Vikan


Vikan - 03.03.1977, Qupperneq 50

Vikan - 03.03.1977, Qupperneq 50
Tilraunin SMÁSAGA EFTIR GRETE LUND Þau gátu vel leyft sér að spila svolítið með Elsu, þessa litlausu og leiðinlegu stúlku. Hún hafði enga von hvort sem var. En þessi meinlega tilraun, hafði aðrar afleiðingar en þau höfðu vænst. Elsa Larsen burstaði yfir hárið með snöggum handtökum. Hún var sein fyrir og mátti rétt vera að því drekka kaffisopa, áður en hún þaut niður tröppurnar með kápuna á handleggnum. Það munaði minnstu, að hún missti af strætis- vagninum. Klukkan nákvæmlega hálfníu sat hún við peningakassann í versluninni, þar sem hún vann. í þetta sinn var hún siðust. Hún hafði ekki heyrt, þegar vekjara- klukkan hringdi, enda hafði hún sofið illa. Gamli draumurinn ásótti hana, hún hafði margsinnis farið fram úr og gengið um í herberginu, áður en hún lagði sig aftur. En drauminn gat hún ekki flúið. Sissel var á sínum stað við kassann og var að leggja síðustu hönd á morgunsnyrtinguna. Kirst- en var umsetin aðdáendum, eins og alltaf, þegar viðskiptavinirnir voru ekki nærstaddir. Þarna var Ander- sen og Holm, sem var nýi af- greiðslumaðurinn i kjötinu. Sissel vantaði ekki aðdáendur heldur, það var á ákveðin klíka kringum hana, Kirsten var meira fiðrildi. Á hinum kössunum þremur var ekki afgreitt fyrr en eftir klukkan tíu. Eftir tíu var verslunin full af viðskiptavinum, og stúlkurnar gátu ekki um annað hugsað en að slá inn tölur eins hratt og fingurnir gátu slegið á takkana. Sumir viðskipta- vinirnir voru vingjarnlegir, aðrir að flýta sér og ergilegir, sumir blátt áfram ónotalegir. En stúlkan á kassanum varð að brosa, vera kurteis og hjálpsöm, hvað sem á gekk. Það var ekki erfitt á morgn- ana, verra var það, þegar klukkan var að nálgast fimm. Elsa varð auðveldlega þreytt og ergileg. Hún var elst af stúlkunum og vildi ekki fá á sig klögumál. Ekki bara af því að hún var 36 ára, mest vegna þess að hún var metnaðar- gjörn og vildi vera fullkomin og sýna hæfni i starfi. Það var hennar eini möguleiki, það vissi hún. Hún var alls ekki lagleg, það hafði hún vitað strax smástelpan. En hún kærði sig ekkert um það og gerði ekkert fyrir útlitið. Hún hafði þykkt og fallegt hár, en hafði það í hnút í hnakkanum, svo enginn fékk að sjá það. Hún hafði dökkblá augu og var fallega vaxin. En hún bar sig illa, og fötin hennar voru leiðinleg og gamaldags. Einu sinni hafði hana dreymt um að verða falleg stúlka, en strax átján ára gaf hún upp alla von. Hún forðaðist félagsskap jafn- aldra sinna og fór ekki á dansleiki, hún vermdi hvort eð er bekkina. Hún einbeitti sér að starfinu þess í stað í von um frama. Hún sótti námskeið á kvöldin í verslunar- greinum. En það hafði alltaf verið gengið framhjá henni, þegar betri stöður losnuðu. Nú hafði hún setið við kassann í tíu ár, sú eina, sem hafði verið svo lengi. Hinar höfðu fengið betri stöður eða gift sig. Niðri í kaffistofunni sat sumt af starfsfólkinu og drakk kaffi. Það var aðeins tími til að slaka á, áður en annríki siðdegisins hæfist. Eins og venjulega var Kirsten hrókur alls fagnaðar og leiddi umræðurnar. Þau voru að tala um sumarfríin og ástarævintýrin, sem þeim fylgdi. Síðast var það hún Bente, sem fór til Mallorca — yfir sig ástfangin snéri hún til baka, og svo var hún gift þremur mánuðum síðar og hætt að vinna. — Hún blómstrar sannarlega núna, staðhæfði Berg verslunar- stjóri. Hún var líkust Elsu hér áður fyrr. Allir mótmæltu þessu kröftug- lega. Það var enginn Iíkur henni. Allir hlógu. Allt i einu sagði Hansen deildarstjóri: — Ég þori að fullyrða, að jafnvel Elsa getur blómstrað. Það hljóðnaði inni eitt augnablik. Knut Hansen var kvennagull og hafði heillað margar stúlkur. ■Allt i einu sagði einhver hinum megin borðsins: — Nú ert þú næstum skyldugur til að láta hana ..blómstra.” Allir voru sammála, og Knut varð hálf vandræðalegur yfir, hvaða stefnu málið hafði tekið. Hin vildu efna til veðmáls, og að lokum lét hann tilleiðast. Yfirleitt fór Elsa Larsen síðust allra. Hún gaf sér góðan tima til að ganga frá eftir sig. í dag fylgdi Knut Hansen fordæmi hennar. Elsa fór niður i fataherbergið, og í því hún klæddi sig í kápuna kom Knut inn. Hún varð undrandi, þegar hann ávarpaði hana. — Veðrið er svo indælt