Vikan - 16.12.1976, Qupperneq 53
hátalara frá fyrirtæki, sem leigði út
slíka hluti, keypti jólatréð sjálf —
leitaði að jólatrésfætinum og
skrautinu frá í fyrra og eyddi
heilum klukkutíma í að laga raf-
magnsjólaljósin, sem höfðu verið
sett i eina bendu ofan í kassann
í fyrra, þannig að leiðslumar voru í
flrekju.
Daginn sem veislan var kom Kari
á skrifstofuna nákvæmlega klukkan
fimmtán minútur í átta, klædd gráu
pilsi og hvitri blússu, klukkan
fjögur hvarf hún inn í fatahengið
og koma þaðan út í fallegum,
rauðum flauelskjól. Hún var vel
snyrt og ilmaði af Chanel nr. 5.
Hún gekk hægt og stillilega inn í
borðsalinn, en þar var búið að færa
til, svo fólkið gat farið að dansa.
Gunnar hljóp beint í flasið á
henni: — Þú hefur gleymt að panta
bland — til að setja í vínið seinna
í kvöld. Kari rak upp stór augu:
— Hvert i logandi, já — en það er
ekki of seint — ég skýst út. Þegar
hún nokkru seinna rogaðist inn
með blandið mætti hún fröken As
sem sagði: — hefurðu ekki útvegað
neinar plötur með jólasöngvum?
Eigum við bara að hlusta á pop og
danslög núna þegar jólin eru að
koma? Og þarna kom frú Berg: —■
Þú ert ekki almennileg — þú hefur
gleymt pappírsþurrkunum — og
Kari hljóp út aftur — búðirnar voru
opnar til átta í jólaösinni, og brátt
var Kari komin aftur með pappírs-
þurrkur með jólasveinum á og
jólaplötu. — Geturðu lánað mér
greiðu? — Það var Fríða, sem
spurði og þarna var sjálfur forstjór-
inn:— Er ekkert nasl núna — salt-
hnetur, saltstengur, kartöfluflögur
og þess hóttar — það verðum við
að hafa með víninu seinna í kvöld.
Og Kari varð að hlaupa út aftur.
Þegar hún kom til baka aftur var
allt í fullu fjöri, sumir voru ennþá
að borða, en Friða var að dansa við
Dahlberg, Gunnar sveiflaði Sissel,
og stúlkumar úr söludeildinni hóp-
uðust um Hansen, sem var blíður
eins og lamb og sagði gamla brand-
ara. Kari var ánægð — hún hafði
skipulagt þetta allt saman alein og
með fáum undantekningum hafði
allt heppnast vel. En hvar var
Gunnar — hann sem var rétt áðan
að dansa við Sissel? Hún mddi sér
leið fram gólfið og út á gang. Hún
fann Gunnar á skrifstofunni — í
faðmlögum við Sissel undir mistil-
teininum, sem hún hafði hengt upp
nokkrum tímum fyrr. Hvomgt
þeirra tók eftir Kari. Hún gekk
hljóðlega út og fór aftur i borð-
salinn, en enginn tók eftir henni —
þuu dönsuðu svo undir tók í öllu.
Kari gekk að jólatrénu. Nokkrar
kúlur höfðu hmnið á gólfið. Meira
skraut, hugsaði hún — það var
meira skraut í kössunum. Hún fór
inn i herbergið þar sem fjölritunar-
vélin var. Efst i skápnum þar inni
fann hún kassann með jólaskraut-
inu. Hún fór með hann inn í borð-
salinn og fór að hengja meira skraut
á tréð, hún hafði ekki annað að
gera. Hún hengdi meira og meira
skraut ó — mest af ískristöllum.
Pétur — sá yngsti á skrifstofunni
reif sig lausan úr dansinum augna-
blik og sagði: — Þú hengir alltof
mikið skraut á tréð, góða besta!
Kari ahsaði ekki.
— Þú hengir svo mikið skraut á
tréð, að það er ómögulegt að sjá,
hvaðer undir.
Kari snéri sér við. Andlitið var
fölt. •— Einmitt það, sagði hún
bara.
Fyrsta vinnudaginn á nýju óri
kom Dahlberg forstjóri of seint.
Takmarkið
er t
n n i
unnii
*■* og auövitaö
aðkomast niöur aftur.
Við bjóðum eftirtaldar úrvalsvörur:
Blizzard,Völkl og Bemer skíði,
Parablack skíðastoppara, Nordica,
San Marco og Garmont skíðaskó,
Suverengönguskíðaskó, Ertlskíðastafi,
Look öryggisbindingar, Braun skíðafatnað,
Swix og Holmenkol skíðaáburð
og Moonboots
Útsölustaðir:
Akureyri:
Sportvöruverslun
Siglufjörður:
Verslunin Grund
Brynjólfs Sveinssonar Bolungarvík:
ísafjörður: Einar Guðfinnsson hf
Verslunin Kjartan R.
Guðmundsson
Sauðárkrókur:
Verslunin Aðalsport
v Glæsibæ, sérverslun
w með skíðavörur
sími 30350
51. TBL. VIKAN 53