hinir
• ••
Já, í ár verður jólagjöfin frá Eymundsson,
við bjóðum gjafavörur í glæsilegu úrvali.
Ennfremur bjóðum við mikið
úrval af jólakortum
og jólaskrauti.
BÓKAVERZLUN*
SIGFUSAR
EYMUNDSSONAR
AUSTURSTRÆTI 18 REYKJAVÍK SÍMI: 13135
PRISMH
51. TBL. VIKAN 25