Vikan


Vikan - 03.03.1977, Síða 2

Vikan - 03.03.1977, Síða 2
9. tbl. 39. árg. 3. mars 1977 Verð kr. 350 GREINAR: 13 Hvenær kemur liturinn? Um sjónvarpsmál. 42 Mildred i einkalifinu. 44 Grein um dóttur Freuds. 47 15 ára, en áhrifamesta persóna Rúmeníu. VIÐTÖL:____________________ 14 Slagur í Bárunni og áll í Tjörn- inni. Viðtal við Anton Eyvindsson, „Tonna á Stöð- inni”. SÖGUR: 18 Eyja dr. Moreaus. 5. hluti framhaldssögu eftir H. G. Wells. 36 Hættulegur grunur. 2. hluti framhaldssögu eftir Zoe Cass. 50 Tilraunin. Smásaga eftir Grete Lund. FASTIR ÞÆTTIR: 9 I næstu Viku. 10 Póstur. 12 í eldhúskróknum. 20 Hadda fer i búðir. 23 Heilabrot Vikunnar. 25 Myndasögublaðið. 35 Tækni fyrir alla. 38 Stjörnuspá. 46 Mig dreymdi. 48 Á fleygiferð. 54 Blái fuglinn. ÝMISLEGT: 2 Sjónvarpstækjakynning Vik- unnar 1977. Sjónvarpstazk Sjónvarp hefur nú unn- ið sér fastan sess í menn- ingarlífi íslensku þjóðarinn- ar. Flestir horfa á sjónvarp í einhverjum mæli, og margir fylgjast vel með því, sem gerist á þeim vettvangi. Sú þróun á sér nú stað, að svart/hvít sjónvörp verða að láta í minni pokann fyrir nýrri og betri litsjónvarps- tækjum. Af því tilefni kynnir Vikan þær tegundir, sem eru á boðstólum, og vonast með því til þess að fólk geti haft sæmilegt yfirlit yfir gerðirnar í stórum dráttum. Sjónvarpstækin, sem hér eru kynnt, eru öll litsjón- varpstæki og framleidd samkvæmt nýjustu og bestu tækninýjungum. Óþarfi mun vera að greina frá öllum tækniatriðum, en hér skal nú gerð grein fyrir þeim helstu. LÍNULAMPAR (In-Line Tubes) eru nýjung í gerð myndlampa. Þessir mynd- lampareru mun hentugri en eldri gerðir, sérstaklega vegna þess hve lítið pláss þeirtaka. Segulstillingar eru líka auðveldari á tækjum með þessari myndlampa- gerð. KALT KERFI er nýjung, sem á að lengja lífdaga tækisins. Allir hlutir tækis- ins, sem hitna sérstaklega við notkun, eru kældir nið- ur. Því kaldari sem litsjón- vörp ganga, þeim mun lengur endast þau. EININGAVERK er það kallað, þegar innvols tækja er sett saman úr fáum sjálf- stæðum einingum. Það auðveldar mjög alla við- gerðarþjónustu, þar sem fljótlegt er að uppgötva bil- unarstaö og skipta þá um viðkomandi einingu. IC RÁSIR (sameinaðar rásir) gefa fjölmarga teng- ingarmöguleika. í einni IC rás geta t.d. verið hundrað tengingamöguleikar, og kemur þetta í stað lampa, transistora og þess háttar búnaðar, er áður var notað- ur. IC rásir gefa möguleika á því að koma öllu innvolsi fyrir á minni fleti og auð- veldar þannig alla byggingu tækjanna. Rétt er að geta þess, að japönsk tæki eru ekki flutt til Evrópu stærri en 20", og stafar það af innflutnings- hömlum. Ýmis konar aukabúnaður er fáanlegur með sjónvarps- tækjum. Það sem líklega kemur til með að verða vin- sælast eru hin svonefndu leiktæki. Þau fáct í mismun- andi stærðum og gerðum og bjóða oft upp á margvís- lega möguleika. Einstakar gerðir sjónvarpstækja eru nú með innbyggð leiktæki. Ekki er langt síðan mynd- segulbönd voru sett á al- mennan markað, en sala þeirra hefur verið fremur dræm, vegna þess hve þau eru dýr. Myndsegulböndin hafa tekið stöðugum fram- förum og eru m.a. sum með nákvæma tímastillingu, sem gerir mönnum kleift að stilla á upptöku allt að þremur sólarhringum áður en hún á að fara fram. Almennt eru litsjónvarps- tæki vandaðri en svart/hvít tæki og eiga að endast mun lengur, enda mikið lagt í þau. Verð sjónvarpstækjanna í þessari kynningu miðast við JANÚARLOK 1977.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.