Vikan - 03.03.1977, Qupperneq 46
LENTI í FLÓÐBYLGJU.
Kæri draumráðandi!
Nýlega dreymdi mig draum, sem
mig langar að biðja þig að segja
mér hvað merkir. Hann var á þá
leið, að mér fannst ég vera að
ganga niður á bryggju til þess að
sækja eitthvað (ég man ekki hvað)
um borð í bát, sem lá við bryggju.
Þegar ég kom niður á bryggjuna,
sá ég að báturinn var að leggja frá
landi. Mér var illa við það, þótt ég
vissi ekki af hverju, en sjórinn var
örlítið úfinn og eitthvað slæmt, að
mér fannst, lá í loftinu. Ég leit því í
kringum mig og varð mjög illt við,
þegar ég sá þrjá báta á hvolfi við
bryggjuendann. Þeir lágu allir hlið
við hlið og sá í miðið var ekki með
kjöl eins og önnur skip, heldur var
hann eins og kassi í laginu. Þetta
gerðist allt á mjög stuttri stundu
og um leið og ég sá bátana vissi
ég, að eitthvað hræðilegt mundi
gerast. Ég vissi það án þess að sjá
nokkuð, að brotsjór, flóðalda
eða eitthvað því um líkt myndi
skella á bryggjunni. Þannig hátt-
aði til, að bryggjan myndaði vinkil
og utan með henni var lágur
kantur alls staðar nema í innr'a
horni vinkilsins. Þar myndaðist
eins konar renna út í sjó. Það
fyrsta, sem mér kom til hugar, var
að reyna að varna því að mér
skolaði út af bryggjunni. Ég henti
mér því á magann, rek hendur og
fætur út i loftið og þannig hentist
ég á milli bryggjukantanna á
meðan sjórinn ólgaði þar. Flóðið
stóð ekki langa stund og þegar
það var í rénum hugsaði ég með
mér, að ég yrði að vara mig á
rennunni. Mér tókst það þó ekki
og mér til mikillar skelfingar flaut
ég með höfuðið á undan niður
rennuna og út í sjó. Um leið og ég
var að fara í kaf heyrði ég einhvern
segja: ,,Hún nær sér aldrei eftir
þetta." Mig hélt áfram að dreyma
smástund í viðbót og fannst eins
og mér hefði verið bjargað. Ég var
þó ekki búinn að missa vitið
algjörlega, einsog fólk hélt, því ég
lék mig vitlausari en ég var í
rauninni. Litir voru allir mjög
óljósir í draumnum, nema kassa-
lagaða skipið var mjög dökkt.
Með fyrirfram þökk fyrir svarið,
Inga.
Þú mátt búast við góðum
fréttum innan skamms, ef til vill frá
útföndum. Auðugur maður eða
kona verður þér hættulegur óvin-
ur. Gættu þín einkum á auðugum
nágrönnum. Þeir munu reynast
þér erfiðir ef þú gætir ekki að þér.
Mig
dreymdi
Varaðu þig á þvi að sigla ekki um
of undir fölsku fiaggi, því að það
er aidrei giftusamlegt. Draumur-
inn er l/ka fyrir góðri heiisu, ef þú
ert nógu einbeitt til þess að
standast minniháttar freistingar.
SKRÍTIN TRÚLOFUN
Kæri draumráðandi!
Ég hef aldrei skrifað þér áður og
hafði í rauninni ekki hugsað mér
að skrifa þér, en í nótt dreymdi mig
svo skýran draum og fæ ég hann
ekki út úr höfðinu á mér. Þegar ég
tók svo upp Vikuna, sem ég hef
ekki gert í eitt ár, því að ég hef
verið erlendis, rak ég augun í
draumaþáttinn og langar til þess
að vita hvað þú getur gert fyrir
mig. Ég vona að þú getir svarað
þessu fljótt, því að ég er aftur á
förum til útlanda. Hér kemur svo
draumurinn:
Ég var stödd úti í landinu, sem
ég hef dvalið í og það var eins og
ég væri nýlega komin þangað
aftur. Enginn tók á móti mér og
fannst mér ég mjög óvelkomin.
Samt kom strákurinn, sem ég var
með, og tók mjög vel á móti mér
og virtumst við mjög ánægð með
að hafa fundið hvort annað aftur
(við erum hætt saman). Gleði
okkar náði þó ekki til vina hans né
minna. Mér fannst hann hálf
furðulegur og með falskt yfir-
bragð. Svo einn dag kom hann til
mín og bað mig að trúlofast sér.
Mér til mikillar undrunar sagði ég
já. Við vorum bæði klædd bláum
fötum og þegar ég opnaði litla
skrínið brá mér, því að hringarnir
voru svo stórir og fallegir. Ég tók
upp hringinn minn og innan í
honum stóð: ,,Tvö verða að einu.
