Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 56

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 56
BARN. Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig að vinkona mín, sem er 14 ára, væri komin með bílpróf. Ég var ásamt fleiri krökkum að koma úr partýi og mér fannst vera snjór og hvassviðri úti. Ég settist í aftur- sætið i bílnum, sem vinkona mín ók og svo fannst mér hún keyra af stað. Þá sáum við vin minn koma gangandi með barn í fanginu og var það bert að neðan, en í peysu að ofan. Mér fannst ég segja við vinkonu mina: ,,Góða stoppaðu. Sérðu ekki að E. er með barn ( fanginu og það er bert aö neðan." Vinkona mín stöðvaði bílinn og ég opnaði huröina og tók við barn- inu. Mér fannst það vera ískalt. Svo settist E. líka inn í bílinn. Við þetta vaknaði ég. Vona að ég fái ráðningu á þessum draumi. S.H. Övænt heppni mun henda þig og ef til vill vinnuröu í happdrætti. Þú munt frétta af erfiöieikum einhvers, sem þú þekkir vei og þér þykir vænt uir Þaö er þó ekki á þinu færi aö hja.'pa þessari per- sónu að svo stöddu, e. > síöar gæti svo fariö aö hún þarfnaöist þín. BRJÁLAÐUR HESTUR. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég og ein af vinkonum mínum (mér er ekki Ijóst hver af þeim var) færum upp í hesthús til pabba míns og þegar við komum þangaö bauð hann okkur á hestbak. Ég vildi alls ekki fara, en vinkona mfn fór og er hún var komin á bak kom hesturinn aftan að mér og prjónaði upp á bakið á mér. Ég varð hrædd, en pabbi sagði að hann gerði mér ekkert mein. Það væri annar hestur þarna í húsunum, sem væri verri en þessi rauði. Mér fannst samt eins og hann væri búinn að siga hestinum á mig og tók til fótanna heim. Það var líka alveg sama hvernig vinkona mín hélt í klárinn, hann kom alltaf á eftir mér og hvernig sem ég reyndi að fela mig náði hann mér alltaf. Viltu vera svo vænn að ráða þennan draum fyrir mig. Gugga. Þessi draumur er fyrir góöu gjaforöi vinkonunnar, sem var meö þér. Sjálf munt þú einnig veröa mjög hamingjusöm á næst- unni og líklega heimsækir þig einhver, sem þú hefur ekki séö lengi og þaö mun gieöja þig. Þú mátt samt búast viö einhverjum slæmum fréttum, en þeim munt þú taka eins og vera ber og sýna bæöi dirfsku og þor. Þú gefst semsagt ekki upp, þótt á móti blási. Mig dreymdi Á FLÓTTA... Kæri draumráöandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu. Mér fannst ég vera stödd einhversstaðar f vesturbænum, en hafði ekki hugmynd um hvar. Eng r voru á ferli og ég var alveg í öngum mínum, því að ég var oröin rcmmvillt. Þá fékk ég allt í einu þá hugmynd að ég gæti ratað ef ég væri á bíl og um leið kom ég auga á bláan Volkswagen, sem stóð á bílastæöi rétt hjá mér. Ég gekk óhikað að bílnum og settist inn í hann. Lyklarnir voru í honum og ég setti því strax í gang og lagði af stað. Ók ég síðan sem leið lá niður í miðbæ, en þar var ég stöðvuð af lögreglunni og farið með mig inn á lögreglustööina. Þegar þangað kom var mér fengin hrúga af dagblöðum og sagt að lesa þau. Á forsíðum þeirra sá ég, mér til mikillar undrunar, aö fyrirsagnirn- ar voru einmitt um mig og það að ég hefði stolið þessum bíl, sem fyrr var greint frá. Ég fór auðvitað alveg í rusl út af þessu og kastaði frá mér blöðunum. Síðan rauk ég á fætur og hljóp út af lögreglu- stöðinni og varð þess ekki vör að nokkur veitti rnér eftirför. Við það vaknaði ég. Vonandi getur þú ráðið þennan draum fyrir mig, því að mér fannst hann svo sérstakur. Hulduþjófur. Senni/egt er aö þú vinnir eitt- hvaö óhappaverk, sem þú munt /engi sjá eftir. Þaö ætti þó ekki aö va/da þér neinum erfiö/eikum aö öðru leyti og þú munt njóta sannmæ/is. Þú færö kærkomna gjöf frá göm/um vini. Eftir a/l/anga biö munt þú h/jóta mikinn heiöur eöa upphefö. Þú veröur þá senni- /ega mjög umtöluö og þaö mun þér llka vei. / því sambandi máttu þó vara þig á því aö veröa ekki hrokafuH og /eiöin/eg, því aö þá mun gengi þitt snúast hiö bráö- asta. STÓR BLOKK OG ANNAR DRAUMUR. