Vikan - 16.12.1976, Qupperneq 27
Heilabrot
UMSJÓN: SIGURJÓN JÓHANNSSON
Verðlaunakrossgátur fyrir börn og
fullorðna — Getraunin 1X2 — Skák-
þraut — Bridgeþraut — Finndu 6
villur — Myndagáta.
Skemmtun, fróðleikur og vinnings-
von fyrir alla fjölskylduna.
1 > X 21
1 1. Frægur skákmaöur heitir Petrosjan, hann er frá: 1 Sovétríkjunum X Finnlandi 2 Búlgaríu
2 Axel Axelsson leikur með vesturþýsku handknattleiksliði sem heitir: 1 Gummersbach X Dankersen 2 Göppingen
3 i hvaöa blaði er þátturinn ,,Ljóð á laugardegi": 1 Vísi X Dagblaðinu 2 Tímanum I
4 Almennt er álitið að Svarthöfði sem skrifar í Vísi sé: I 1 Hrafn Gunnlaugsson X Sigvaldi Hjálmarsson 2 Indriði G. Þorsteinsson
5 ASi á merkisafmæli á þessu ári. Það hefur lifað í: 1 Fimmtíu ár X Sextíu ár 2 Sjötíu ár
6 Námsmenn í Danmörku óskuðu eftir að komast heim í jólafrí með varöskipi. Hvaða varðskipi: 1 Ægi X Þór 2 Tý
7 Sonur Björns R. Einarssonar, tónlistarmanns, heitir Gunnar og er prestur fyrir vestan. Á hvaða stað: 1 Bolungarvík X ísafirði 2 Suöureyri
8 Verðlagsstjóri skrapp í könnunarleiðangur til Englands og kom heim með merkar fréttir. Hvað heitir hann: 1 Georg Magnússon X Georg Hannesson 2 Georg Ólafsson
9 ,,Líf og lífsviðhorf" heitir nýútkomin bók eftir íslenskan prest. Presturinn heitir: 1 Jón Auöuns X Pétur Sigurgeirsson 2 Jakob Jónsson
10 í pólska handknattleiksliöinu Slask, sem keppti á dögunum við FH, var ein hörkuskytta. Nafnið er: 1 Blask X Kowacki 2 Klempel »
11 I hvaða sýslu er Grenivík: 1 Suður-Þingeyjarsýslu X Noröur-Þingeyjarsýslu 2 Eyjafjarðarsýslu.
12 Hver gefur út plötuna ,,Einu sinni var": 1 Steinarh.f. X Iðunn h.f. 2 Ýmirh.f.
13 | Hvaða fyrirtæki hefur umboð fyrir Trabant bíla: 1 Kristinn Guðnason h.f. X Veltirh.f. 2 Ingvar Helgason h.f. I I
Þegar þiö hafiö leyst getraunina, þá færiö úrslitin i sérstakan reit á 4. siöu, ef þiö viljið prófa að vinna til verðlauna.
51. TBL. VIKAN 27