Dagur, ár og nafn." Ég varð
undrandi á því hve mikið var letrað
innan í hann, en sagði þó ekkert.
Ég var langt uppi í skýjunum þegar
ég fór í vinnu daginn eftir (þar sem
ég vann áður) og lét sem mest
bera á hringnum, en enginn virtist
taka eftir honum og fólkið leit
varla á mig. Varð ég þar fyrir
miklum vonbrigðum. Þá tók ég
eftir því, að komin var beygla á
hringinn og svo brotnaði hann
(samt ekki í tvennt). Ég sneri
beyglunni inn í lófann, en þá var
liturinn að hverfa af hringnum og
hann varð allur skakkur og skæld-
ur. Stafirnir voru líka næstum
horfnir, en alltaf var ég samt að
sýna hann, en enginn tók eftir
honum. Svo gekk ég frá vinnu
með tárin í augunum og það
síðasta sem ég sagði var: „Hvern-
ig gastu svikið mig?"
Með fyrirfram þökk fyrir ráðn-
inguna,
ein, sem erað kveðja ísland.
Þú munt verða fremur lánsöm í
lifinu. Varaðu þig þó á fóiki, sem
ekki fer eftir lögum og reglum, því
að það getur reynst þér hættu/egt.
Þú átt það á hættu að ienda í
einhverju klandri ef þú sérð ekki
að þér. Sérstök hætta stafar að
hvers kyns gróðabralli.
EITT OG ANNAÐ
Kæri draumráðandi!
Mig langar til þess að fá að vita
fyrir hverju afskorin blóm í draumi
eru. i stuttu máli, þá fannst mér
ég gefa konu blóm, en hún er
nýbúin að missa son sinn (í
raunveruleikanum). Þegar ég var
að fara frá henni, bað hún dóttur
sína að færa mér eitt blóm af
þeim, sem ég gaf henni og fannst
mér það algjör óþarfi, en komst
ekki undan því og fór með blómið.
Ég man ekki litinn á því, en það
var annaðhvort hvítt eða bleikt.
Viltu ráða þennan draum fyrir
mig. Svo langar mig til þess að fá
svör við nokkrum spurningum
viðvíkjandi draumum.
1. Fyrir hverju er það, að dreyma
að eiginmaðurinn svíki mann í
tryggðum? 2. Barnsfæðingu? 3.
Forsetafrúna? 4. Að dreyma full-
vaxin börn sín og að þau séu orðin
lítil aftur.
Mig langar að gamni að segja
þér draum, sem mig dreymdi fyrir
nokkru og þætti mér gaman
ef þú vildir ráða hann.
Mér fannst ég koma heim til
mín með litlar dætur, sem ég á, en
þá var maðurinn minn búinn að
hengja sig inni í íbúðinni og hékk í
snörunni. Ég grét þessi ósköp yfir
þessu óvænta atviki, en fannst að
ég yrði að fá vitneskju um, hvers
vegna hann framdi þetta. Mér
fannst ég fara í vasa hans og hann
var þá með litla peninga, því mér
fannst hann hafa fengið útborgað
þennan dag. Þá vissi ég að allt
kaupið mundi hafa verið hirt af
honum og hann tekið það svona
nærri sér. Ég hljóp grátandi út og
mætti þar fólki, en það gaf sig
ekkert að mér nema einn meður,
sem ég þekkti ekki. Hann spurði
mig hvað maðurinn minn hefði
gert. Hann vann hjá símanum,
sagði ég (sem er þó ekki rétt).
Daginn eftir að mig dreymdi
þetta fengum við síma og þegar
mennirnir, sem settu hann upp
voru farnir í burtu, datt síminn
niður af borði og brotnaði. Þetta
kostaði okkur aukaútgjöld, nýjan
síma, því að hinn gjöreyðilagðist.
Heldurðu að draumurinn hafi verið
í beinu sambandi við þetta atvik,
eða fyrir einhverju öðru.
Ég skrifa seinna, því mig dreym-
ir oft svo einkennilega drauma.
Þakka fyrirfram svörin,
Ester.
Fyrri draumurinn boðar þér
gæfu og gleði. Að fá blóm að gjöf
er ávallt fyrir slíku, ekki síst ef þau
eru hvit að lit. Svik tákna yfirleitt
óhamingju í ástamálum. Giftum
konum er það fyrir góðu, að
dreymaaðþæralibarn, en ógiftum
er það fyrir erfiðleikum i ástamál-
um. Það er lík/ega fyrir upphefð að
dreyma forsetafrúna. Að dreyma
börn sín litil aftur er þeim fyrir
veikindum. Seinni drauminn er
eðlilegt að setja i samband við
atburðinn með simann. Hann
virðist að öllu leyti vera fyrirboði
þessa óhapps. Þó er ekki ólíklegt
að þú verðir fyrir einhvers konar
upphefð á næstunni.
*
46VIKAN 9. TBL.