Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.12.1976, Qupperneq 46

Vikan - 16.12.1976, Qupperneq 46
Hún — Bridget — hún liggur hinum megin við húsið rétt hjá svöl- unum og glugganum að bókaher- berginu.” „Einmitt það. Vísið mér veginn, ég elti.” Colin snérist á hæli til að fela brosið á vörum sér og gekk á undan niður stigann. Þeir gengu út um hliðardymar. Þetta var heiður morgunn, en sólin var enn ekki komin upp fyrir sjóndeildarhring- inn. Hann snjóaði ekki þessa stund- ina, en alla nóttina hafði kyngt niður snjónum svo að jörðin var hulin hvitri órofinni snjóbreiðu. Heimurinn virtist mjög hreinn, hvítur og fagur. „Þarna”, sagði Colin andstuttur. ,,Ég — það er — þarna!” Hann benti með leikrænni sveiflu hand- arinnar. Þetta var vissulega nógu drama- tískt svið. Nokkrum metrum frá húsinu lá Bridget í snjónum. Hún var i skarlatsrauðum náttfötum með hvítt ullarsjal um herðarnar. Hvitt sjalið var útatað i fagur- rauðum blettum. Höfuð hennar lá á vanganum og andlitið hulið svörtu hárinu, sem lá út um allt. Annar handleggurinn lé undir lík- amanum en hinn teygður út með krepptan hnefann, og i fagurrauð- um blettinum miðjum sást á hjöltun á stórum, bogadregnum, kúrdísk- um hníf, sem Lacey ofursti hafði verið að sýna gestum sínum kvöldið áður. ,,Mon Dieu!” hrópaði Poirot upp yfir sig. „Þetta er rétt eins og það væri á leiksviði!” Frá Michael heyrðist niðurbælt hljóð. Colin greip þegar frammi. „Ég veit,” sagði hann. „Ein- hvem veginn — einhvern veginn sýnist þetta allt svo óraunveru- legt. Sérðu sporin þarna — ég býst ekki við að við megum skemma þau?” „Ah, já, sporin. Nei, við verðum að vera varkárir að róta ekki yfir sporin.” „Það var einmitt það sem ég hélt,” sagði Colin. „Þess vegna vildi ég ekki að neinn kæmi nálægt henni áður en við væmm búnir að ná í yður. Ég hélt þér vissuð hvað gera skyldi.” „Hvað um það,” sagði Hercule Poirot stuttlega, „fyrst verðum við að athuga hvort hún er enn á lifi? Er ekki svo?” „Ja— jú — auðvitað,” sagði Michael svolítið efins, „en sjáið þér til, við héldum — ég á við, við vildum ekki — ” „Aha, þið emð hyggnir! Þið hafið lesið leynilögreglusögur. Það er afar mikilvægt að ekki sé hróflað við neinu og að líkið sé látið vera alveg eins og það var þegar það fannst. En getum við í raun og vem verið vissir um að hér sé um lik að ræða, ekki satt? Hvað sem öllum hygg- indum viðvíkur þá verða mannlegu sjónarmiðin að ganga fyrir. Við verðum að láta okkur detta læknir- inn i hug áður en við sækjum lögregluna, eða er það ekki?” „Jú, jú, auðvitað,” sagði Colin, ennþá svolítið forviða. „Við héldum bara — ég meina — við héldum að best væri að ná í yður áður en við gerðum nokkuð annað,” sagði Michael í flýti. „Þá skuluð þið bíða hérna,” sagði Poirot. „Ég kem að henni hinum megin frá svo að ég raski ekki spomnum. Eins og þetta em nú skýr spor, ekki satt? Spor manns og stúlku liggja út að staðnum þar sem hún liggur. Síðan aðeins spor mannsins til baka.” „Þetta hljóta að vera spor morð- ingjans,” sagði Colin og hélt niðri í sér andanum. „Einmitt,” sagði Poirot. „Fót- spor morðingjans. Langur mjór fótur i svolítið sérkennilegum skó. Afar athyglisvert. Auðvelt býst ég við að þekkja þá aftur, já þessi spor em afar mikilsverð." I sama bili komu þau Desmond Lee-Wortley og Sara út úr húsinu og gengu til þeirra. „Hvað í ósköpunum emð þið að gera hérna?” sagði Desmond, einna líkast því sem hann væri staddur á leiksviði. „Ég sá ykkur út um svefnherbergisgluggann minn. Hvað er á seiði? Guð minn almátt- ugur, hvað er þetta? Það — það lítur út fyrir...” „Einmitt,” sagði Hercule Poirot. „Það lítur út fyrir að vera morð, ekki satt?” Sara greip andann á lofti, en leit síðan gmnsemdaraugum á drengina tvo. „Eigið