Vikan


Vikan - 03.03.1977, Page 47

Vikan - 03.03.1977, Page 47
15 ára, en áhrifamesta persóna Rámanía Nadia Comanejci, rúmenska fim- leikastjarnan, sem vann þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á síðustu olympiuleikjum er nú áhrifamesti fulltrúi þjóðar sinnar. Siðan olympiuleikjunum lauk hefur henni verið boðið að sýna viða. Þýskt blað skýrði frá þvi nýlega, að það kostaði um 30 þúsund mörk að fá sýningu með Nadiu og félögum eitt kvöld, eða um 2.4 milljónir íslenskra króna. Nadia er nú 15 ára gömul og 1.57 m á hæð. Frammistaða hennar hafði mikil áhrif á rúmenska ungl- inga, sem skrifa um hana sögur og yrkja um hana ljóð, en forseti landsins, Nicolaie Ceausescu, sæmdi hana æðstu orðu rúmensku þjóðarinnar — „Hetja hins sósí- alska starfs.” Hin mikla frægð hefur ekki Nadia broeir sjaldan og litur nánast veiklulega út. Þessi mynd lýsir vel einu atrifli áslá. breytt Nadiu hið minnsta, og iþróttafréttamenn undrast, hve sjaldan hún brosir. Kannski er skýringin sú, að það hlýtur að vera gífurlegt álag fyrir ungling að mæta þeim kröfum, sem þjálfarar og hungraðir áhorfendur gera til þessa undrabarns, sem sjö sinnum fékk einkunnina 10 á olympiuleikjunum. Nadia æfir þrisvar á hverjum degi, tvo tíma í senn. Spurningin er hve lengi hún heldur þetta út. Fer kannski fyrir henni eins og Olgu Korbut, að hún mæti ofjarli sínum á næstu olympíuleikjum? ★ Nadia í faðmi fjöiskyldunnar. Bróflir hennar Adrian er 10 ára gamall. 9. TBL. VIKAN47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.