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig, að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann er svona: Fjölskylda mín átti heima í stórri blokk og mamma leyfði okkur H. að leika okkur úti. Fyrir utan blokkina voru margir mjög mjóir stigar, sem lágu upp á blokkina. Ég þorði ekki upp í þessa stiga, en systur mína J. og L. þorðu þangað og létu stigana sveiflast til og frá þar til L. hékk á annarri hendinni í stiganum og sagðist ætla að láta sig detta niður. Þá varð ég alveg ær af hræðslu og sagði að hún yrði að drullu ef hún léti sig detta. Hún sagðist þá ætla að sýna mér það og lét sig detta. Mér fannst hún hverfa og á jörðinni fyrir neðan lá afmælis- kringlan hennar. Ég jarðaði hana, en um leiö og ég hefði gert það kom rigning. Þá birtist hún mér og þakkaði mér fyrir að hafa pakkað kringlunni inn, því að þá ryðgaöi hún ekki í sundur. Ég þakka fyrir ráðninguna. Ein ofsa spennt. P.S. En mig dreymdi líka annan draum, mjög furðulegan. Ég sat fyrir framan spegil og var að setja á mig gerfinef og gerfi- eyru. Síðan fóru allir að stríða mér á því að ég væri með gervinef og gervieyru. Þegar ég hélt á gervi- nefinu var það svart á litinn, en þegar ég hafði sett það á mig varð það alveg eðlilegt. Með fyrirfram þökk. K.G. Þú munt veröa fyrir einhverri óheppni eða vonbrigðum í náihni framtíö. Auk þess muntu komast aö því, aö þú hefur ekki notaö hæfileika þína nógu vel. Ef þú bætir um betur og reynir að koma þér á framfæri mun þér vegna betur / framtíöinni. Seinni draumurinn er fyrir góöu. Ekki er ósenni/egt aö þú eigir fyrir höndum skólagöngu, sem síðar mun færa þér auð/egð og metorð. Varastu samt aö /áta undan öllum löngunum þínum, svo að þú veröir ekki óheppin. EINKENNILEG BRU. Kæri draumráðandi! Fyrirstuttu dreymdi mig draum, sem var mjög skýr og mig langar til þess að biðja þig að ráða, ef þú sérð þér fært. Ég var á labbi suður veginn héðan, ekki veit ég af hverju ég var þarna, en eitthvað var ég þungt hugsi. Allt í einu kom ég að brú, sem var þó nokkuð löng. Brúin leit út fyrir að vera nýlega byggð. (i raunveruleikanum er þarna lækjarspræna og smá ræsi.) Mér sýndist brúin fljóta á ánni eða hanga í ósýnilegum þræði ofan frá himni. Við brúna sá ég krakka, sem voru að leika sér. Þegar þau komu auga á mig, kölluðu þau til mín og sögðu mér að koma og sjá hvað þau væru að gera. Ég gekk til þeirra, en sá ekkert sérstakt, nema hvað þau voru að leika sér I sandhrúgu. Ég sneri mér því aftur við og sá þá hóp af fólki, sem sat á grjótgarði og það var því líkast að einhver athöfn ætti að fara fram, því að fólkið hélt á blómvöndum. Blómin voru græn, rauð og hvít að lit og mér datt fyrst í hug gifting eða jarðarför. Ég sneri mér nú aftur við og hugðist fara yfir brúna, en krakkarnir sögðu þá að ég kæmist ekki yfir, því að þau hefðu reynt og ekki komist. Ég fór samt út á brúna og fann um leiö að hún flaut á ánni. Áfram hélt ég eftir brúnni uns ég kom að samskeytum, sem ég þurfti að stökkva yfir. Ég stökk, en um leið hvessti og brúin tók stóra hliðar- sveiflu svo að ég lenti hálfvegis á hnjánum, en var fljót að standa aftur á fætur. Þá sá ég að brúin var að fyllast af vatni. Ég tók mig til og stökk upp í stálbita, sem var ofarlega í brúnni, og náði þar góðri handfestu. Síðan tókst mér að mjaka mér yfir. Þegar ég stökk í land hinum megin, lenti ég á iðgrænum grasbakka árinnar og gekk áfram leiðar minnar. Þakka fyrirfram ráðninguna. Ásdís. Þessi draumur er aö mörgu ieyti merkilegur. Fyrir það fyrsta boöar hann þér góöa framtiö. Þú ættir samt að íhuga vel öll vandamát, sem aö þér kunna aö steöja og mátt ekki fara aö neinu óðslega. Framtíöin mun þá verða afar farsæl. Þú munt eignast marga góöa kunningja, sem munu meta vináttu þína aö verðleikum og stuöla þar með að lifshamingju þinni. Senni/ega áttu fyrir höndum erfiöisvinnu af einhverju tagi, en hún veröur einmitt til þess aö bæta /ifsafkomu þína í framtíöinni. Eitt mun þó skyggja á ánægju þina. Einhverífjölskyldu þinni mun valda þér áhyggjum vegna kæru- leysis sfns og má vera aö sá hinn sami lendi I einhverju k/andri, sem þú finnur þig tilneydda ti/ þess aö bjarga honum úr. 56 VIKAN 51. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.