Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 2

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 2
Vikan 18. tbl. 39. árg. 5. maí 1977 Verö kr. 350 GREINAR: 2 Ég er leikari — ekki söluvara. Glenda Jackson segir frá. 14 Tískan i sumar. Leitað upplýs- inga hjá nokkrum tískuversl- unum i Reykjavík. 38 Náttúrugripasafn íslands. SÖGUR: 20 Eyja dr. Moreaus eftir H.G. Wells. 14. hluti ög sögulok. 36 Hættulegur grunur eftir Zoe Cass. 11. hluti og sögulok. 42 Drekafrúin . örstutt framhalds- saga eftir Brian Garfield. 48 Grænu skórnir. Smásaga eftir Elvi Rhodes. FASTIR ÞÆTTIR: 7 Poppfræðiritið: Eagles. 9 í næstu Viku. 10 Póstur. 12 Mest um fólk. 12> N ^&ssxiiibi. 25 My ndasögublaðið. 35 Tækni fyrir alla. 40 í eldhúskróknum. 44 Stjörnuspá. 46 Draumar. 47 Hvað er á spólunum? 48 Vikan fer i búðir. 53 Matreiðslubók Vikunnár. HtJN ER EKKI LAGLEG, EKKI RÍK OG KÆRIR SIG KOLLÖTTA UM ALLT KJAFTÆÐI. GLENDA JACKSON - KVIKMYNDASTJARNAN, SEM ER ÖLÍK ÖÐRUM. Ég er leik■ ari — ekki söluvara Hún sígur nautnalega sígarett- una, eins og hún sé nýbyrjuð að reykja eftir langt bindindi. Það er rétt. Hún hefur reykt, eins og hana hefur langað til allt sitt líf, en núna um fertugt reykir hún aðeins stöku sinnum. Það er vegna Daniels. Áróður gegn reykingum hefur svo sannarlega ekki farið fram hjá stráknum. — Veistu ekki, að það er hættulegt að reykja, mamma? Þú getur verið viss um, að þú deyrð af því. Ef þér þætti í rauninni vænt um mig, myndirðu hætta. Nú reykir hún ekki lengur, þegar stráksi sér til, og það finnst henni erfitt. — Ég hef alltaf fengið að heyra, að ég væri svo sterk. Það eru ýkjur. Réttara væri að segja, að ég sé ekki viðkvæm. Það þýðir samt ekki, að ég sé tilfinningalaus. Ég er senni- lega svona opinská, af því að ég er fædd i nautsmerkinu, og svo er fjölskylda mín ákaflega jarðbundin. En sterk? Fyrir Daniel bráðna ég algjörlega. Það er víst áreiðanlegt. Rödd Glendu, sem venjulega er dálitið hvöss,_ verður mjúk og hlý, þegar hún talar um son sinn. Glendu Jackson þekkja sennilega flestir úr hlutverki Elísabetar drottningar í samnefndum sjónvarpsþáttum. í einkalífi sínu er hún líka einstök manneskja, og helst vill hún fá að vera í friði. í eftirfarandi viðtali ræðir hún opinskátt um það, hversvegna hún hefur nú, eftir átján ára hjónaband, kosið að búa ein síns liðs. Glenda Jackson hlammar sér niður á stól og kveikir í sígarettu. Það er smáhlé á kvikmyndatök- \miii, og árv'pess aö átos ’S^ws’tv- ingum fer hún að tala um það, sem henni er kærast, sjö ára gamlan son sinn, Daniel. Glenda er nýlega skilin við eiginmann sinn, hefur stofnað til nýs ástasambands og leikur nú í mynd um nunnur. Um allt þetta var ætlunin að spjalla, en hugsunin um Daniel fær augu hennar til að glampa. — Hann getur vafið mér um fingur sér, og það notfærir hann sér. Stundum ætla ég mér að vera hörð, og það kostar þá smárifrildi, en það er alltaf ég, sem læt undan, og hann stendur fast á sínu. Svo fær hann það, sem hann vill, að lokum. Skilnaður ,,eftir eyranu.” Eftir að Glenda skildi við eiginmann sinn, Roy Hodges, sem hún hafði verið gift í 18 ár, hefur hún búið ásamt Daniel í stóra húsinu þeirra. Hún talar um skilnaðinn, eins og ekkert sé sjálf- sagðara, og finnst fólk eiga rétt á persónulegu frelsi. — Það er sifellt verið að skrifa um skilnaði og gefa ráðleggingar, en engir tveir skilnaðir eru eins. Þegar maður lendir sjálfur í þessu, þá hjálpar reynsla annarra þér ekkert. Maður verður bara að spila eftir eyranu. Stundum heldur maður jafnvel, að það sé ómögulegt að komast i gegnum þetta. Áfallið er mikið. Ég haföi til tlæmis oft hugsað um þetta, en mér fannst ég aldrei tilbúin til þess að framkvæma neitt. Allir verða þó að lokum að VÁví, et eVlsi tu:Kt ais lifa það sem eftir er ævinnar^_K að hugsa sífellt: ,,Það hefði nU betra, ef....” Það er miklu betra / gvona hugsa bara: „Svona er eg- .• vil ég hafa það, og þess vegna g ég þetta.” Skilnaður þeirra Glendu Jack og Roys Hodges var endirinn a e traustasta hjónabandi *n skemmtanaiðnaðarins. Þau g1 , , 01 pa þegar hún var 21 og hann ■ voru þau bæði atvinnulausir e arar, svo að byrjunin var ævintýralegum hætti. Kynni þel ^ hófust á sviðinu, og dag n0^ rákust þau þar á prýðilegt h.K>n^ rúm, sem var miklu rómantis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.