Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 10

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 10
PÓSTURIM ÁST, ÁST, ÁST Komdu sæll og blessaður! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en ég vona samt, að þetta bréf lendi ekki í ruslinu. Þannig er mál með vexti, að ég var með strák fyrir stuttu, en ég hef ekkert séð hann síðan, nema um daginn sá ég, að hann var farinn að keyra hér um plássið, og þá brá mér. Mig langar svo til að tala við hann, en ég þori það ekki, því ég er svo feimin. Hvað er hægt að gera við feimni? Hvað á ég að gera til að ná sambandi við þennan strák? Jæja, hvað á ég að gera út af því, að ég er svo feit, að ég skammast mín fyrir þetta. Jæja, hvernig eiga þessi merki saman : Steingeit (kvk) og krabbi (kk), steingeit (kvk) og vatnsberi (kk), og hvaða merki fer best við naut (kvk) í ástamálum. Hvernig er skriftin, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Bæ, bæ. Ein í vanda. Ég held, að það sé í sjá/fu sér ósköp litið, sem þú getur gert. Ekki nema þér gefist tækifæri tii að vera óvart viðstödd einhvers- staðar, þegar hann á leið fram hjá á biinum, og athuga, hvort hann stoppi ekki og taii við þig. Annars virðist mér þetta heldur vonlaust, hættu bara að hugsa um hann. Við feimninni er víst iitið að gera, — helst er að finna góðu punktana hjá sjálfum sér og byggja sjálfstraustið upp á þeim. Fáðu samt ekki mikilmennsku- brjáiæði! Fitan ætti nú að bjargast, bara ef þú ert nógu hörð við þig að borða ekki hvað sem er, hvenær sem er. Um samband steingitar og krabba segir svo i stjörnuspá ástarinnar: Samband ykkar á að geta tekist vel. Reyndu að umbera brandarana hans, hann er svo viðkvæmur. Steingeit og vatnsbera er hins vegar ekki spáð góðu sambandi, þar sem stein- geitin vill oft /ita svo á, að hún skiiji alla. Fiskarnir passa einna best við nautið, en ennfremur getur sambandið orðið ágætt með jómfrú eða vog. Skriftin er Ijót, og þú ert svona 16 ára. KÖFLÖTT LÆRI Sæll Póstur minn! Iss, þú ert bara leiðinlegur að hafa ekki birt seinasta bréf mitt. Þú verður að birta þetta, annars verð ég sko reið. Heyrðu, getur þú sagt mér, af hverju lærin á mér verða alltaf köflótt, þegar ég fer í leikfimi og sund og svoleiðis? Þetta er svo hræðilega Ijótt, og mig langar að gera eitthvað í þessu. Svo að ég fái frekar birt þetta bréf, þá ákvað ég að yrkja smáljóð handa þér. Ég hef líka séð, að einhver Ó.Ó.Ö. hefur ort handa þér, og fær hún ekki alltaf birt sín bréf? Hér kemur Ijóðið: „Póstur er nafn þitt ágæta, því bréfunum þú tekur á móti. Helga er ruslafatan svo sæta, (pas pá) hana máttu eiga á fóti" Þetta er kannski ekki eins gott og hjá Ó.Ó.Ó. en það rímar alla vega. Reyndu að geta, hvað ég er skotin f mörgum strákum. Ég er skotin í 5. Vááááá. Finnst þér það ekki mikið? Veistu það Póstur, að mér finnst þetta ekkert fyndið. Mér leiðist svo að vera skotin í strákum, og það er bara ekkert gaman. Það taka heldur engir strákar eftir mér. Æ, mér finnst allt svo leiðinlegt. Allar mínar vinkonur eru byrjaðar að vera með strákum, en ég, nei, nei, ég er sko algjört beibí, það hef ég fengið að heyra. Og svo er ég líka feit og Ijót, ekki bætir það úr skák. Elsku Póstur minn, viltu hjálpa mér? Þú hlýtur að skilja, að mér líður ekki vel. Ég ætti kannski að vera ánægð að fá alltaf með hæstu einkunnum í skólanum, en ég er ekki ánægð. Mig langar að gera eitthvað, sem ég hef áhuga á, t.d. að syngja með hljómsveit eða kór, þjálfa röddina, það yrði dýrðlegt. Jæja, ég ætla að hætta að tala um þetta, og reyndar ætla ég lítið meira að segja. Ég kveð þig bara og vona, að þú svarir þessu bréfi mínu. Bæ, bæ. H.P.pía. 10 VIKAN18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.