núna, ættum við ekki að fá okkur göngu í garðinum, áður en við höldum heim? — Göngu? Hún roðnaði og horfði skilningslausum augum á hann. — Já, því ekki? Bara smástund, fimmtán mínútur eða svo — eða hefur þú ekki tima? — Ég hefi kannski tíma, en... — Ekkert en, við skulum koma. Honum lá ekkert á. Gekk við hlið hennar og talaði kurteislega um daginn og veginn. Þau settust á bekk i garðinum, og hann bauð upp á súkkulaði. Skyndilega leit hann á klukkuna og sagði: — Hamingjan sanna, hvað tím- inn liður fljótt. Ég talaði um fimmtán minútur, og nú höfum við gengið i næstum eina klukkustund. Þú verður að fyrirgefa mér ónær- gætnina. Fyrirgefa — hvað átti hann við? En hún sagði ekkert. Hann fylgdi henni heim, og þau kvöddust við útidyrnar. Elsa gekk upp til sin. Hún leit í kringum sig i herberginu, eins og hún væri að koma þar í fyrsta sinn. Mikið voru húsgögnin hennar leiðinleg. Af hverju hafði hún ekki eytt fé til að gera notalegra i kringum sig? Þá peninga, sem hún notaði ekki til lifsviðurværis, lagði hún inn á bankabók. Hvernig væri að taka sig á og lífga upp á tilveruna, kaupa eitthvað fallegt i herbergið. Hún gekk að speglinum, sem hún hafði fengið frá móður sinni. Hún horfði lengi á mynd sina í speglinu. Hvað kom Knut Hansen til að bjóða henni í gönguferð? Hann hafði snert við hönd hennar oftar en einu sinni. Henni hitnaði við tilhugsunina. Ósjálfrátt fór hún að losa um hárið, og það féll mjúklega um axlir hennar, og í sólargeislunum, sem féllu inn um gluggann sló á það gullnum blæ. Hún horfðist í augu við sjálfa sig. Augu hennar voru falleg. Allt i einu fann hún, að hún var sársvöng. Hún fann ekkert spenn- andi i skápnum, bara gamlar kjöt- bollur frá deginum áður. Þær freistuðu hennar ekki. Elsa fór niður í bæ og gekk fram og aftur um aðalgöturnar, áður en hún tók þá ákvörðun að borða á veitingahúsi við Stórþingsgötu. Verðið var himinhátt, en hún lét það ekki hafa áhrif á sig, ekki i dag. Næsta morgun var hún snemma á fótum. Hún sat um stund við spegilinn og hugleiddi, hvort hún ætti að setja upp hárið, eins og vant var, eða ekki. En að endingu gerði hún eins og venjulega. Hún klæddi sig í gömlu leiðinlegu fötin, en hún var ekki sú sama og áður. Augun skinu, og hún hafði rétt úr sér, bar sig betur en venjulega. Elsa settist á sinn stað við kassann eins og venja var. Fyrsta klukkustundin leið óendanlega hægt. Hansen hóf ekki störf fyrr en klukkan tíu. Hún roðnaði, þegar hann gekk fram hjá henni, en gætti þess að líta ekki upp nema eitt augnablik. — Hafið þið tekið eftir þ-’i? Það er strax eitthvað á seyði, eitthvað að gerast, hvíslaði Hansen í matar- tímanum. Sumir þóttust hafa séð það, aðrir ekki. Einstaka manni fannst þetta grátt gaman, þegar betur var að gætt. Eftir lokun stóð Knut og beið eftir Elsu. Þau gengu um í bænum og borðuðu pylsur við pylsuvagn. Knut ætlaði sér ekki að láta þetta kosta mikið. Elsa hugsaði ekkert út i veitingarnar. Fyrir henni voru pylsur, snæddar við hlið Knuts, margfalt fullkomnari en miðdegis- verðurinn, sem hún snæddi alein. Þegar Knut kvaddi hana, tók hann i hönd hennar i hálfkæringi og kyssti á hana. Næsti dagur var fridagur Elsu. Oftast notaði hún fríið til hreingern- inga og þjónustubragða, en í dag hafði hún annað að gera. Strax klukkan níu var hún á leið til bankans til að ná í peninga. Einkennileg tilfinning greip hana, þegar hún tróð seðlabúnti ofan í handtöskuna. Eins og í draumi gekk Elsa frá einni verslun til annarrar. Af furðu- miklu öryggi keypti hún skó, kjóla, siðbuxur og kápu. Þegar hún kom heim seinnihluta dagsins, setti hún öll gömlu fötin í geymslu upp á háaloftið. Við tækifæri gæti hún sent þau heim til foreldra sinn í sveitinni. Næsta morgun klæddi hún sig í nýjan kjól. Þegar Elsa gekk eftir götunni til vinnu þennan dag, sneri fólk sér ósjálfrátt við til að horfa á eftir þessari stúlku með fallegu, bláu augun. Hún sinnti starfi sinu jafn óað- finnanlega og vant var. Um tiu- leytið kom Knut til hennar og daðraði við hana smá stund. Hann horfði djúpt i augu hennar og hvíslaði: — Mikið hefur þú fengið þér fallegan kjól. Dagurinn leið. I matartímanum voru sigrar Knuts aðalumræðuefn- ið. Elsa hafði breyst meira en

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.