Vikan


Vikan - 03.03.1977, Page 13

Vikan - 03.03.1977, Page 13
œrkemcir liturinn? dæmis mjög ánægjulegt að fá að sjá íslenska þætti í lit. Menn minnast mynda eins og Brekkukotsannáls og Lénharðs fógeta, sem báðar voru teknar í litum og misstu mikils, er þær voru sýndar í svart/hvítu. Varla þarf heldur að minnast á allar gömlu bíómyndirnar. Þær væru örugglega miklu skemmtilegri, ef liturinn væri til staðar. Litur er það sem koma skal. Enginn efast um það, en spurningin er þá: Hven- ær verður það? Hvað eigum við að bíða lengi? ERU LITSJÓNVÖRP DÝR? Líklega eru þau litsjón- vörp, sem eru á boðstólum í dag, ekkert dýrari en fyrstu svart/hvítu sjónvörpin, sem hingað voru flutt. Svart/hvít tæki kostuðu árið 1964, 20 - 30 þúsund krónur. Miðað við fram- færsluvísitölu mætti rúmlega nífalda upphæðir frá þeim tíma til þess að fá út raun- verðið í dag. Svart/hvít sjónvörp hafa því kostað sem svarar 180 - 270 þús- und krónum í dag, og fyrir það verð er hægt að fá ágætis litsjónvarpstæki. A.Á.S.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.