þér við að einhver hafi myrt stúlkuna — hvað heitir hún nú aftur — Bridget?” spurði Desmond. „Hver í ósköpunum ætti að hafa ástæðu til að drepa hana? Þetta er alveg óhugsandi!” „Það er margt sem er alveg óhugsandi,” sagði Poirot. „Einkum og sérílagi fyrir morgunverð, ekki satt? Það segir að minnsta kosti íeinu af klassísku bókmennta- verkunum ykkar. Sex óhugsandi hlutir fyrir morgunverð.” Hann bætti við: „Biðið þið hérna öll sömul ef þið vilduð vera svo væn.” Hann gekk varfærnislega í hálf- hring þangað sem Bridget lá og kraup stutta stund yfir henni. Colin og Michael hristust nú allir af niðurbældum hlátri. Sara gekk til þeirra og hvislaði: „Hvern fjárann hafið þið nú verið að bralla?” „Gamla góða Bridget,” hvíslaði Colin. „Er hún ekki undursamleg? Ekki svo mikið sem smá hreyfing!” „Ég hef aldrei séð neitt eins dautt og Bridget er núna,” hvíslaði Michael. Hercule Poirot reisti sig upp aftur. „Þetta er alveg hryllilegt,” sagði hann. í rödd hans var undarlegur hljómur sem ekki hafði verið þar áður. Frá sér numdir af æsingi og kæti sném Colin og Michael sér frá honum. Michael sagði hálfkæfðri röddu: „Hvað — hvað eigum við að gera?” „Það er aðeins eitt, sem hægt er að gera,” sagði Poirot. „Við verð- um að senda eftir Iögreglunni. Vill eitthvert ykkar gera það eða viljið þið heldur að ég geri það?” „Ég held,” sagði Colin, „ég held — hvað heldurþú, Michael?” „Já,” sagði Michael, „ég held að við verðum að hætta núna.” Hann steig skref fram á við. Núna fyrst virtist hann svolítið óömggur með sjólfan sig. „Mér þykir þetta afar j leitt,” sagði hann. „Ég vona að yður sámi ekki mjög við okkur. Þetta — er — þetta var nokkurs konar jólagaman, vitið þér. Okkur datt í hug að — ja, setja á svið morð fyrir yður.” „Ykkur datt í hug að setja á svið morg fyrir mig? Þó er þetta — þó er þetta...” „Þetta er bara leikur sem við settum á svið,” skýrði Colin út fyrir honum, „til þess — til að þér gætuð gert yður heimakominn.” „Aha,” sagði Hercule Poirot. „Ég skil. Þið vilduð láta mig hlaupa april, ekki satt? En núna er ekki fyrsti apríl, núna er tuttugasti 1 og sjötti desember.” „Ég býst við að við hefðum alls ekki átt að gera þetta,” sagði Colin, „En — en — er yður þetta nokkuð afskaplega mikið ó móti skapi. ha. herra Poirot? Svona nú, Bridget,” kallaði hann, „stattu upp. Þú hlýtur að vera að frjósa úr kulda!” Líkaminn í snjónum haggaðist ekki. „Þetta er skrítið," sagði Hercule Poirot, „hún virðist ekki heyra til yðar.” Hann leit hugsandi á þá. „Þetta var bara í spaugi, sögðuð þið það ekki? Þið emð vissir um að þetta sé bara spaug?” „Nú auðvitað,” sagði Colin hálf kvekktur. „Við ætluðum ekki að gera neinum neitt.” „Hvers vegna stendur mademoi- selle Bridget þá ekki upp?” „Það get ég ekki ímyndað mér,” sagði Colin. „Láttu ekki svona, Bridget,” sagði Sara óþolinmóð. „Haltu ekki áfram að liggja þarna og láta eins og asni. „Okkur þykir þetta afar leitt, herra Poirot,” sagði Colin kvíða- fullur. „Við biðjumst innilegrar af- sökunar.” „Þið þurfið ekki að biðja mig afsökunar,” sagði Poirot með und- arlegum raddblæ. „Hvað eigið þér við?” Colin starði á hann. Hann snéri sér að Bridget. „Bridget!” Bridget! Hvað er að? Hvers vegna stendur hún ekki upp? Hversvegna heldur hún áfram að liggja þarna?” Poirot benti á Desmond. „Þér þarna, herra Lee-Wortley. Komið hingað....” Desmond gekk til hans. „Þreifið á púlsinum ó henni,” sagði Poirot. „Desmond Lee-Wortley beygði sig niður að henni. Hann snerti handlegginn á henni — úlnliðinn. „Það er enginn æðasláttur...” Har.n starði á Poirot. „Handlegg- urinn á henni er stífur. Guð minn góður, hún er dáin í raun og vem!” Framhald í næstu Viku. (B Bun s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.